Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2022 08:55 Á síðustu árum og áratugum hefur kaþólska kirkjan orðið uppvís að því að hylma kerfisbundið yfir barnaníð og annað ofbeldi. Mynd/Jon Tyson Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. Kirkjan gaf upp fjöldann að beiðni nefndar sem sett var á laggirnar af Jacindu Ardern forsætisráðherra árið 2018. Ráðherrann sagði á þeim tíma að landið þyrfti að gera upp „myrkan kafla“ í sögu sinni. Nefndinni var upphaflega aðeins ætlað að rannsaka misnotkun á vistheimilum en rannsóknin var síðar útvíkkuð og nær nú til kirkna og annarra trúarstofnana. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu sem gefin var út í desember síðastliðnum voru um það bil 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðið fólk í viðkvæmri stöðu misnotuð á heimilum sem rekin voru af hinu opinbera og trúarstofnunum frá 1960 og fram yfir aldamót. Tölfræðin er varðar kaþólsku kirkjuna nær til 428 prestakalla, 370 kaþólskra skóla og 67 annarra stofnana. Um er að ræða ofbeldi af ýmsu tagi; líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi, auk vanrækslu. Rannsóknin innan kirkjunnar leiddi í ljós að frá árinu 1950 hefðu 1.350 börn tilkynnt um ofbeldi og 164 fullorðnir. Þá höfðu 167 á ótilgreindum aldri tilkynnt ofbeldi á sama tíma. Um 80 prósent tilkynninganna vörðuðu börn og í um helmingi tilvika vörðuðu tilkynningarnar kynferðisofbeldi gegn barni. Í heildina voru 14 prósent vígðra innan kirkjunnar sakaðir um ofbeldi, 8 prósent presta og 3 prósent nunna. Flest tilvikin áttu sér stað frá 1960 til 1970 og 75 prósent fyrir 1990. Samtök þolenda kynferðisofbeldis, Snap, telja raunverulegan fjölda tilvika allt að tvöfalt meiri. Guardian fjallar ítarlega um málið. Nýja-Sjáland Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira
Kirkjan gaf upp fjöldann að beiðni nefndar sem sett var á laggirnar af Jacindu Ardern forsætisráðherra árið 2018. Ráðherrann sagði á þeim tíma að landið þyrfti að gera upp „myrkan kafla“ í sögu sinni. Nefndinni var upphaflega aðeins ætlað að rannsaka misnotkun á vistheimilum en rannsóknin var síðar útvíkkuð og nær nú til kirkna og annarra trúarstofnana. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu sem gefin var út í desember síðastliðnum voru um það bil 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðið fólk í viðkvæmri stöðu misnotuð á heimilum sem rekin voru af hinu opinbera og trúarstofnunum frá 1960 og fram yfir aldamót. Tölfræðin er varðar kaþólsku kirkjuna nær til 428 prestakalla, 370 kaþólskra skóla og 67 annarra stofnana. Um er að ræða ofbeldi af ýmsu tagi; líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi, auk vanrækslu. Rannsóknin innan kirkjunnar leiddi í ljós að frá árinu 1950 hefðu 1.350 börn tilkynnt um ofbeldi og 164 fullorðnir. Þá höfðu 167 á ótilgreindum aldri tilkynnt ofbeldi á sama tíma. Um 80 prósent tilkynninganna vörðuðu börn og í um helmingi tilvika vörðuðu tilkynningarnar kynferðisofbeldi gegn barni. Í heildina voru 14 prósent vígðra innan kirkjunnar sakaðir um ofbeldi, 8 prósent presta og 3 prósent nunna. Flest tilvikin áttu sér stað frá 1960 til 1970 og 75 prósent fyrir 1990. Samtök þolenda kynferðisofbeldis, Snap, telja raunverulegan fjölda tilvika allt að tvöfalt meiri. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Nýja-Sjáland Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira