Fleiri fréttir Fáir á ferli í Reykjavík í óveðrinu Fáir voru á ferli í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna óveðursins að sögn lögreglu. Fjórir gistu fangageymslur vegna ölvunar og þá voru þrír kærðir fyrir ölvunarakstur. 9.2.2008 10:54 Hundur í óskilum í Blöndubakka Anna Kristín íbúi að Blöndubakka 3 í Reykjavík hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að á heimili hennar væri hundur í óskilum. Hafði hann leitað þangað undan veðrinu. 9.2.2008 10:36 Eldingar víða á Suður- og Vesturlandi Eldingum sló niður víða um Suður- og Vesturland í gærkvöldi og raunar fram á nótt. Þær fylgdu kuldaskilum þegar kalt loft kom yfir hlýja loftið. 9.2.2008 10:02 Íbúar Garðabæjar orðnir 10 þúsund talsins Garðbæingar náðu í lok janúar þeim áfanga að verða í fyrsta sinn fleiri en tíu þúsund. Páll Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, fagnaði þessum áfanga í gær með því að afhenda fjölskyldu tíu þúsundasta Garðbæingsins góðar gjafir. 9.2.2008 09:48 Herjólfur siglir ekki en innanlandsflug á áætlun Herjólfur siglir ekki í dag en báðar ferðir hans hafa verið felldar niður vegna veðurs. Allt innanlandsflug er hins vegar á áætlun. Farþegar sem eiga bókað flug fyrir hádegi gætu þó fundið fyrir einhverjum röskunum. 9.2.2008 09:44 Tekinn á hlaupum frá innbroti á Akureyri Einn var handtekinn fyrir að reyna að brjótast inn á veitingastað í miðbæ Akureyrar í morgunsárið. 9.2.2008 09:43 Veðrið að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu en bætir í vind annars staðar Um 200 manns hafa unnið í allt kvöld að því að sinna verkefnum á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurhamsins sem gengið hefur yfir. Hjá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð fengust þær upplýsingar að veðrið eigi að fara að ganga niður og að tilkynningum vegna foktjóns hafi fækkað nokkuð. Hins vegar hafi tilkynningum vegna vatnstjóns fjölgað á sama tíma. 8.2.2008 22:23 „Ég geri ábyggilega ráð fyrir að hann hafi gert það" Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og fyrrverandi borgarlögmaður, segist ekki muna nákvæmlega eftir því hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi leitað til sín um hvort hann hafi haft umboð til að taka ákvarðanir á eigendafundi Orkuveitunnar á sínum tíma. 8.2.2008 18:23 Farþegarnir allir komnir frá borði Lokið var við að koma farþegum og áhöfnum , alls um 450 manns, frá borði þriggja flugvéla Icelandair og inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar klukkan rúmlega 10 í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar. 8.2.2008 23:19 Flutningur fólks úr flugvélunum í Keflavík hafinn Starfsmenn Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli og lögregla hafa hafið flutning fólks úr þremur flugvélum Icelandair sem hafist hefur við um borð í flugvélunum við flugstöðina síðan þær lentu síðdegis í dag í von um að veður myndi lægja svo tengja mætti landgöngubrýr flugstöðvarinnar. 8.2.2008 20:59 Fólk beðið að halda sig innandyra - Veginum undir Hafnarfjalli lokað Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til allra að vera ekki á ferli nema brýna nauðsyn beri til. Nú er vindhæð það mikil að varasamt er að vera úti. 8.2.2008 18:52 Lögreglu var óheimilt að nota eftirfararbúnað til að fylgjast með grunuðum manni Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að lögreglunni hefði verið óheimilt að nota eftirfararbúnað til að fylgjast með grunuðum manni. Í dómsorði segir að sóknaraðila, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, beri að láta af þeirri rannsóknaraðgerð að fylgjast með ferðum bifreiðar varnaraðila með eftirfararbúnaði. 8.2.2008 19:23 Viðbúnaðarstig á Vestfjörðum - bílum fylgt um Súðavíkurhlíð Viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en þar hafa nokkur snjóflóð fallið í dag. 8.2.2008 16:13 Óveðrið hefur enn ekki náð hámarki Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill árétta það að óveðrið hefur enn ekki náð hámarki á Suðvesturlandi. Einnig á veður enn eftir að versna annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að búist sé við því að veðrið nái hámarki á milli klukkan 9 og 12 í kvöld á höfuðborgarsvæðinu. 8.2.2008 20:26 Nauðsynlegt að koma á fót afeitrunarstöð á Litla Hrauni Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að nauðsynlegt sé að koma á fót afeitrunarstöð eða sjúkrarúmi fyrir fanga. Landlæknisembættið hyggst rannsaka dauða fanga sem lést vegna meþadoneitrunar á Litla Hrauni síðastliðið haust. 8.2.2008 19:49 Hafði engan tíma til að forða sér Bílstjóri á olíuflutningabíl hafði engan tíma til að forða sér þegar snjóflóð féll á bíl hans í Óshlíðinni á Vestfjörðum í dag. Hann slapp ómeiddur en segir það hafa verið nokkuð skuggalegt að sjá flóðið koma niður. Varað er við snjóflóðahættu bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. 8.2.2008 18:52 Viðbúnaðarstig á sunnanverðum Vestfjörðum Lýst er yfir viðbúnaðarstigi á sunnanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Sérstaklega er verið að horfa til ástands snjóalaga í Búðargili og Gilsbakkagili við Bíldudal. 8.2.2008 17:40 Óveðursviðbúnaður á Keflavíkurflugvelli Stjórnstöð almannavarna á Keflavíkurflugvelli var mönnuð nú síðdegis vegna óveðursviðbúnaðar. Suðaustan stormur með rigningu gengur nú yfir með hviðum sem ná allt að 40 metra hraða á sekúndu. 8.2.2008 17:36 Vegir til Suðureyrar og Ísafjarðar opnaðir tímabundið Umferð verður hleypt á veginn til Suðureyrar milli klukkan hálf-sex og sex en síðan verður vegurinn hafður lokaður áfram vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 8.2.2008 17:10 UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni starfsmanni UPS hraðsendingarþjónustunnar var framlengt um tvær vikur í dag. 8.2.2008 16:59 Engin afeitrunarstöð á Litla-Hrauni Vísir leitaði viðbragða Afstöðu, félags fanga, við fréttum um að dánarorsök fangans sem lést á Litla-Hrauni seinni part síðasta árs hafi verið Meþadoneitrun. Meþadon er gefið þeim sem eru að jafna sig á contalgen og heróínfíkn en fanginn sem um ræðir hafði verið inn á Litla-Hrauni í um 10 ár. 8.2.2008 16:40 Ráðherra á minkaskinnsuppboði í Danmörku Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri voru í vikunni viðstaddir uppboð á minkaskinnum hjá uppboðshúsinu Kopenhagen Fur í Danmörku. 8.2.2008 16:40 Enn röskun á flugsamgöngum vegna veðurs Enn eru seinkanir á flugsamgöngum vegna veðurs. Vél sem átti að fara á vegum Icelandair frá Kaupmannahöfn og lenda í Keflavík klukkan hálffjögur í dag mun ekki lenda fyrr en klukkan þrjú í nótt samkvæmt áætlun. 8.2.2008 16:39 REI stýrihópurinn ræddi aldrei við Björn Inga, Vilhjálm og Hauk Leósson 8.2.2008 16:03 Fyrstu niðurstöður í stjórnsýsluúttekt eftir um mánuð Reiknað er með að fyrstu niðurstöður í stjórnsýsluúttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á Orkuveitu Reykjavíkur liggi fyrir eftir um mánuð en niðurstöðum verður skilað í áföngum. 8.2.2008 16:00 Ríkislögreglustjóri fær gögn hjá skattrannsóknarstjóra Hæstiréttur hefur fallist á kröfu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra um heimild til húsleitar hjá skattrannsóknarstjóra í tengslum við rannsókn á málum Óskars Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns Baugs. 8.2.2008 15:29 Reykingar bannaðar í Alþingishúsinu frá 1. júní Reykingarherberginu í Alþingishúsinu verður lokað frá og með 1. júní næstkomandi eftir því sem segir í tilkynningu Alþingis. 8.2.2008 15:27 Kastljósið viðurkennir mistök „Ofsagt var hjá spyrli, Sigmari Guðmundssyni, að Vilhjálmur hafi fullyrt í viðtali þann 8 október að hann hafi ekki vitað um umtalaða kaupréttarsamninga,“ segir í yfirlýsingu frá Kastljósinu vegna viðtals við Vilhjálm Þ Vilhjálmsson í þætti gærkvöldsins. 8.2.2008 15:27 Vilhjálmur ráðfærði sig við fyrrverandi borgarlögmann Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, neitar að hafa orðið tvísaga varðandi kaupréttasamninga þann 4. október annars vegar og 8 október, 8.2.2008 14:53 Umferð hleypt um Eyrarhlíð í stutta stund kl. 15.30 Umferð verður hleypt á Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals klukkan hálf jögur í dag í stutta stund en síðan verður vegurinn hafður lokaður áfram vegna snjóflóðahættu. 8.2.2008 14:42 Heddi frændi dreginn á flot „Ég fæ svar í næstu viku en ég bað um frest þar til 11.maí og hef því tæpa þrjá mánuði,“ segir Svavar Cesar Kristmundsson bátaáhugamaður sem vill varðveita tæplega 60 tonna eikarbát sem nefnist Heddi frændi. 8.2.2008 14:19 Slökkvilið hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur það sem af er degi sinnt þremur vatnslekatilvikum, þar af tveimur sem tengjast veðrinu beint. 8.2.2008 14:19 Fíkniefnahundar fundu hass á heilbrigðsstofnun í borginni Fíkniefnaleitarhundar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa enn og aftur sannað gildi sitt undanfarna daga. 8.2.2008 13:56 Fáir óku of hratt yfir ein stærstu gatnamót landsins Brot 51 ökumanns var myndað þegar þeir óku yfir gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar til norðurs frá miðvikudegi til föstudags. 8.2.2008 13:40 Brunuðu frá snjóflóðum á Óshlíð Vegagerðin hefur lokað þremur vegum á Vestfjörðum eftir að snjóflóð hafa fallið á þá. 8.2.2008 13:19 Funduðu um útvistun á skráningu sjúkraskráa Fulltrúar læknaritara áttu í morgun fund með forstöðumönnum Landspítalans þar sem rætt var um útvistun á störfum læknaritara á sjúkrahúsinu. 8.2.2008 13:12 Umfangsmikilli leit að íslenskum pilti ekki haldið áfram í dag Leit að 18 ára íslenskum pilti á Jótlandi í Danmörku hefur enn engan árangur borið. Umfangsmikilli leit með leitarhundum og þyrlu á svæði umhverfis bíl hans verður ekki haldið áfram í dag. 8.2.2008 12:27 Telur olíudóm fordæmisgefandi fyrir önnur skaðabótamál Dómur Hæstaréttar í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum er fordæmisgefandi varðandi önnur skaðabótamál gegn félögunum. Þetta er mat lögmanns Reykjavíkurborgar. 8.2.2008 12:13 Steinþór vill starfsfrið Stjórendur Sláturfélags Suðurlands vilja að friður skapist innan sölu- og markaðsdeildar og segja fréttir Vísis af starfsmannamálum hjá Sláturfélaginu orðum auknar og beinlínis rangar. 8.2.2008 12:07 Lokaðist inni á milli tveggja flóða úr Óshlíð Ökumaður bíls lokaðist inni á milli tveggja flóða sem féllu á veginn um Óshlíð um hádegisbil. Að sögn lögreglunnar á Ísafiði varð honum ekki meint af og er hann nú kominn til Bolungarvíkur. 8.2.2008 12:01 Aðstoðarlandlæknir segir meþadon einungis notað við fráhvörfum Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að meþadon sé ekki notað sem verkjalyf í fangelsum hér á landi. Það sé hins vegar mikið notað í flestum fangelsum til að fást við fráhvörfseinkenni ef sjúklingur hefur verið í fíkniefnaneyslu. 8.2.2008 11:53 Fyrrverandi framsóknarkona aðstoðar Ólaf Friðrik Ólöf Guðný Valdimarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ólafs Friðriks Magnússonar borgarstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 8.2.2008 11:36 Á rétt á bótum vegna vinnuslyss Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því í dag að starfsmaður Myllunnar ætti rétt á skaðabótum vegna slyss sem hann varð fyrir í vinnu sinni. 8.2.2008 11:33 Samhæfingarmiðstöðin virkjuð um miðjan dag vegna vonskuveðurs Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verður virkjuð klukkan fjögur í dag vegna vonskuveðurs sem gengur yfir landið síðdegis og fram á nótt. 8.2.2008 11:13 Eigendafundur hjá Orkuveitunni eftir viku Fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir að nær hefði verið að láta óháða nefnd fara yfir REI-málið í stað þess að stýrihópur á vegum borgarinnar gerði það. Fyrirhugaður er eigendafundur í Orkuveitunni eftir viku þar sem reiknað er með að málefni REI verði tekin upp. 8.2.2008 10:57 Sjá næstu 50 fréttir
Fáir á ferli í Reykjavík í óveðrinu Fáir voru á ferli í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna óveðursins að sögn lögreglu. Fjórir gistu fangageymslur vegna ölvunar og þá voru þrír kærðir fyrir ölvunarakstur. 9.2.2008 10:54
Hundur í óskilum í Blöndubakka Anna Kristín íbúi að Blöndubakka 3 í Reykjavík hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að á heimili hennar væri hundur í óskilum. Hafði hann leitað þangað undan veðrinu. 9.2.2008 10:36
Eldingar víða á Suður- og Vesturlandi Eldingum sló niður víða um Suður- og Vesturland í gærkvöldi og raunar fram á nótt. Þær fylgdu kuldaskilum þegar kalt loft kom yfir hlýja loftið. 9.2.2008 10:02
Íbúar Garðabæjar orðnir 10 þúsund talsins Garðbæingar náðu í lok janúar þeim áfanga að verða í fyrsta sinn fleiri en tíu þúsund. Páll Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, fagnaði þessum áfanga í gær með því að afhenda fjölskyldu tíu þúsundasta Garðbæingsins góðar gjafir. 9.2.2008 09:48
Herjólfur siglir ekki en innanlandsflug á áætlun Herjólfur siglir ekki í dag en báðar ferðir hans hafa verið felldar niður vegna veðurs. Allt innanlandsflug er hins vegar á áætlun. Farþegar sem eiga bókað flug fyrir hádegi gætu þó fundið fyrir einhverjum röskunum. 9.2.2008 09:44
Tekinn á hlaupum frá innbroti á Akureyri Einn var handtekinn fyrir að reyna að brjótast inn á veitingastað í miðbæ Akureyrar í morgunsárið. 9.2.2008 09:43
Veðrið að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu en bætir í vind annars staðar Um 200 manns hafa unnið í allt kvöld að því að sinna verkefnum á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurhamsins sem gengið hefur yfir. Hjá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð fengust þær upplýsingar að veðrið eigi að fara að ganga niður og að tilkynningum vegna foktjóns hafi fækkað nokkuð. Hins vegar hafi tilkynningum vegna vatnstjóns fjölgað á sama tíma. 8.2.2008 22:23
„Ég geri ábyggilega ráð fyrir að hann hafi gert það" Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og fyrrverandi borgarlögmaður, segist ekki muna nákvæmlega eftir því hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi leitað til sín um hvort hann hafi haft umboð til að taka ákvarðanir á eigendafundi Orkuveitunnar á sínum tíma. 8.2.2008 18:23
Farþegarnir allir komnir frá borði Lokið var við að koma farþegum og áhöfnum , alls um 450 manns, frá borði þriggja flugvéla Icelandair og inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar klukkan rúmlega 10 í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar. 8.2.2008 23:19
Flutningur fólks úr flugvélunum í Keflavík hafinn Starfsmenn Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli og lögregla hafa hafið flutning fólks úr þremur flugvélum Icelandair sem hafist hefur við um borð í flugvélunum við flugstöðina síðan þær lentu síðdegis í dag í von um að veður myndi lægja svo tengja mætti landgöngubrýr flugstöðvarinnar. 8.2.2008 20:59
Fólk beðið að halda sig innandyra - Veginum undir Hafnarfjalli lokað Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til allra að vera ekki á ferli nema brýna nauðsyn beri til. Nú er vindhæð það mikil að varasamt er að vera úti. 8.2.2008 18:52
Lögreglu var óheimilt að nota eftirfararbúnað til að fylgjast með grunuðum manni Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að lögreglunni hefði verið óheimilt að nota eftirfararbúnað til að fylgjast með grunuðum manni. Í dómsorði segir að sóknaraðila, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, beri að láta af þeirri rannsóknaraðgerð að fylgjast með ferðum bifreiðar varnaraðila með eftirfararbúnaði. 8.2.2008 19:23
Viðbúnaðarstig á Vestfjörðum - bílum fylgt um Súðavíkurhlíð Viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en þar hafa nokkur snjóflóð fallið í dag. 8.2.2008 16:13
Óveðrið hefur enn ekki náð hámarki Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill árétta það að óveðrið hefur enn ekki náð hámarki á Suðvesturlandi. Einnig á veður enn eftir að versna annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að búist sé við því að veðrið nái hámarki á milli klukkan 9 og 12 í kvöld á höfuðborgarsvæðinu. 8.2.2008 20:26
Nauðsynlegt að koma á fót afeitrunarstöð á Litla Hrauni Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að nauðsynlegt sé að koma á fót afeitrunarstöð eða sjúkrarúmi fyrir fanga. Landlæknisembættið hyggst rannsaka dauða fanga sem lést vegna meþadoneitrunar á Litla Hrauni síðastliðið haust. 8.2.2008 19:49
Hafði engan tíma til að forða sér Bílstjóri á olíuflutningabíl hafði engan tíma til að forða sér þegar snjóflóð féll á bíl hans í Óshlíðinni á Vestfjörðum í dag. Hann slapp ómeiddur en segir það hafa verið nokkuð skuggalegt að sjá flóðið koma niður. Varað er við snjóflóðahættu bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. 8.2.2008 18:52
Viðbúnaðarstig á sunnanverðum Vestfjörðum Lýst er yfir viðbúnaðarstigi á sunnanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Sérstaklega er verið að horfa til ástands snjóalaga í Búðargili og Gilsbakkagili við Bíldudal. 8.2.2008 17:40
Óveðursviðbúnaður á Keflavíkurflugvelli Stjórnstöð almannavarna á Keflavíkurflugvelli var mönnuð nú síðdegis vegna óveðursviðbúnaðar. Suðaustan stormur með rigningu gengur nú yfir með hviðum sem ná allt að 40 metra hraða á sekúndu. 8.2.2008 17:36
Vegir til Suðureyrar og Ísafjarðar opnaðir tímabundið Umferð verður hleypt á veginn til Suðureyrar milli klukkan hálf-sex og sex en síðan verður vegurinn hafður lokaður áfram vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 8.2.2008 17:10
UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni starfsmanni UPS hraðsendingarþjónustunnar var framlengt um tvær vikur í dag. 8.2.2008 16:59
Engin afeitrunarstöð á Litla-Hrauni Vísir leitaði viðbragða Afstöðu, félags fanga, við fréttum um að dánarorsök fangans sem lést á Litla-Hrauni seinni part síðasta árs hafi verið Meþadoneitrun. Meþadon er gefið þeim sem eru að jafna sig á contalgen og heróínfíkn en fanginn sem um ræðir hafði verið inn á Litla-Hrauni í um 10 ár. 8.2.2008 16:40
Ráðherra á minkaskinnsuppboði í Danmörku Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri voru í vikunni viðstaddir uppboð á minkaskinnum hjá uppboðshúsinu Kopenhagen Fur í Danmörku. 8.2.2008 16:40
Enn röskun á flugsamgöngum vegna veðurs Enn eru seinkanir á flugsamgöngum vegna veðurs. Vél sem átti að fara á vegum Icelandair frá Kaupmannahöfn og lenda í Keflavík klukkan hálffjögur í dag mun ekki lenda fyrr en klukkan þrjú í nótt samkvæmt áætlun. 8.2.2008 16:39
Fyrstu niðurstöður í stjórnsýsluúttekt eftir um mánuð Reiknað er með að fyrstu niðurstöður í stjórnsýsluúttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á Orkuveitu Reykjavíkur liggi fyrir eftir um mánuð en niðurstöðum verður skilað í áföngum. 8.2.2008 16:00
Ríkislögreglustjóri fær gögn hjá skattrannsóknarstjóra Hæstiréttur hefur fallist á kröfu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra um heimild til húsleitar hjá skattrannsóknarstjóra í tengslum við rannsókn á málum Óskars Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns Baugs. 8.2.2008 15:29
Reykingar bannaðar í Alþingishúsinu frá 1. júní Reykingarherberginu í Alþingishúsinu verður lokað frá og með 1. júní næstkomandi eftir því sem segir í tilkynningu Alþingis. 8.2.2008 15:27
Kastljósið viðurkennir mistök „Ofsagt var hjá spyrli, Sigmari Guðmundssyni, að Vilhjálmur hafi fullyrt í viðtali þann 8 október að hann hafi ekki vitað um umtalaða kaupréttarsamninga,“ segir í yfirlýsingu frá Kastljósinu vegna viðtals við Vilhjálm Þ Vilhjálmsson í þætti gærkvöldsins. 8.2.2008 15:27
Vilhjálmur ráðfærði sig við fyrrverandi borgarlögmann Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, neitar að hafa orðið tvísaga varðandi kaupréttasamninga þann 4. október annars vegar og 8 október, 8.2.2008 14:53
Umferð hleypt um Eyrarhlíð í stutta stund kl. 15.30 Umferð verður hleypt á Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals klukkan hálf jögur í dag í stutta stund en síðan verður vegurinn hafður lokaður áfram vegna snjóflóðahættu. 8.2.2008 14:42
Heddi frændi dreginn á flot „Ég fæ svar í næstu viku en ég bað um frest þar til 11.maí og hef því tæpa þrjá mánuði,“ segir Svavar Cesar Kristmundsson bátaáhugamaður sem vill varðveita tæplega 60 tonna eikarbát sem nefnist Heddi frændi. 8.2.2008 14:19
Slökkvilið hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur það sem af er degi sinnt þremur vatnslekatilvikum, þar af tveimur sem tengjast veðrinu beint. 8.2.2008 14:19
Fíkniefnahundar fundu hass á heilbrigðsstofnun í borginni Fíkniefnaleitarhundar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa enn og aftur sannað gildi sitt undanfarna daga. 8.2.2008 13:56
Fáir óku of hratt yfir ein stærstu gatnamót landsins Brot 51 ökumanns var myndað þegar þeir óku yfir gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar til norðurs frá miðvikudegi til föstudags. 8.2.2008 13:40
Brunuðu frá snjóflóðum á Óshlíð Vegagerðin hefur lokað þremur vegum á Vestfjörðum eftir að snjóflóð hafa fallið á þá. 8.2.2008 13:19
Funduðu um útvistun á skráningu sjúkraskráa Fulltrúar læknaritara áttu í morgun fund með forstöðumönnum Landspítalans þar sem rætt var um útvistun á störfum læknaritara á sjúkrahúsinu. 8.2.2008 13:12
Umfangsmikilli leit að íslenskum pilti ekki haldið áfram í dag Leit að 18 ára íslenskum pilti á Jótlandi í Danmörku hefur enn engan árangur borið. Umfangsmikilli leit með leitarhundum og þyrlu á svæði umhverfis bíl hans verður ekki haldið áfram í dag. 8.2.2008 12:27
Telur olíudóm fordæmisgefandi fyrir önnur skaðabótamál Dómur Hæstaréttar í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum er fordæmisgefandi varðandi önnur skaðabótamál gegn félögunum. Þetta er mat lögmanns Reykjavíkurborgar. 8.2.2008 12:13
Steinþór vill starfsfrið Stjórendur Sláturfélags Suðurlands vilja að friður skapist innan sölu- og markaðsdeildar og segja fréttir Vísis af starfsmannamálum hjá Sláturfélaginu orðum auknar og beinlínis rangar. 8.2.2008 12:07
Lokaðist inni á milli tveggja flóða úr Óshlíð Ökumaður bíls lokaðist inni á milli tveggja flóða sem féllu á veginn um Óshlíð um hádegisbil. Að sögn lögreglunnar á Ísafiði varð honum ekki meint af og er hann nú kominn til Bolungarvíkur. 8.2.2008 12:01
Aðstoðarlandlæknir segir meþadon einungis notað við fráhvörfum Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að meþadon sé ekki notað sem verkjalyf í fangelsum hér á landi. Það sé hins vegar mikið notað í flestum fangelsum til að fást við fráhvörfseinkenni ef sjúklingur hefur verið í fíkniefnaneyslu. 8.2.2008 11:53
Fyrrverandi framsóknarkona aðstoðar Ólaf Friðrik Ólöf Guðný Valdimarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ólafs Friðriks Magnússonar borgarstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 8.2.2008 11:36
Á rétt á bótum vegna vinnuslyss Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því í dag að starfsmaður Myllunnar ætti rétt á skaðabótum vegna slyss sem hann varð fyrir í vinnu sinni. 8.2.2008 11:33
Samhæfingarmiðstöðin virkjuð um miðjan dag vegna vonskuveðurs Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verður virkjuð klukkan fjögur í dag vegna vonskuveðurs sem gengur yfir landið síðdegis og fram á nótt. 8.2.2008 11:13
Eigendafundur hjá Orkuveitunni eftir viku Fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir að nær hefði verið að láta óháða nefnd fara yfir REI-málið í stað þess að stýrihópur á vegum borgarinnar gerði það. Fyrirhugaður er eigendafundur í Orkuveitunni eftir viku þar sem reiknað er með að málefni REI verði tekin upp. 8.2.2008 10:57
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent