Fleiri fréttir

ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar

Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim.

Markús og Viðar Már kveðja Hæstarétt

Tveir af átta dómurum við Hæstarétt hafa beðist lausnar frá störfum. Um er að ræða þá Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta réttarins, og Viðar Má Matthíasson.

Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni

Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni.

Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku.

Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA

"Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.

Landsvirkjun tekur upp innra kolefnisverð

Landsvirkjun hefur tekið upp innra kolefnisverð í starfsemi sinni en þannig er settur verðmiði á hvert tonn sem losað er af koldíoxíði. Er Landsvirkjun fyrst íslenskra fyrirtækja til að taka upp þetta fyrirkomulag.

Hægur vindur og skýjað að mestu í dag

Útlit er fyrir fremur hæga suðaustlæga eða breytilega átt í dag. Skýjað verður að mestu, en bjartar yfir á Norðurlandi. Dálitlar skúrir á morgun, en þurrt að kalla norðaustantil.

Lögmaður Kristjáns Viðars fagnar stefnubreytingu

Lögmaður Kristjáns Viðars Viðarssonar, sem var sýknaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist ánægður með þá stefnubreytingu sem virðist hafa orðið hjá stjórnvöldum. Katrín Jakobsdóttir segist hafa ákveðið að taka upp þráðinn í málum sem varða skaðabætur til þeirra sem sýknaðir voru.

Landgræðsla innan þjóðgarðs hefur staðið yfir í tvo áratugi

Innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur endurheimt gróðurs staðið yfir síðan 1998 og með ágætum árangri að mati úttektaraðila. Stofnun miðhálendisþjóðgarðs þyrfti því ekki að hafa í för með sér að illa gróið land og örfoka melar yrðu festir í sessi. Miðhálendi Íslands er með stærstu eyðimörkum í allri Evrópu.

Stöðvuðu kannabisframleiðslu í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag en 44 mál voru færð til bókar hjá embættinu á milli klukkan ellefu í morgun og fimm í dag.

Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur

Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar.

Hlé gert á leitinni í Þingvallavatni

Lögregla hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska manninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum.

Endurheimti tengslin við ellefu ára son sinn á Laugaveginum: „Pabbi, ég elska þig“

Þegar Bandaríkjamaðurinn Jake Halpern var farinn að óttast að áhugi ellefu ára sonar hans á umgangast föður sinn væri farinn að dvína brá hann á það að ráð að styrkja tengslin með því að bjóða syninum að ganga með sér Laugaveginn. Úr varð ævintýraför þar sem feðgarnir styrktu tengslin sín á milli svo um munaði.

Borgarstjóra blöskrar umræða um stam Seðlabankastjóra

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami.

Árskógarmálið heldur áfram fyrir dómi á morgun

Samningaviðræður Félags eldri borgara við annan kaupanda hafa ekki gengið eftir. Innsetningarmálið heldur því áfram og verður það þingfest á morgun. Lögmaður kaupandans efast um gildi kaupréttarákvæðis og segir félagið ekki í samningsstöðu.

Stefnir íslenska ríkinu

Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu en hún krefst þess að niðurstaða endurupptökunefndar verði ógild.

Nærir sálina að hitta fólk

Borgarhönnun er límið á milli húsanna og fer fram í almannarýminu þar sem mannlífið er. Það er mikilvægt að hafa litla kjarna í hverfunum þar sem nágrannar mætast. Betri hönnun og skipulag getur stuðlað að betri heilsu og auknum lífsgæðum.

Bilaður bátur tekinn í tog við Húnaflóa

Þór, eitt varðskipta Landhelgisgæslunnar, sótti í morgun fiskibát á Húnaflóa. Var stýrisvél bátsins biluð og því hafði skipstjóri hans samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Ár og vötn þornað upp í sumar

Kleifarvatn hefur lækkað um einn metra frá því um miðjan maí og eru ár víðast hvar orðnar mjög vatnslitlar vegna lítillar úrkomu.

Sjá næstu 50 fréttir