Fleiri fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum og heyrum í sóttvarnalækni af upplýsingafundi í morgun en hann hefur nú skilað inn tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á landamærum.

Meðal annars skotinn í höfuðið

Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið.

Enginn greindist innanlands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem enginn greinist með veiruna innanlands.

„Vonin um kraftaverk lifir“

Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa.

Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt

Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Háspennulína þverar hringveginn

Rafmagnslaust er í Fitjardal vegna háspennulínu sem slitnaði og þverar nú hringveginn, þjóðveg 1, milli Miðfjarðar og Víðidals á Norðurlandi.

Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði

Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Gekk fimm daga fram yfir og fær ekki fæðingarorlof

Vera Sjöfn Ólafsdóttir og Stefan Lees eignuðust sitt fyrsta barn í lok desember. Þau fluttu til landsins í sumar frá Englandi þar sem Vera lauk námi í júní. Hún gekk aftur á móti fimm daga fram yfir settan dag sem gerði það að verkum að hún á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum sem námsmaður. Þess í stað á hún rétt á um áttatíu þúsund krónum á mánuði í sex mánuði sem foreldri utan vinnumarkaðar. Það er um hundrað þúsund krónum minna á mánuði en hún fengi sem námsmaður. Stefan, sem er erlendur ríkisborgari en hefur unnið samfleytt hér á landi frá því í september, á ekki rétt á neinu orlofi.

Ásthildur Lóa hyggst gefa kost á sér fyrir Flokk fólksins

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hyggst gefa kost á sér til framboðs fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum. Ásthildur Lóa er kennari að mennt og starfar sem grunnskólakennari en þetta kemur fram í tilkynningu frá Flokki fólksins.

Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu

Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið.

Rýma þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma skuli skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tekur gildi nú klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi.

Krapaflóð féll yfir þjóðveginn

Krapaflóð féll féll yfir Þjóðveg 1 í sunnanverðum Fáskrúðsfirði nú fyrir stundu og lokar nú veginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður meðal annars sagt frá manndrápinu í Rauðagerði í Reykjavík í gærkvöldi og komu tveggja Boeing 737 MAX-þota Icelandair til Keflavíkur frá Spáni í dag.

Fylgdar­lið Johns Snorra á heim­leið

Fylgdar- og aðstoðarmenn Johns Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr eru á heimleið. Fjallagarpanna hefur verið saknað í níu daga á fjallinu K2 í Pakistan og hefur víðtæk leit farið fram að göngumönnunum en engin ummerki um þá fundist.

Rúmlega helmingur býr enn við ofbeldisaðstæður

Rúmlega helmingur þeirra sem varð fyrir heimilisofbeldi í fyrra býr enn við aðstæðurnar og er hlutfallið talsvert hærra miðað við fyrri ár, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Skýrsluhöfundur telur að aukið atvinnuleysi og óvissa í samfélaginu hafi áhrif á stöðuna. 

Líf og dauði í ferðaþjónustunni í Víglínunni

Eftir að bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust hér á landi og víða um heim hafa vonir glæðst um að ferðaþjónustan fari að taka við sér. Hvenær það verður ræðst bæði af aðstæðum innanlands og utan og hversu hratt tekst að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og heimsbyggðina.

Enn ó­vissu­á­stand á Aust­fjörðum

Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag í dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu frá því í gær og er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt með rigningu í byggð sem nær líklega upp á fjallatoppa.

Með­limur upp­stillinga­nefndar Sam­fylkingarinnar telur próf­kjör betri leið

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hefur setið tvisvar í uppstillinganefnd telur prófkjör bestu leiðina til þess að velja fólk á framboðslista. Hann segir fyndið að talsfólk uppstillingar segi prófkjör ala á sundrung og illindum. Hún segist þó ánægð með niðurstöðu uppstillinganefndar og segir störf nefndarinnar hafa gengið vel.

Svefnlausir starfsmenn dýrir vinnuveitendum sínum

Það er allt of algengt að fólk komi þreytt og illa sofið í vinnuna, sem er dýrt fyrir atvinnurekendur því þá er meiri hætta á mistökum hjá starfsfólki og að það lendi í slysum. Þá taki svefnlausir starfsmenn 100% fleiri veikindadaga heldur en þeir sem sofa vel. Þetta segir svefnráðgjafi, sem segir ekkert jafnast á við góðan svefn.

Skotinn til bana fyrir utan heimili sitt

Karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti síðastliðna nótt. Karlmaður er í haldi lögreglu í tenglsum við málið. 

Mannslát í Reykjavík til rannsóknar og einn í haldi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slasaðan karlmann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði í Reykjavík. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. 

Þriðji ­staðurinn á von á sekt eftir brot um helgina

Aðstandendur eins veitingastaðar í Reykjavík mega eiga von á kæru, þar sem staðnum hafði ekki verið lokað þegar klukkan var tuttugu mínútur yfir tíu í gærkvöldi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar og sömuleiðis Kristrúnu Frostadóttur sem mun skipa efsta sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi þingkosningum.

Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa

Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson.

Á von á að málum staðanna í mið­bænum ljúki með sekt

Víða var fullbókað á veitingastöðum í miðborginni í gær, fyrstu helgina sem krár og skemmtistaðir fengu að taka úr lás eftir rúmlega fjögurra mánaða lokun. Tveir veitingastaðir eiga von á sekt vegna brota á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Sjá næstu 50 fréttir