Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum varðandi landamærin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 07:39 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í gær nýjum tillögum varðandi aðgerðir á landamærunum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann vildi ekki tjá sig um það hvað felst í tillögunum en á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í síðustu viku sagði hann ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi á fimmtudag. Ekki tillögur um tilslakanir innanlands í minnisblaðinu Í Bítinu í morgun sagði hann það kerfi sem hefur við lýði hér á landamærunum síðan í ágúst, tvöföldu skimunina með sóttkví á milli, hafa gefist mjög vel. Þó væru veikleikar í því, til dæmis ef fólk færi ekki eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Þá væri hætta á smiti. „Ég tala nú ekki um núna þegar við erum komin með ný afbrigði úti um heiminn. Það gæti farið að leka inn og kannski á sama tíma erum við að slaka á hérna innanlands og þá getur þetta blossað upp. Þannig að við erum að skoða það og ég er með nýtt minnisblað þar sem ég er að leggja ýmislegt til,“ sagði Þórólfur í Bítinu. Hann sagði að í minnisblaðinu væri ekki að finna neinar tillögur um frekari tilslakanir innanlands. „Nei, ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að berja í brestina á landamærunum áður en við förum að slaka meira á hérna innanlands,“ sagði Þórólfur og minnti á að það væri aðeins vika síðan frá því síðustu tilslakanir tóku gildi. Það tæki um eina til tvær vikur að sjá árangurinn af því. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Hann vildi ekki tjá sig um það hvað felst í tillögunum en á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í síðustu viku sagði hann ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi á fimmtudag. Ekki tillögur um tilslakanir innanlands í minnisblaðinu Í Bítinu í morgun sagði hann það kerfi sem hefur við lýði hér á landamærunum síðan í ágúst, tvöföldu skimunina með sóttkví á milli, hafa gefist mjög vel. Þó væru veikleikar í því, til dæmis ef fólk færi ekki eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Þá væri hætta á smiti. „Ég tala nú ekki um núna þegar við erum komin með ný afbrigði úti um heiminn. Það gæti farið að leka inn og kannski á sama tíma erum við að slaka á hérna innanlands og þá getur þetta blossað upp. Þannig að við erum að skoða það og ég er með nýtt minnisblað þar sem ég er að leggja ýmislegt til,“ sagði Þórólfur í Bítinu. Hann sagði að í minnisblaðinu væri ekki að finna neinar tillögur um frekari tilslakanir innanlands. „Nei, ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að berja í brestina á landamærunum áður en við förum að slaka meira á hérna innanlands,“ sagði Þórólfur og minnti á að það væri aðeins vika síðan frá því síðustu tilslakanir tóku gildi. Það tæki um eina til tvær vikur að sjá árangurinn af því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira