Fleiri fréttir

Al­var­legt um­ferðar­slys við Hval­fjarðar­göng

Ökumaður sem sagður er hafa verið á flótta undan lögreglu lenti í alvarlegum árekstri við Hvalfjarðargöng um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Sjónarvottur segir ökumanninn hafa kastast tíu metra frá slysstað í kjölfar árekstursins en bíllinn á að hafa flogið upp í loftið við höggið.

Sparkaði í dyraverði og lögreglumenn

Óskað eftir aðstoð lögreglu að á skemmtistað í miðbænum vegna tveggja einstaklinga sem voru til vandræða. Annar einstaklingurinn handtekinn en hann er gurnaður um að hafa sparkað bæði í dyraverði og lögreglumenn en einstaklingurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn

Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

General­prufa fyrir Verslunar­manna­helgina

Búist er við mikilli umferð út úr bænum nú síðdegis, en álag hefur verið á vegum landsins síðustu tvær til þrjár helgar, að sögn Árna Friðleifssonar aðalvarðstjóra umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Starf­semi Hjalla­stefnunnar flyst tíma­bundið í Skógar­hlíð

Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar.

Sjúkra­húsið á Akur­eyri sett á ó­vissu­stig

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið sett á óvissustig, sem kemur til vegna mönnunarvanda á gjörgæsludeild sem og skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum öllum. Gjörgæsludeild spítalans er ekki talin í stakk búin til að taka við fleiri sjúklingum eins og staðan er nú.

Sér­stakt hve áköf um­ræðan um laun sveitar­stjóra sé orðin

Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir það hverrar sveitarstjórnar fyrir sig að ákveða hvort biðlaun sveitarstjóra falli niður séu þeir ráðnir í nýtt starf. Sjálf fékk hún tæpar 17 milljónir greiddar frá Hveragerði við starfslok sín í byrjun sumars vegna biðlauna og launatengdra gjalda og þiggur nú laun frá Hrunamannahreppi.

Helgi segir sér þyki vænt um sam­kyn­hneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna.

Land­læg veiru­skita af völdum kórónu­veiru

Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum hefur staðfest að landlæg veiruskitu í kúm hér á landi sé af völdum „Bovcov“ eða nautgripakórónuveiru. Í vor gekk veiruskita á kúabúum víða um land og lá grunur að um nautgripakórónuveiru væri að ræða. Með raðgreiningu úr sýni frá kúabúi á Norðurlandi hefur það nú verið staðfest.

Land­græðsla hag­kvæmasta lofts­lags­að­gerðin

Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar segir að landgræðsla og skógrækt séu tvær hagkvæmustu loftslagsaðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Á hinn bóginn sé stuðningur við kaup á rafbílum langóhagkvæmasta aðgerðin.

Ólafur Ragnar Grímsson tengist Hælinu í Kristnesi

„Eina læknisráðið var að veita sjúklingum gott húsaskjól, næringarríkan mat og frískt loft.“ Hér er verið að vitna í berklahælið á Kristnesi í Eyjafirði en þangað kemur fjöldi fólks til að skoða sýningu um sögu berklanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti kemur við sögu á safninu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður gagnrýnir að stjórnvöld saki hælisleitendur um að ljúga til um kynhneigð og hafni þeim um hæli á þeim forsendum. Nýfallinn sé dómur í slíku máli sem slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði

Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins.

Hefja at­hugun á starf­semi tveggja vöggu­stofa

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við þingmann Samfylkingarinnar sem segir það mun skaðlegra fyrir orðspor Íslands ef slegið yrði af kröfum um eftirlit með samkeppni, heldur en ef kaup fransks fjárfestingasjóðs á Mílu ná ekki fram að ganga.

Risa kýr í smíðum í Eyjafirði

Risa kýr er nú í smíðum á Kristnesi í Eyjafirði en það er hún Edda, sem er þrír metrar á hæð og fimm metra löng, smíðuð úr tveimur tonnum af járni. Edda verður til sýnis í Eyjafirði þegar smíði hennar verður lokið.

Ís­land aftur fyrsta flokks í bar­áttunni gegn man­sali

Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug.

Sjá næstu 50 fréttir