Fleiri fréttir Ábyrgðin á herðum einstaklinga á meðan fyrirtækin mengi áfram Alltof mikil ábyrgð er lögð á herðar einstaklinga í loftslagsmálum, að mati fulltrúa ASÍ í loftslagsráði. Stjórnvöld virðist hrædd við að snerta á stórfyrirtækjum en loftslagsvandinn leysist aldrei án þeirra aðkomu, að mati sérfræðingsins. 20.7.2022 20:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðuna í Evrópu, en hitabylgjan skæða sem gengið hefur yfir álfuna síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag. Íslendingar þar eru teknir tali en þeir segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar. 20.7.2022 18:01 Fjöldi nýrra skilta verði tekin í notkun Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins hefur gert drög af reglugerð um umferðamerki og notkun þeirra. Hópurinn leggur meðal annars til að tekin verði upp rúmlega fimmtíu ný umferðarmerki, tæplega tuttugu nýjar yfirborðsmerkingar og tvenn ný umferðarljós. 20.7.2022 15:46 Íslensk erfðagreining tekur þátt í metnaðarfyllsta raðgreiningarverkefni í heiminum Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa raðgreint erfðamengi 150 þúsund einstaklinga fyrir breska lífsýnabankann. Um er að ræða stærsta verkefni sinnar tegundar í heiminum í dag en alls eiga vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og Wellcome Trust Sanger Institute að raðgreina 500 þúsund sýni á þremur árum fyrir Breska lífsýnabankann. 20.7.2022 15:00 Skemmtileg ísbjarnarsýning á Sauðfjársetrinu á Ströndum Þeir sem vilja vita allt um ísbirni og fræðast um þá og þeirra atferli geta komið við á Sauðfjársetrinu á Ströndum rétt hjá Hólmavík því þar er búið að setja upp ísbjarnasýningu, samhliða sauðfjársýningunni. 20.7.2022 13:03 Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. 20.7.2022 12:32 Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20.7.2022 12:30 Kaup ríkisins á hluta nýbyggingar Landsbankans enn til skoðunar Viðræður hafa farið fram milli ríkisins og Landsbankans um kaup þess fyrrnefnda á 6500 fermetra hluta nýbyggingar Landsbankans við Austurhöfn. Kaupin eru enn til skoðunar og vonast er til að niðurstaða fáist á næstu vikum. 20.7.2022 11:56 Einn stunginn í vopnuðu ráni í Reykjavík Lögreglu var tilkynnt um vopnað rán í Reykjavík snemma í morgun. Tveir aðilar heimtuðu þar fíkniefni af tveimur öðrum. Átök komu upp á milli mannanna og hlaut eitt fórnarlamba ránstilraunarinnar stungusár á handlegg. Árásaraðilarnir voru þó handteknir og vistaðir í fangageymslu. Hinn slasaði fór með sjúkrabíl á bráðamóttöku. 20.7.2022 11:53 Hádegisfréttir Bylgjunnar Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Við ræðum við íbúa í landinu í hádegisfréttum Bylgjunnar. 20.7.2022 11:35 Glúmur, Vigdís Hauksdóttir og Karl Gauti reyna nú við Voga Alls sóttu fjörutíu um stöðu bæjarstjóra í Vogum á Vatnsleysuströnd sem auglýst var til umsóknar á dögunum. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Ásgeiri Eiríkssyni sem gegndi stöðunni síðastliðin ellefu ár. 20.7.2022 10:22 Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20.7.2022 10:02 Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er látinn Gísli Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðingur og einn helsti hvalasérfræðingur landsins er látinn, 65 ára að aldri. 20.7.2022 09:52 Grafa brann í Grafarholti Eldur kom upp í lítilli gröfu í Grafarholti í dag. Slökkviliðið er nú á svæðinu og er búið að slökkva eldinn. 20.7.2022 09:43 Sóðaskapur aukist mikið á ferðamannastöðum Varaformaður félags leiðsögumanna segir sóðaskap á ferðamannastöðum hér á landi hafa aukist til muna. Hann segir það vera staðarhaldara að halda náttúruperlum hreinum. 20.7.2022 08:26 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19.7.2022 22:31 Hvalfjarðargöng með helming allrar umferðar um jarðgöng Hvalfjarðargöng yrðu megingjaldstofn boðaðra jarðgangatolla stjórnvalda enda er umferð um þau álíka mikil og í öllum öðrum göngum hérlendis til samans. Sérfróðir menn áætla að gjaldið þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem var í Hvalfjarðargöngum. 19.7.2022 22:01 Evrópskir ferðamenn fegnir að komast í svalann á Íslandi Greinilegt er að margir þeirra evrópsku ferðamanna sem komnir eru hingað til lands eru fegnir að vera lausir undan ofurhitanum á meginlandinu og í Bretlandi. Við hittum nokkra þeirra fyrir í miðbæ Reykjavíkur í dag. 19.7.2022 21:01 Glæsilegur handverksmarkaður í Króksfjarðarnesi Handverkskonurnar í Króksfjarðarnesi í Reykhólasveit hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af verkefnisleysi í sumar því það hefur verið meira en nóg að gera hjá þeim á handverksmarkaðnum í gamla Kaupfélagshúsinu að selja vörurnar sínar. 19.7.2022 20:09 Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19.7.2022 19:51 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum höldum við áfram að greina frá afleiðingum mikillar hitabylgju sem gengið hefur yfir Evrópu undanfarnar vikur. Hitamet var slegið í Bretlandi í dag þar sem hitinn fór í fyrsta skipti í sögunni yfir 40 gráður. Gróður eldar læstu sig í íbúðarhús í úthverfi Lundúna. 19.7.2022 18:01 Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 19.7.2022 17:52 Úkraínumönnum hér á landi fjölgaði um 490 prósent Erlendir ríkisborgarar með búsetu hér á landi voru 59.105 þann 1. júlí. Þeim hafði fjölgað um 4.126 frá 1. desember en sú fjölgun samsvarar 7,5 prósentum. 19.7.2022 16:45 Óvenju há rafleiðni í Jökulsá á Sólheimasandi Rafleiðni mælist óvenjulega há í Jökulsá á Sólheimasandi. Ferðafólki og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu er ráðlagt að vera á varðbergi. 19.7.2022 16:32 Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið áfrýjar Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti. 19.7.2022 15:29 „Markmiðið er að leyfa börnunum að vera börn“ Kennari sem starfað hefur með úkraínskum flóttabörnum síðustu mánuði freistar þess nú að fjármagna sumarnámskeið fyrir börnin, með sölu á bók nokkurri. Markmiðið með námskeiðinu, og starfinu öllu, er að börnin fái að vera börn. 19.7.2022 13:47 Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19.7.2022 12:16 Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19.7.2022 11:45 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um hitabylgjuna sem skollið hefur á Evrópu síðustu daga en metin falla nú víða um lönd. 19.7.2022 11:36 Mötuneyti og íþróttahús Fossvogsskóla í álmunni sem opnar ekki Mötuneyti, íþróttahús og kaffistofa kennara Fossvogsskóla eru í Meginlandi, álmu skólans sem opnar ekki í haust. Álman er sú verst farna af myglu og hafa foreldrar óskað eftir því að hún verði rifin. 19.7.2022 11:32 Komu örmagna kóp til bjargar við Reykjarvíkurhöfn Örmagna kóp með öngul í munni var komið til bjargar af vegfarendum á Granda í gærkvöldi. Annar þeirra, Sigríður Kristinsdóttir segist í fyrstu hafa haldið að móðurlaus kópurinn væri dauður en þegar svo reyndist ekki vera var kópnum komið í hendur næturvaktar Húsdýragarðsins. 19.7.2022 11:29 Gera ráð fyrir að áhöfn Sólborgar fái öll starf á nýju skipi Öllum yfirmönnum frystitogarans Sólborgar RE-27, sem eru með lengri uppsagnarfrest en þriggja mánaða, hefur verið sagt upp störfum. Framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem gerir skipið út, segir að útgerðin leiti nú að nýju skipi til að leysa Sólborgu af og gerir ráð fyrir að allir skipsverjar verði ráðnir aftur á nýtt skip. 19.7.2022 10:46 Erna og Soffía ráðnar til Matvælastofnunar Erna Reynisdóttir og Soffía Sveinsdóttir hafa verið ráðnar sem sviðsstjórar hjá Matvælastofnun (MAST). Erna tekur við hjá sviði upplýsingatækni og reksturs og Soffía hjá sviði vettvangseftirlits. 19.7.2022 10:37 Eins og Íslendingar hafi farið til sólarlanda þetta sumarið Mun færri Íslendingar hafa sést á tjaldsvæðum Austfjarða í ár en í fyrra og þar spyrja menn sig hvort sólarlandafrí hafi orðið ofan á hjá landsmönnum þetta sumarið. Tímabil erlendra ferðamanna virðist hins vegar vera að lengjast. 19.7.2022 09:30 Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19.7.2022 08:45 Vilja endurskoða skilgreiningu melatóníns Matvælastofnun hefur lýst yfir vilja til þess að endurskoða skilgreiningu melatóníns. Sem stendur er melatónín lyfseðilsskylt, ólíkt því sem er í mörgum nágrannalöndum, þar sem það er fáanlegt sem fæðubótarefni. 19.7.2022 08:06 Kennsla hefst á ný í Fossvogsskóla Nemendur og kennarar snúa aftur í Fossvoggskóla í haust eftir að hafa verið „á hrakhólum í fjögur ár.“ 19.7.2022 07:44 Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18.7.2022 23:06 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir ástandið í Evrópu vegna mikillar hitabylgju sem gengur yfir hluta meginlandsins og Bretlandseyjar. Þar varð mikil röskun á samgöngum og Luton flugvelli við Lundúni var lokað vegna hitaskemmda á flugbraut. Skógareldar loga víða um Portúgal, Spán og Frakkland og þar sem hundruð manna hafa látist vegna hitans og þúsundir hektara lands orðið eldi að bráð. 18.7.2022 18:05 Rör fór aftur í sundur við Fjarðarselsvirkjun Aurskriða féll í morgun á Seyðisfirði eftir að aðrennslisrör að stöðvarhúsi Fjarðarselsvirkjunar fór í sundur og olli miklum vatnsflaumi í Fjarðarár. Stutt er síðan svipað atvik varð í virkjuninni. 18.7.2022 17:35 Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. 18.7.2022 16:04 Tók saman kort með andlátum ferðamanna á Íslandi undanfarin ár Kristján Hlynur Ingólfsson hefur undanfarin tvö ár tekið saman upplýsingar um dauðsföll ferðamanna á Íslandi og er núna búinn að búa til kortasjá sem sýnir hvar á landinu ferðamenn hafa dáið. Hann segir þrjá staði á Suður- og Suðvesturlandi vera stærstu álagssvæðin. 18.7.2022 15:40 Handtekinn eftir árekstur og misheppnaða flóttatilraun Harkalegur árekstur varð á Kópavogsbraut upp úr klukkan eitt í dag. Að sögn sjónarvotta reyndi bílstjóri annars bílsins að flýja vettvang án árangurs og er sá bíll illa skemmdur. 18.7.2022 14:36 Tjá sig ekki fyrr en Gylfi verður ákærður eða laus allra mála Lögreglan í Manchester ætlar ekki að tjá sig frekar um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, fyrr en hann verður ákærður eða laus allra mála. Farbann Gylfa rann út á laugardaginn en ekki hafa fengist svör um hvort það hafi verið eða verði yfir höfuð framlengt. 18.7.2022 12:51 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um söluna á Mílu sem komin er í uppnám en hlutabréf í Símanum hafa lækkað í verði það sem af er degi vegna málsins. 18.7.2022 11:36 Sjá næstu 50 fréttir
Ábyrgðin á herðum einstaklinga á meðan fyrirtækin mengi áfram Alltof mikil ábyrgð er lögð á herðar einstaklinga í loftslagsmálum, að mati fulltrúa ASÍ í loftslagsráði. Stjórnvöld virðist hrædd við að snerta á stórfyrirtækjum en loftslagsvandinn leysist aldrei án þeirra aðkomu, að mati sérfræðingsins. 20.7.2022 20:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðuna í Evrópu, en hitabylgjan skæða sem gengið hefur yfir álfuna síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag. Íslendingar þar eru teknir tali en þeir segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar. 20.7.2022 18:01
Fjöldi nýrra skilta verði tekin í notkun Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins hefur gert drög af reglugerð um umferðamerki og notkun þeirra. Hópurinn leggur meðal annars til að tekin verði upp rúmlega fimmtíu ný umferðarmerki, tæplega tuttugu nýjar yfirborðsmerkingar og tvenn ný umferðarljós. 20.7.2022 15:46
Íslensk erfðagreining tekur þátt í metnaðarfyllsta raðgreiningarverkefni í heiminum Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa raðgreint erfðamengi 150 þúsund einstaklinga fyrir breska lífsýnabankann. Um er að ræða stærsta verkefni sinnar tegundar í heiminum í dag en alls eiga vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og Wellcome Trust Sanger Institute að raðgreina 500 þúsund sýni á þremur árum fyrir Breska lífsýnabankann. 20.7.2022 15:00
Skemmtileg ísbjarnarsýning á Sauðfjársetrinu á Ströndum Þeir sem vilja vita allt um ísbirni og fræðast um þá og þeirra atferli geta komið við á Sauðfjársetrinu á Ströndum rétt hjá Hólmavík því þar er búið að setja upp ísbjarnasýningu, samhliða sauðfjársýningunni. 20.7.2022 13:03
Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. 20.7.2022 12:32
Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20.7.2022 12:30
Kaup ríkisins á hluta nýbyggingar Landsbankans enn til skoðunar Viðræður hafa farið fram milli ríkisins og Landsbankans um kaup þess fyrrnefnda á 6500 fermetra hluta nýbyggingar Landsbankans við Austurhöfn. Kaupin eru enn til skoðunar og vonast er til að niðurstaða fáist á næstu vikum. 20.7.2022 11:56
Einn stunginn í vopnuðu ráni í Reykjavík Lögreglu var tilkynnt um vopnað rán í Reykjavík snemma í morgun. Tveir aðilar heimtuðu þar fíkniefni af tveimur öðrum. Átök komu upp á milli mannanna og hlaut eitt fórnarlamba ránstilraunarinnar stungusár á handlegg. Árásaraðilarnir voru þó handteknir og vistaðir í fangageymslu. Hinn slasaði fór með sjúkrabíl á bráðamóttöku. 20.7.2022 11:53
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Við ræðum við íbúa í landinu í hádegisfréttum Bylgjunnar. 20.7.2022 11:35
Glúmur, Vigdís Hauksdóttir og Karl Gauti reyna nú við Voga Alls sóttu fjörutíu um stöðu bæjarstjóra í Vogum á Vatnsleysuströnd sem auglýst var til umsóknar á dögunum. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Ásgeiri Eiríkssyni sem gegndi stöðunni síðastliðin ellefu ár. 20.7.2022 10:22
Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20.7.2022 10:02
Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er látinn Gísli Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðingur og einn helsti hvalasérfræðingur landsins er látinn, 65 ára að aldri. 20.7.2022 09:52
Grafa brann í Grafarholti Eldur kom upp í lítilli gröfu í Grafarholti í dag. Slökkviliðið er nú á svæðinu og er búið að slökkva eldinn. 20.7.2022 09:43
Sóðaskapur aukist mikið á ferðamannastöðum Varaformaður félags leiðsögumanna segir sóðaskap á ferðamannastöðum hér á landi hafa aukist til muna. Hann segir það vera staðarhaldara að halda náttúruperlum hreinum. 20.7.2022 08:26
Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19.7.2022 22:31
Hvalfjarðargöng með helming allrar umferðar um jarðgöng Hvalfjarðargöng yrðu megingjaldstofn boðaðra jarðgangatolla stjórnvalda enda er umferð um þau álíka mikil og í öllum öðrum göngum hérlendis til samans. Sérfróðir menn áætla að gjaldið þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem var í Hvalfjarðargöngum. 19.7.2022 22:01
Evrópskir ferðamenn fegnir að komast í svalann á Íslandi Greinilegt er að margir þeirra evrópsku ferðamanna sem komnir eru hingað til lands eru fegnir að vera lausir undan ofurhitanum á meginlandinu og í Bretlandi. Við hittum nokkra þeirra fyrir í miðbæ Reykjavíkur í dag. 19.7.2022 21:01
Glæsilegur handverksmarkaður í Króksfjarðarnesi Handverkskonurnar í Króksfjarðarnesi í Reykhólasveit hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af verkefnisleysi í sumar því það hefur verið meira en nóg að gera hjá þeim á handverksmarkaðnum í gamla Kaupfélagshúsinu að selja vörurnar sínar. 19.7.2022 20:09
Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19.7.2022 19:51
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum höldum við áfram að greina frá afleiðingum mikillar hitabylgju sem gengið hefur yfir Evrópu undanfarnar vikur. Hitamet var slegið í Bretlandi í dag þar sem hitinn fór í fyrsta skipti í sögunni yfir 40 gráður. Gróður eldar læstu sig í íbúðarhús í úthverfi Lundúna. 19.7.2022 18:01
Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 19.7.2022 17:52
Úkraínumönnum hér á landi fjölgaði um 490 prósent Erlendir ríkisborgarar með búsetu hér á landi voru 59.105 þann 1. júlí. Þeim hafði fjölgað um 4.126 frá 1. desember en sú fjölgun samsvarar 7,5 prósentum. 19.7.2022 16:45
Óvenju há rafleiðni í Jökulsá á Sólheimasandi Rafleiðni mælist óvenjulega há í Jökulsá á Sólheimasandi. Ferðafólki og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu er ráðlagt að vera á varðbergi. 19.7.2022 16:32
Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið áfrýjar Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti. 19.7.2022 15:29
„Markmiðið er að leyfa börnunum að vera börn“ Kennari sem starfað hefur með úkraínskum flóttabörnum síðustu mánuði freistar þess nú að fjármagna sumarnámskeið fyrir börnin, með sölu á bók nokkurri. Markmiðið með námskeiðinu, og starfinu öllu, er að börnin fái að vera börn. 19.7.2022 13:47
Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19.7.2022 12:16
Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19.7.2022 11:45
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um hitabylgjuna sem skollið hefur á Evrópu síðustu daga en metin falla nú víða um lönd. 19.7.2022 11:36
Mötuneyti og íþróttahús Fossvogsskóla í álmunni sem opnar ekki Mötuneyti, íþróttahús og kaffistofa kennara Fossvogsskóla eru í Meginlandi, álmu skólans sem opnar ekki í haust. Álman er sú verst farna af myglu og hafa foreldrar óskað eftir því að hún verði rifin. 19.7.2022 11:32
Komu örmagna kóp til bjargar við Reykjarvíkurhöfn Örmagna kóp með öngul í munni var komið til bjargar af vegfarendum á Granda í gærkvöldi. Annar þeirra, Sigríður Kristinsdóttir segist í fyrstu hafa haldið að móðurlaus kópurinn væri dauður en þegar svo reyndist ekki vera var kópnum komið í hendur næturvaktar Húsdýragarðsins. 19.7.2022 11:29
Gera ráð fyrir að áhöfn Sólborgar fái öll starf á nýju skipi Öllum yfirmönnum frystitogarans Sólborgar RE-27, sem eru með lengri uppsagnarfrest en þriggja mánaða, hefur verið sagt upp störfum. Framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem gerir skipið út, segir að útgerðin leiti nú að nýju skipi til að leysa Sólborgu af og gerir ráð fyrir að allir skipsverjar verði ráðnir aftur á nýtt skip. 19.7.2022 10:46
Erna og Soffía ráðnar til Matvælastofnunar Erna Reynisdóttir og Soffía Sveinsdóttir hafa verið ráðnar sem sviðsstjórar hjá Matvælastofnun (MAST). Erna tekur við hjá sviði upplýsingatækni og reksturs og Soffía hjá sviði vettvangseftirlits. 19.7.2022 10:37
Eins og Íslendingar hafi farið til sólarlanda þetta sumarið Mun færri Íslendingar hafa sést á tjaldsvæðum Austfjarða í ár en í fyrra og þar spyrja menn sig hvort sólarlandafrí hafi orðið ofan á hjá landsmönnum þetta sumarið. Tímabil erlendra ferðamanna virðist hins vegar vera að lengjast. 19.7.2022 09:30
Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19.7.2022 08:45
Vilja endurskoða skilgreiningu melatóníns Matvælastofnun hefur lýst yfir vilja til þess að endurskoða skilgreiningu melatóníns. Sem stendur er melatónín lyfseðilsskylt, ólíkt því sem er í mörgum nágrannalöndum, þar sem það er fáanlegt sem fæðubótarefni. 19.7.2022 08:06
Kennsla hefst á ný í Fossvogsskóla Nemendur og kennarar snúa aftur í Fossvoggskóla í haust eftir að hafa verið „á hrakhólum í fjögur ár.“ 19.7.2022 07:44
Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18.7.2022 23:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir ástandið í Evrópu vegna mikillar hitabylgju sem gengur yfir hluta meginlandsins og Bretlandseyjar. Þar varð mikil röskun á samgöngum og Luton flugvelli við Lundúni var lokað vegna hitaskemmda á flugbraut. Skógareldar loga víða um Portúgal, Spán og Frakkland og þar sem hundruð manna hafa látist vegna hitans og þúsundir hektara lands orðið eldi að bráð. 18.7.2022 18:05
Rör fór aftur í sundur við Fjarðarselsvirkjun Aurskriða féll í morgun á Seyðisfirði eftir að aðrennslisrör að stöðvarhúsi Fjarðarselsvirkjunar fór í sundur og olli miklum vatnsflaumi í Fjarðarár. Stutt er síðan svipað atvik varð í virkjuninni. 18.7.2022 17:35
Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. 18.7.2022 16:04
Tók saman kort með andlátum ferðamanna á Íslandi undanfarin ár Kristján Hlynur Ingólfsson hefur undanfarin tvö ár tekið saman upplýsingar um dauðsföll ferðamanna á Íslandi og er núna búinn að búa til kortasjá sem sýnir hvar á landinu ferðamenn hafa dáið. Hann segir þrjá staði á Suður- og Suðvesturlandi vera stærstu álagssvæðin. 18.7.2022 15:40
Handtekinn eftir árekstur og misheppnaða flóttatilraun Harkalegur árekstur varð á Kópavogsbraut upp úr klukkan eitt í dag. Að sögn sjónarvotta reyndi bílstjóri annars bílsins að flýja vettvang án árangurs og er sá bíll illa skemmdur. 18.7.2022 14:36
Tjá sig ekki fyrr en Gylfi verður ákærður eða laus allra mála Lögreglan í Manchester ætlar ekki að tjá sig frekar um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, fyrr en hann verður ákærður eða laus allra mála. Farbann Gylfa rann út á laugardaginn en ekki hafa fengist svör um hvort það hafi verið eða verði yfir höfuð framlengt. 18.7.2022 12:51
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um söluna á Mílu sem komin er í uppnám en hlutabréf í Símanum hafa lækkað í verði það sem af er degi vegna málsins. 18.7.2022 11:36