Fleiri fréttir Hröklast úr starfi fréttastjóra Einn þekktasti fréttamaður Ítalíu, sem er fréttastjóri á stærstu sjónvarpsstöðinni í eigu Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, var í gær rekinn. Fréttastofan hefur haft orð á sér fyrir að vera sú sjálfstæðasta af fjölmörgum fréttastofum í eigu Berlusconis og hefur brottreksturinn vakið mikla reiði 12.11.2004 00:01 Vill skaðabætur fyrir heitt kaffi Rússnesk kona hefur höfðað mál á hendur Hamborgararisanum McDonalds í kjölfar þess að hún brenndi sig á kaffi sem hún keypti í einu af fjölmörgum hamborgaraútibúum fyrirtækisins í Moskvuborg. 12.11.2004 00:01 Ætla að hefna Arafats Skæruliðar í Palestínu, sem eru sannfærðir um að Jasser Arafat hafi verið byrlað eitur, segjast ætla að hefna sín á Ísraelsmönnum, sem þeir segja bera ábyrgð á dauða hans. Samtök skæruliðanna, sem skýrt hafa sig: „Sveit Yassers Arafat," segjast munu ráðast á kjarnann á ísraelsku samfélagi og engar málamiðlanir komi til greina. 12.11.2004 00:01 Zarqawi hvetur skæruliða til dáða Skæruliðinn Abu-Musab al-Zarqawi hefur sent frá sér upptöku, þar sem hann hvetur bardagamenn í borginni Fallujah til að láta ekki deigann síga og halda áfram að láta Bandaríkjamenn finna fyrir sér. Á upptökunni segir að vilji guðs muni á endanum koma fram og vindar hins heilaga stríðs muni blása hinum illu öflum um koll. 12.11.2004 00:01 Rykið dustað af friðarferlinu Vonir eru bundnar við það að friðarviðræður fari aftur af stað nú þegar Jasser Arafat er fallinn frá. Palestínumenn hafa 59 daga til að kjósa sér arftaka. 12.11.2004 00:01 Jarðsettur í skugga óvissu Leiðtogi Palestínumanna var jarðsettur í skugga sorgar og átaka í dag. Enginn veit hvað varð Jassir Arafat að aldurtila, og þó að hann hafi verið grafinn hefur hann ekki enn verið lagður til hinstu hvílu. 12.11.2004 00:01 Sautján létust í jarðskjálftum Sautján létust og á annað hundrað slösuðust þegar hrina öflugra jarðskjálfta reið yfir Aloreyju, austarlega í Indónesíu, og höfðu sjúkrahús vart undan við að gera að sárum fólks. Hundruð heimila eyðilögðust þegar skjálftarnir riðu yfir, en styrkleiki öflugasta skjálftans mældist 7,3 á Richterkvarða. 12.11.2004 00:01 Tyrkir vilja miðla málum "Tyrkland er reiðubúið, hvenær sem er, að miðla málum í friðarferlinu og mun halda áfram að vinna að þessum málum," sagði Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, þegar hann bauð fram hjálp sína og lands síns við að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. 12.11.2004 00:01 Handtóku 29 í áhlaupi Hollenskir lögreglumenn handtóku 29 manns þegar þeir gerðu áhlaup á þjálfunarbúðir Kúrdíska verkamannaflokksins sem er útlægur í Tyrklandi vegna vopnaðrar baráttu hans gegn stjórnvöldum. 12.11.2004 00:01 200 milljarða framúrkeyrsla Kostnaður við Ólympíuleikana í Aþenu fer minnst 200 milljarða króna fram úr kostnaðaráætlun og verður að lágmarki um 800 milljarðar króna, þriðjungi meira en stefnt var að. Í þessum tölum er þó ekki talinn með kostnaður vegna umfangsmikilla samgönguframkvæmda þar sem voru meðal annars byggð ný lestakerfi. 12.11.2004 00:01 Stærstur hluti Falluja hertekinn Bandarískar og íraskar hersveitir hafa náð 80 prósentum Falluja á sitt vald, að sögn yfirmanna Bandaríkjahers. Enn er þó barist hús úr húsi á þeim svæðum sem hermenn hafa náð á sitt vald. Þar er verið að leita uppi og fella þá vígamenn sem hafa falið sig þegar fremstu hersveitirnar hafa sótt fram. 12.11.2004 00:01 Haldið föngnum vegna brota annarra "Við viljum ekki vera gíslar," stóð á borða sem skipverjar á víetnömsku skipi breiddu yfir borðstokkinn. Þeim hefur verið haldið nauðugum í höfn í Tansaníu í fjóra mánuði vegna deilna sem þeir og fyrirtækið sem þeir vinna hjá eiga engan þátt í. 12.11.2004 00:01 Vill sjá Berlusconi í fangelsi Ítalskur saksóknari krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, og vildi að honum yrði bannað ævilangt að sækjast eftir opinberu embætti. Kröfuna setti Ilda Boccassini fram þegar réttað var í máli þar sem Berlusconi er ásakaður um að hafa mútað dómurum. 12.11.2004 00:01 Fleiri farsímanúmer en fólk Farsímanotkun í Tékklandi er svo útbreidd að í þarlendum símaskrám er að finna fleiri farsímanúmer en landsmenn í þjóðskránni. Fyrirtækin þrjú sem bjóða farsímaþjónustu eru nú með 10,24 milljónir farsímanúmer á skrá en landsmenn eru 10,21 milljón eða 30 þúsund færri en farsímanúmerin sem eru í notkun. 12.11.2004 00:01 Þúsundir fylgdu Arafat til grafar Mikið öngþveiti myndaðist í Ramallah þegar Jasser Arafat var borinn til grafar. Einungis ættingjar og framámenn áttu að vera viðstaddir greftrun hans við höfuðstöðvar sínar en meira en tíu þúsund manns brutu sér leið þangað inn til að votta fyrrum forseta sínum virðingu og kveðja hann í hinsta sinn. 12.11.2004 00:01 Einstakt tækifæri "Ég held að það sé sanngjarnt að segja að við eigum góða möguleika á að stofna palestínskt ríki og ég ætla að nota næstu fjögur árin til að eyða pólitískri inneign Bandaríkjanna í slíkt ríki. Ég tel það í þágu heimsins að sannarlega frjálst ríki þróist í Palestínu," sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti. 12.11.2004 00:01 Vilja ekki aðra ólympíuleika Norsk stjórnvöld neituðu í gær að styðja umsókn borgaryfirvalda í Tromsö um að fá að halda ólympíuleikana í vetraríþróttum árið 2014. Ráðherrar sögðu of dýrt að halda ólympíuleikana og að of stutt væri frá því að vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Lillehammer 1994 til að verjandi væri að ráðast í slíkt stórvirki. 12.11.2004 00:01 Arafat allur Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, er allur, sjötíu og fimm ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í París skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en frá þessu var greint snemma í morgun. Flogið verður með lík Arafats til Kaíró síðar í dag þar sem opinber útför hans fer fram, og síðar verður hann jarðsettur í Ramallah. 11.11.2004 00:01 Að mestu á valdi hersetuliðsins Sprengjuregnið í borginni Fallujah í Írak hófst á ný snemma í morgun eftir nokkur hlé þar í nótt. Talsmenn Bandaríkjahers segja borgina að mestu á valdi hersetuliðsins en andspyrna er þó enn töluverð á nokkrum stöðum í borginni þar sem skæruliðar og hryðjuverkamenn halda sig. 11.11.2004 00:01 Bush tilnefnir nýjan ráðherra George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Alberto Gonzales, lögfræðiráðunaut í Hvíta húsinu, sem dómsmálaráðherraefni sitt í kjölfar þess að John Ashcroft tilkynnti um afsögn sína í gær. Gonzales er sonur fátækra innflytjenda og yrði fyrsti spænskumælandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. 11.11.2004 00:01 Stjórnarskrá ESB staðfest Stjórnarskrá Evrópusambandsins var staðfest á þjóðþinginu í Litháen í morgun. Litháar eru þar með fyrsta Evrópusambandsþjóðin til að samþykkja stjórnarskrána en hún þarfnast samþykkis annað hvort þjóðþinga allra aðildaþjóða eða staðfestingu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 11.11.2004 00:01 Cat Stevens fær friðarverðlaun Söngvarinn Yusuf Islam, öðru nafni Cat Stevens, sem Bandaríkjastjórn telur að tengist hryðjuverkamönnum, fékk í dag afhent sérstök verðlaun á Ítalíu fyrir að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir friði í heiminum. 11.11.2004 00:01 Vanunu handtekinn á ný Lögreglan í Ísrael hefur enn og aftur handtekið kjarnorkusérfræðinginn Mordechai Vanunu sem nýlega var látinn laus eftir átján ára fangelsisdóm fyrir landráð. Hann lak á sínum tíma upplýsingum um kjarnorkuvopnaeign Ísraela sem varð til þess að umheimurinn varð þess áskynja að Ísrael væri orðið kjarnorkuríki. 11.11.2004 00:01 Nýr kafli í friðarferlinu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vonast til þess að með fráfalli Arafats hefjist nýr kafli í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Andlát Arafats feli í sér ný tækifæri. 11.11.2004 00:01 Árásir á landnemabyggðirnar Andlát Arafats virðist hafa hleypt nýju blóði í herskáa Palestínumenn sem gerðu í morgun árás á landnemabyggðir gyðinga. Ríkisstjórn Ísraels hefur lokað bæði Vesturbakkanum og Gasa til að reyna að koma í veg fyrir uppþot og óeirðir. 11.11.2004 00:01 Margir ráðamenn við útför Arafats Listinn yfir þá þjóðarleiðtoga og ráðamenn sem áætlað er að verði við útför Jassers Arafats á morgun er langur. Sextíu nöfn eru á honum eins og hann lítur út núna en enginn Íslendingur er þar á meðal. Danir, Svíar, Norðmenn og Finnar eiga hins vegar allir sinn fulltrúa, utanríkisráðherrar þjóðanna í öllum tilvikum nema að fyrir Svía mætir Göran Persson forsætisráðherra. 11.11.2004 00:01 Flestir Bretar vilja reykingabann Nær fjórir af hverjum fimm Bretum vilja banna reykingar á veitingastöðum og kaffihúsum samkvæmt nýrri skoðanakönnun breska dagblaðsins Daily Mirror og nær þrír af hverjum fimm vilja banna reykingar í öllum opinberum byggingum. 11.11.2004 00:01 Þrír létust í rútuslysi Þrír létust og 20 slösuðust þegar rúta með 36 ólöglega innflytjendur innanborðs fór út af brú og steyptist niður í á í norðvesturhluta Tyrklands. Sjö farþegar sem sluppu ómeiddir úr slysinu flýðu af vettvangi áður en lögregla kom en þeir slösuðu og sex til viðbótar sem ekki slösuðust voru handteknir þegar lögregla kom á vettvang. 11.11.2004 00:01 Fagna dauða Arafats "Dauði Jassers Arafat markar brotthvarf morðingja gyðinga, sem bar ábyrgð á því að valda sorg á þúsundum ísraelskra heimila," sögðu forystumenn Yesha, samtaka ísraelskra landtökumanna á landsvæðum Palestínumanna. Arafat var þeim enginn harmdauði heldur vakti andlát hans vonir landtökumanna um betri hag sinn. 11.11.2004 00:01 Arafat jarðsunginn í dag Arafat lést í fyrrinótt eftir erfið veikindi. Útför hans verður gerð í tvennu lagi í dag, í Kaíró og Ramallah. Þjóðarleiðtogar minntust hans og lögðu áherslu á að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Velja þarf eftirmann hans innan 60 daga. </font /></b /> 11.11.2004 00:01 Litháar fyrstir til að staðfesta Litháar urðu fyrstir aðildarþjóða Evrópusambandsins til að staðfesta stjórnarskrá sambandsins sem forystumenn aðildarríkjanna 25 undirrituðu í Róm undir lok síðasta mánaðar. 11.11.2004 00:01 Tapaði stórfé á að glæða eldinn Seinheppinn Norðmaður varð 160 þúsund íslenskum krónum fátækari þegar hann kom þreyttur og drukkinn heim úr gleðskap og glæddi eld í arni sínum. 11.11.2004 00:01 Gonzales í stað Ashcroft George W. Bush Bandaríkjaforseti valdi einn helsta ráðgjafa sinn í stríðinu gegn hryðjuverkum til að taka við af embætti dómsmálaráðherra af John Ashcroft. Fyrir valinu varð Alberto Gonzales, samherji Bush frá því á ríkisstjóraárum forsetans frá Texas. 11.11.2004 00:01 600 uppreisnarmenn drepnir Bandarískar herflugvélar og stórskotalið gerðu árásir á suðurhluta borgarinnar Falluja í gær. Þar er talið að meginkjarni íraskra uppreisnarmanna haldi sig og reynir bandaríski herinn að þrengja að þeim. 11.11.2004 00:01 Norðmenn flýja Fílabeinsströndina Norsk og dönsk stjórnvöld hafa boðist til að hjálpa ríkisborgurum landanna sem eru á Fílabeinsströndinni að fara frá landinu. 11.11.2004 00:01 Tækifæri fyrir frið Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur í dag vottað palestínsku þjóðinni samúð sína vegna andláts Jassirs Arafats, sem lést í nótt. Íslensk stjórnvöld segja að fráfall Arafats geti boðað ný tækifæri fyrir frið. 11.11.2004 00:01 Abbas kjörinn leiðtogi PLO Mahmoud Abbas var í dag kjörinn leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO. Abbas þykir hófsamur og samningalipur en óttast er að hann nái ekki sömu lýðhylli og Arafat og muni ekki hafa stjórn á öfgahópum Palestínumanna. 11.11.2004 00:01 Tíu bandarískir hermenn fallnir Sprengjum hefur rignt yfir Fallujah í Írak í nótt en áhlaup Bandaríkjahers og írakskra hersveita á borgina stendur þar nú sem hæst. Ekki færri en tíu bandarískir hermenn hafa fallið í bardögunum. 10.11.2004 00:01 Uppstokkun í Hvíta húsinu Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn Bush Bandaríkjaforseta hafa sagt af sér. Það eru John Ashcroft dómsmálaráðherra og Donald Evans viðskiptaráðherra. Búist var við afsögn beggja en afsagnarbréf þeirra voru dagsett sama dag og Bush sigraði í forsetakosningunum vestra. 10.11.2004 00:01 Lofthelginni í kringum Haag lokað Lofthelgin í kringum borgina Haag í Hollandi hefur verið lokað. Þetta er gert í tengslum við aðgerð lögreglu sem stendur enn, en lögreglan er á hælum hóps hryðjuverkamanna. Þrír lögreglumenn slösuðust í sprengingu í Haag fyrr í morgun. 10.11.2004 00:01 Olíuverð niður í 47,37 dali Olíuverð náði sjö vikna lágmarki í gær, var 47,37 dalir þegar lokað var á olíumarkaði í New York í gærkvöldi. Ástæða lækkunarinnar er að vísbendingar hafa borist um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi náð jafnvægi. 10.11.2004 00:01 Ættingjum Allawis rænt Hópur íslamskra öfgamanna, sem kallar sig Ansar al-Jihad, greindi frá því í yfirlýsingu sem þeir birtu á Netinu fyrir stundu að þeir héldu þremur ættingjum Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, í gíslingu. Hópurinn hótar að drepa fólkið innan tveggja sólarhringa, verði árásum bandarískra og írakskra hersveita á Fallujah ekki hætt. 10.11.2004 00:01 Harður jarðskjálfti í Japan Harður jarðskjálfti varð í norðurhluta Japans í morgun og herma fregnir að einn maður hafi slasast. Jarðskjálftinn varð á svæði þar sem þúsundir manna hafa hafst við eftir öflugan jarðskjálfta sem varð um fjörutíu manns að bana í síðasta mánuði. Skjálftinn í morgun mældist 5,3 á Richter en nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 10.11.2004 00:01 Palestínumenn byrjaðir að syrgja Mikil ringlureið er meðal Palestínumanna sem vita vart hvort Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, er lífs eða liðinn. Egyptar ætla að halda jarðarför Arafats og almenningur í Palestínu syrgir hann þegar, og þó er fullyrt að hann sé enn á lífi og í dái í París. 10.11.2004 00:01 Undirbúningur að greftrun hafin Undirbúningur að útför og greftrun Arafats er þegar hafin. Heimildir innan heimastjórnar Palestínu sögðu í morgun að tilkynning um andlát Arafats kynni að verða send út í dag. Læknar staðfestu í gær að blætt hefði inn á heilann í honum og hann væri í djúpu dái. 10.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hröklast úr starfi fréttastjóra Einn þekktasti fréttamaður Ítalíu, sem er fréttastjóri á stærstu sjónvarpsstöðinni í eigu Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, var í gær rekinn. Fréttastofan hefur haft orð á sér fyrir að vera sú sjálfstæðasta af fjölmörgum fréttastofum í eigu Berlusconis og hefur brottreksturinn vakið mikla reiði 12.11.2004 00:01
Vill skaðabætur fyrir heitt kaffi Rússnesk kona hefur höfðað mál á hendur Hamborgararisanum McDonalds í kjölfar þess að hún brenndi sig á kaffi sem hún keypti í einu af fjölmörgum hamborgaraútibúum fyrirtækisins í Moskvuborg. 12.11.2004 00:01
Ætla að hefna Arafats Skæruliðar í Palestínu, sem eru sannfærðir um að Jasser Arafat hafi verið byrlað eitur, segjast ætla að hefna sín á Ísraelsmönnum, sem þeir segja bera ábyrgð á dauða hans. Samtök skæruliðanna, sem skýrt hafa sig: „Sveit Yassers Arafat," segjast munu ráðast á kjarnann á ísraelsku samfélagi og engar málamiðlanir komi til greina. 12.11.2004 00:01
Zarqawi hvetur skæruliða til dáða Skæruliðinn Abu-Musab al-Zarqawi hefur sent frá sér upptöku, þar sem hann hvetur bardagamenn í borginni Fallujah til að láta ekki deigann síga og halda áfram að láta Bandaríkjamenn finna fyrir sér. Á upptökunni segir að vilji guðs muni á endanum koma fram og vindar hins heilaga stríðs muni blása hinum illu öflum um koll. 12.11.2004 00:01
Rykið dustað af friðarferlinu Vonir eru bundnar við það að friðarviðræður fari aftur af stað nú þegar Jasser Arafat er fallinn frá. Palestínumenn hafa 59 daga til að kjósa sér arftaka. 12.11.2004 00:01
Jarðsettur í skugga óvissu Leiðtogi Palestínumanna var jarðsettur í skugga sorgar og átaka í dag. Enginn veit hvað varð Jassir Arafat að aldurtila, og þó að hann hafi verið grafinn hefur hann ekki enn verið lagður til hinstu hvílu. 12.11.2004 00:01
Sautján létust í jarðskjálftum Sautján létust og á annað hundrað slösuðust þegar hrina öflugra jarðskjálfta reið yfir Aloreyju, austarlega í Indónesíu, og höfðu sjúkrahús vart undan við að gera að sárum fólks. Hundruð heimila eyðilögðust þegar skjálftarnir riðu yfir, en styrkleiki öflugasta skjálftans mældist 7,3 á Richterkvarða. 12.11.2004 00:01
Tyrkir vilja miðla málum "Tyrkland er reiðubúið, hvenær sem er, að miðla málum í friðarferlinu og mun halda áfram að vinna að þessum málum," sagði Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, þegar hann bauð fram hjálp sína og lands síns við að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. 12.11.2004 00:01
Handtóku 29 í áhlaupi Hollenskir lögreglumenn handtóku 29 manns þegar þeir gerðu áhlaup á þjálfunarbúðir Kúrdíska verkamannaflokksins sem er útlægur í Tyrklandi vegna vopnaðrar baráttu hans gegn stjórnvöldum. 12.11.2004 00:01
200 milljarða framúrkeyrsla Kostnaður við Ólympíuleikana í Aþenu fer minnst 200 milljarða króna fram úr kostnaðaráætlun og verður að lágmarki um 800 milljarðar króna, þriðjungi meira en stefnt var að. Í þessum tölum er þó ekki talinn með kostnaður vegna umfangsmikilla samgönguframkvæmda þar sem voru meðal annars byggð ný lestakerfi. 12.11.2004 00:01
Stærstur hluti Falluja hertekinn Bandarískar og íraskar hersveitir hafa náð 80 prósentum Falluja á sitt vald, að sögn yfirmanna Bandaríkjahers. Enn er þó barist hús úr húsi á þeim svæðum sem hermenn hafa náð á sitt vald. Þar er verið að leita uppi og fella þá vígamenn sem hafa falið sig þegar fremstu hersveitirnar hafa sótt fram. 12.11.2004 00:01
Haldið föngnum vegna brota annarra "Við viljum ekki vera gíslar," stóð á borða sem skipverjar á víetnömsku skipi breiddu yfir borðstokkinn. Þeim hefur verið haldið nauðugum í höfn í Tansaníu í fjóra mánuði vegna deilna sem þeir og fyrirtækið sem þeir vinna hjá eiga engan þátt í. 12.11.2004 00:01
Vill sjá Berlusconi í fangelsi Ítalskur saksóknari krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, og vildi að honum yrði bannað ævilangt að sækjast eftir opinberu embætti. Kröfuna setti Ilda Boccassini fram þegar réttað var í máli þar sem Berlusconi er ásakaður um að hafa mútað dómurum. 12.11.2004 00:01
Fleiri farsímanúmer en fólk Farsímanotkun í Tékklandi er svo útbreidd að í þarlendum símaskrám er að finna fleiri farsímanúmer en landsmenn í þjóðskránni. Fyrirtækin þrjú sem bjóða farsímaþjónustu eru nú með 10,24 milljónir farsímanúmer á skrá en landsmenn eru 10,21 milljón eða 30 þúsund færri en farsímanúmerin sem eru í notkun. 12.11.2004 00:01
Þúsundir fylgdu Arafat til grafar Mikið öngþveiti myndaðist í Ramallah þegar Jasser Arafat var borinn til grafar. Einungis ættingjar og framámenn áttu að vera viðstaddir greftrun hans við höfuðstöðvar sínar en meira en tíu þúsund manns brutu sér leið þangað inn til að votta fyrrum forseta sínum virðingu og kveðja hann í hinsta sinn. 12.11.2004 00:01
Einstakt tækifæri "Ég held að það sé sanngjarnt að segja að við eigum góða möguleika á að stofna palestínskt ríki og ég ætla að nota næstu fjögur árin til að eyða pólitískri inneign Bandaríkjanna í slíkt ríki. Ég tel það í þágu heimsins að sannarlega frjálst ríki þróist í Palestínu," sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti. 12.11.2004 00:01
Vilja ekki aðra ólympíuleika Norsk stjórnvöld neituðu í gær að styðja umsókn borgaryfirvalda í Tromsö um að fá að halda ólympíuleikana í vetraríþróttum árið 2014. Ráðherrar sögðu of dýrt að halda ólympíuleikana og að of stutt væri frá því að vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Lillehammer 1994 til að verjandi væri að ráðast í slíkt stórvirki. 12.11.2004 00:01
Arafat allur Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, er allur, sjötíu og fimm ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í París skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en frá þessu var greint snemma í morgun. Flogið verður með lík Arafats til Kaíró síðar í dag þar sem opinber útför hans fer fram, og síðar verður hann jarðsettur í Ramallah. 11.11.2004 00:01
Að mestu á valdi hersetuliðsins Sprengjuregnið í borginni Fallujah í Írak hófst á ný snemma í morgun eftir nokkur hlé þar í nótt. Talsmenn Bandaríkjahers segja borgina að mestu á valdi hersetuliðsins en andspyrna er þó enn töluverð á nokkrum stöðum í borginni þar sem skæruliðar og hryðjuverkamenn halda sig. 11.11.2004 00:01
Bush tilnefnir nýjan ráðherra George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Alberto Gonzales, lögfræðiráðunaut í Hvíta húsinu, sem dómsmálaráðherraefni sitt í kjölfar þess að John Ashcroft tilkynnti um afsögn sína í gær. Gonzales er sonur fátækra innflytjenda og yrði fyrsti spænskumælandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. 11.11.2004 00:01
Stjórnarskrá ESB staðfest Stjórnarskrá Evrópusambandsins var staðfest á þjóðþinginu í Litháen í morgun. Litháar eru þar með fyrsta Evrópusambandsþjóðin til að samþykkja stjórnarskrána en hún þarfnast samþykkis annað hvort þjóðþinga allra aðildaþjóða eða staðfestingu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 11.11.2004 00:01
Cat Stevens fær friðarverðlaun Söngvarinn Yusuf Islam, öðru nafni Cat Stevens, sem Bandaríkjastjórn telur að tengist hryðjuverkamönnum, fékk í dag afhent sérstök verðlaun á Ítalíu fyrir að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir friði í heiminum. 11.11.2004 00:01
Vanunu handtekinn á ný Lögreglan í Ísrael hefur enn og aftur handtekið kjarnorkusérfræðinginn Mordechai Vanunu sem nýlega var látinn laus eftir átján ára fangelsisdóm fyrir landráð. Hann lak á sínum tíma upplýsingum um kjarnorkuvopnaeign Ísraela sem varð til þess að umheimurinn varð þess áskynja að Ísrael væri orðið kjarnorkuríki. 11.11.2004 00:01
Nýr kafli í friðarferlinu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vonast til þess að með fráfalli Arafats hefjist nýr kafli í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Andlát Arafats feli í sér ný tækifæri. 11.11.2004 00:01
Árásir á landnemabyggðirnar Andlát Arafats virðist hafa hleypt nýju blóði í herskáa Palestínumenn sem gerðu í morgun árás á landnemabyggðir gyðinga. Ríkisstjórn Ísraels hefur lokað bæði Vesturbakkanum og Gasa til að reyna að koma í veg fyrir uppþot og óeirðir. 11.11.2004 00:01
Margir ráðamenn við útför Arafats Listinn yfir þá þjóðarleiðtoga og ráðamenn sem áætlað er að verði við útför Jassers Arafats á morgun er langur. Sextíu nöfn eru á honum eins og hann lítur út núna en enginn Íslendingur er þar á meðal. Danir, Svíar, Norðmenn og Finnar eiga hins vegar allir sinn fulltrúa, utanríkisráðherrar þjóðanna í öllum tilvikum nema að fyrir Svía mætir Göran Persson forsætisráðherra. 11.11.2004 00:01
Flestir Bretar vilja reykingabann Nær fjórir af hverjum fimm Bretum vilja banna reykingar á veitingastöðum og kaffihúsum samkvæmt nýrri skoðanakönnun breska dagblaðsins Daily Mirror og nær þrír af hverjum fimm vilja banna reykingar í öllum opinberum byggingum. 11.11.2004 00:01
Þrír létust í rútuslysi Þrír létust og 20 slösuðust þegar rúta með 36 ólöglega innflytjendur innanborðs fór út af brú og steyptist niður í á í norðvesturhluta Tyrklands. Sjö farþegar sem sluppu ómeiddir úr slysinu flýðu af vettvangi áður en lögregla kom en þeir slösuðu og sex til viðbótar sem ekki slösuðust voru handteknir þegar lögregla kom á vettvang. 11.11.2004 00:01
Fagna dauða Arafats "Dauði Jassers Arafat markar brotthvarf morðingja gyðinga, sem bar ábyrgð á því að valda sorg á þúsundum ísraelskra heimila," sögðu forystumenn Yesha, samtaka ísraelskra landtökumanna á landsvæðum Palestínumanna. Arafat var þeim enginn harmdauði heldur vakti andlát hans vonir landtökumanna um betri hag sinn. 11.11.2004 00:01
Arafat jarðsunginn í dag Arafat lést í fyrrinótt eftir erfið veikindi. Útför hans verður gerð í tvennu lagi í dag, í Kaíró og Ramallah. Þjóðarleiðtogar minntust hans og lögðu áherslu á að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Velja þarf eftirmann hans innan 60 daga. </font /></b /> 11.11.2004 00:01
Litháar fyrstir til að staðfesta Litháar urðu fyrstir aðildarþjóða Evrópusambandsins til að staðfesta stjórnarskrá sambandsins sem forystumenn aðildarríkjanna 25 undirrituðu í Róm undir lok síðasta mánaðar. 11.11.2004 00:01
Tapaði stórfé á að glæða eldinn Seinheppinn Norðmaður varð 160 þúsund íslenskum krónum fátækari þegar hann kom þreyttur og drukkinn heim úr gleðskap og glæddi eld í arni sínum. 11.11.2004 00:01
Gonzales í stað Ashcroft George W. Bush Bandaríkjaforseti valdi einn helsta ráðgjafa sinn í stríðinu gegn hryðjuverkum til að taka við af embætti dómsmálaráðherra af John Ashcroft. Fyrir valinu varð Alberto Gonzales, samherji Bush frá því á ríkisstjóraárum forsetans frá Texas. 11.11.2004 00:01
600 uppreisnarmenn drepnir Bandarískar herflugvélar og stórskotalið gerðu árásir á suðurhluta borgarinnar Falluja í gær. Þar er talið að meginkjarni íraskra uppreisnarmanna haldi sig og reynir bandaríski herinn að þrengja að þeim. 11.11.2004 00:01
Norðmenn flýja Fílabeinsströndina Norsk og dönsk stjórnvöld hafa boðist til að hjálpa ríkisborgurum landanna sem eru á Fílabeinsströndinni að fara frá landinu. 11.11.2004 00:01
Tækifæri fyrir frið Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur í dag vottað palestínsku þjóðinni samúð sína vegna andláts Jassirs Arafats, sem lést í nótt. Íslensk stjórnvöld segja að fráfall Arafats geti boðað ný tækifæri fyrir frið. 11.11.2004 00:01
Abbas kjörinn leiðtogi PLO Mahmoud Abbas var í dag kjörinn leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO. Abbas þykir hófsamur og samningalipur en óttast er að hann nái ekki sömu lýðhylli og Arafat og muni ekki hafa stjórn á öfgahópum Palestínumanna. 11.11.2004 00:01
Tíu bandarískir hermenn fallnir Sprengjum hefur rignt yfir Fallujah í Írak í nótt en áhlaup Bandaríkjahers og írakskra hersveita á borgina stendur þar nú sem hæst. Ekki færri en tíu bandarískir hermenn hafa fallið í bardögunum. 10.11.2004 00:01
Uppstokkun í Hvíta húsinu Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn Bush Bandaríkjaforseta hafa sagt af sér. Það eru John Ashcroft dómsmálaráðherra og Donald Evans viðskiptaráðherra. Búist var við afsögn beggja en afsagnarbréf þeirra voru dagsett sama dag og Bush sigraði í forsetakosningunum vestra. 10.11.2004 00:01
Lofthelginni í kringum Haag lokað Lofthelgin í kringum borgina Haag í Hollandi hefur verið lokað. Þetta er gert í tengslum við aðgerð lögreglu sem stendur enn, en lögreglan er á hælum hóps hryðjuverkamanna. Þrír lögreglumenn slösuðust í sprengingu í Haag fyrr í morgun. 10.11.2004 00:01
Olíuverð niður í 47,37 dali Olíuverð náði sjö vikna lágmarki í gær, var 47,37 dalir þegar lokað var á olíumarkaði í New York í gærkvöldi. Ástæða lækkunarinnar er að vísbendingar hafa borist um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi náð jafnvægi. 10.11.2004 00:01
Ættingjum Allawis rænt Hópur íslamskra öfgamanna, sem kallar sig Ansar al-Jihad, greindi frá því í yfirlýsingu sem þeir birtu á Netinu fyrir stundu að þeir héldu þremur ættingjum Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, í gíslingu. Hópurinn hótar að drepa fólkið innan tveggja sólarhringa, verði árásum bandarískra og írakskra hersveita á Fallujah ekki hætt. 10.11.2004 00:01
Harður jarðskjálfti í Japan Harður jarðskjálfti varð í norðurhluta Japans í morgun og herma fregnir að einn maður hafi slasast. Jarðskjálftinn varð á svæði þar sem þúsundir manna hafa hafst við eftir öflugan jarðskjálfta sem varð um fjörutíu manns að bana í síðasta mánuði. Skjálftinn í morgun mældist 5,3 á Richter en nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 10.11.2004 00:01
Palestínumenn byrjaðir að syrgja Mikil ringlureið er meðal Palestínumanna sem vita vart hvort Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, er lífs eða liðinn. Egyptar ætla að halda jarðarför Arafats og almenningur í Palestínu syrgir hann þegar, og þó er fullyrt að hann sé enn á lífi og í dái í París. 10.11.2004 00:01
Undirbúningur að greftrun hafin Undirbúningur að útför og greftrun Arafats er þegar hafin. Heimildir innan heimastjórnar Palestínu sögðu í morgun að tilkynning um andlát Arafats kynni að verða send út í dag. Læknar staðfestu í gær að blætt hefði inn á heilann í honum og hann væri í djúpu dái. 10.11.2004 00:01