Fleiri fréttir

Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump

Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter.

Mikil spenna í Kasmír

Indverjar gerðu árásir gegn vígamönnum við landamæri Pakistan, sem hafa brugðist reiðir við.

Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna

Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga.

Amnesty saka stjórnvöld í Súdan um notkun efnavopna

Tugir barna eru sögð hafa látið lífið í Darfur héraði í Súdan á þessu ári af völdum efnavopna. Amnesty International fullyrða að yfirvöld í Súdan hafi notað efnavopn óspart í baráttu sinni við uppreisnarmenn í héraðinu og að frá áramótum hafi að minnsta kosti tvöhundruð manns farist af þeim völdum og þar á meðal fjöldi barna.

Mikið óveður í Ástralíu

Íbúar Suður-Ástralíu hafa nú í tvo daga tekist á við eitt mesta óveður þar í ríki í manna minnum, eða í hálfa öld hið minnsta. Um áttahundruðþúsund eldingum sló þar niður á einum sólarhring og var allt fylkið rafmagnslaust yfir heila nótt og varir það ástand víða enn.

Meint vændi í milljarðasvindli

Fyrrverandi starfsmenn breska bankans og tryggingafyrirtækisins HBOS, sem er í eigu Lloyds Banking Group, þáðu stórgjafir, lúxusferðir til útlanda og þjónustu dýrra fylgdarkvenna til að koma á tengslum sem auðvelduðu samverkamönnum þeirra að taka yfir mörg illa stæð fyrirtæki.

Hafna neitun Obama

Báðar deildir bandaríska þingsins höfnuðu í gær neitun Obama um að skrifa undir lög sem myndu gera fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna, sem gerðar voru þann 11. september 2011, kleift að kæra stjórnvöld í Sádi-Arabíu.

Shimon Peres er látinn

Ísraelski stjórnmálamaðurinn Shimon Peres, sem tvívegis var forsætisráðherra landsins og einu sinni forseti, er látinn, níutíu og þriggja ára að aldri. Peres fékk slag fyrir hálfum mánuði en ástand hans hafði batnað nokkuð síðustu daga.

Clinton hafði betur í átakalitlum kappræðum

Trump stærði sig af því að hafa grætt á efnahagshruninu og sagði það klókindamerki að hafa komið sér undan því að greiða skatta. Enn er óljóst hvort kappræðurnar muni hafa áhrif á fylgistölur.

Sjá næstu 50 fréttir