Fleiri fréttir Íbúum Suður-Kóreu fækkar í fyrsta sinn Íbúum Suður-Kóreu fækkaði í fyrra þar sem fleiri dóu en fæddust. Er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í landinu í manna minnum og yfirvöld segja bæi í fátækari héruðum Suður-Kóreu standa frammi fyrir útrýmingu. 4.1.2021 11:36 Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4.1.2021 11:03 Bond-stúlkan Tanya Roberts er látin Uppfært: Samkvæmt nýrri frétt á vef TMZ var Roberts ranglega sögð látin.Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts lést í gær, 65 ára aldri. Frá þessu er greint á vef TMZ. 4.1.2021 10:12 Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins. 4.1.2021 09:31 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4.1.2021 07:06 Hlé gert á leitinni í Ask Leitað var í alla nótt í rústum húsanna sem eyðilögðust í skriðuföllunum í norska bænum Ask á dögunum. Sjö hafa fundist látin eftir hamfarirnar og að minnsta kosti þriggja er enn saknað. 4.1.2021 06:45 Til skoðunar að helminga bóluefnaskammta Bandarísk stjórnvöld eru nú með það til skoðunar að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna við Covid-19, með það að markmiði að hraða bólusetningarferlinu vestanhafs. 3.1.2021 23:33 Breska afbrigðið komið til Grikklands Fjórir einstaklingar hafa greinst með hið svokallaða „breska afbrigði“ kórónuveirunnar í Grikklandi. Um er að ræða afbrigði sem talið er meira smitandi en flest önnur afbrigði veirunnar, og var uppgötvað í Bretlandi. 3.1.2021 21:46 Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3.1.2021 20:43 Heimila notkun á indversku bóluefni Lyfjaeftirlit Indlands hefur veitt neyðarleyfi fyrir notkun bóluefnisins Covaxin við Covid-19, sem þróað var og framleitt á Indlandi. 3.1.2021 18:45 Sjöunda manneskjan fundin látin í Ask Björgunarfólk í norska bænum Ask hefur nú fundið sjöundu manneskjuna látna á hamfarasvæðinu sem gríðarstórar skriður ollu á aðfaranótt miðvikudags. Þriggja er enn saknað. 3.1.2021 18:24 Gerry úr Gerry and the Pacemakers er látinn Tónlistarmaðurinn Gerry Marsden, sem gerði garðinn frægan með ensku hljómsveitinni Gerry and the Pacemakers, er látinn. Hann var 78 ára gamall. 3.1.2021 17:56 Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3.1.2021 17:26 Norðmenn herða reglur: Mest fimm megi koma saman og sala áfengis bönnuð Norsk stjórnvöld hafa boðað til blaðamannafundar nú í kvöld þar sem hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði kynntar. Norska blaðið VG greinir frá því að samkvæmt nýjum reglum muni að hámarki fimm koma saman í einkasamkvæmum auk þess sem reglur um sölu áfengis verði hertar. 3.1.2021 16:56 Fyrsti sjúklingurinn sem lagður er inn á sjúkrahús vegna Covid-19 Í fyrsta sinn frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur nú þurft að leggja Covid-smitaðan einstakling inn á sjúkrahús á Grænlandi. Landlæknir Grænlands segir ástand sjúklingsins ekki vera alvarlegt, heldur sé um að ræða varúðarráðstöfun vegna undirliggjandi sjúkdóms viðkomandi. 3.1.2021 14:23 Sjötti sem finnst látinn í Ask Björgunarlið í Ask í Noregi hafa nú fundið sex látna á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask eftir að leirskriður féllu í bænum á miðvikudaginn. Fjögurra er enn saknað. 3.1.2021 13:54 Larry King á sjúkrahúsi vegna Covid-19 Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King, hefur greinst með kórónuveiruna og hefur verið lagður in á sjúkrahús í Los Angeles. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum að hinn 87 ára King hafi verið lagður inn á Cedars-Sinai Medical Centre vegna einkenna Covid-19 fyrir rúmri viku. 3.1.2021 13:02 Pence ánægður með þingmenninna sem vilja ekki samþykkja niðurstöðurnar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ánægður með framtak ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður forsetakosninganna þar ytra nema fram fari óháð rannsókn á kosningunum í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna. 3.1.2021 10:27 Fimmta líkið fannst í nótt Alls hafa fimm lík fundist í rústunum eftir leirskriðuna í bænum Ask í Noregi. Fimmta líkið fannst seint í nótt. 3.1.2021 07:42 Skemmdarverk, svínshöfuð og gerviblóð á heimilum stjórnmálaleiðtoga Skemmdarverk voru unnin á heimilum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild þingsins, í dag. Þá var búið að skilja eftir svínshöfuð og gerviblóð fyrir utan heimili Pelosi. 2.1.2021 23:39 Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2.1.2021 22:25 Fjórða manneskjan fannst látin í Ask Björgunarfólk í norska bænum Ask hefur nú fundið fjórðu manneskjuna látna á hamfarasvæðinu sem gríðarstórar skriður ollu á aðfaranótt miðvikudags. Um er að ræða þriðju manneskjuna sem finnst látin í dag, en auk þeirra fannst karlmaður á fertugsaldri látinn í rústunum í gær. 2.1.2021 20:50 Forstjóri almannavarna Svíþjóðar taldi jólaferð til Kanaríeyja nauðsynlega Dan Eliasson, framkvæmdastjóri almannavarna í Svíþjóð, hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir ferð sína til Las Palmas um jólin. Sjálfur segir hann ferðina hafa verið nauðsynlega. 2.1.2021 20:18 Aftaka Lisu Montgomery sett aftur á dagskrá Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að aflétta tímabundinni frestun réttaráhrifa dauðadóms yfir hinni 52 ára Lisu Montgomery, einu konunni sem situr á dauðadeild í bandarísku alríkisangelsi. 2.1.2021 18:45 Þriðji fundinn látinn í Ask Einn fannst látinn til viðbótar skömmu eftir klukkan 16 að norskum tíma eftir leirskriðurnar í Ask í Noregi. 2.1.2021 17:14 Norsku konungshjónin heimsækja Ask á morgun Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning munu sækja bæinn Ask heim á morgun og ræða við fólk sem missti allt sitt í hamförunum. 2.1.2021 16:32 Sænskur rappari handtekinn vegna mannráns Lögregla í Svíþjóð handtók á gamlársdag sænska rapparann Yasin Abdullahi Mahamoud, betur þekktur sem Yasin, vegna gruns um að tengjast ráni á öðrum tónlistarmanni í Svíþjóð. 2.1.2021 15:35 Hvergi fleiri verið bólusettir en í Ísrael Hlutfallslega hafa hvergi verið eins margir bólusettir gegn covid-19 en í Ísrael þar sem um 12% þjóðarinnar hefur þegar fengið fyrsta skammt bóluefnis. Rúmlega milljón íbúar hafa þegar verið bólusettir eða sem jafngildir 11,55 íbúum af hverjum hundrað. Það er sem stendur hæsta hlutfall bólusettra íbúa á heimsvísu samkvæmt frétt BBC. 2.1.2021 14:16 Leitarhundar fundu einn látinn til viðbótar Leitarhundar hafa fundið lík einnar manneskju til viðbótar eftir leirskriðurnar í Ask í Noregi. Roy Alkvist, sem stjórnar leitinni fyrir hönd lögreglu, segir að svo stöddu ekki hægt að veita upplýsingar um aldur eða kyn hins látna. 2.1.2021 13:33 Bólusetti kærastann og fékk bónorð í leiðinni Robby Vargas-Cortes, sem starfar sem yfirmaður sjúkraflutninga, kom kærasta sínum, hjúkrunarfræðinginum Eric Vanderlee, heldur betur á óvart þegar hann mætti til hans til að fá bóluefni gegn covid-19. Vargas-Cortes mætti í bólusetningu á Þorláksmessu til Vanderlee, sem starfar sem hjúkrunarfræðingur í Canton í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. 2.1.2021 13:04 Nokkur hundruð lögreglumenn þurfti til að binda enda á partýið Vösk sveit nokkur hundruð lögreglumanna batt í dag enda á gríðarlega fjölmennt partý sem haldið var í yfirgefinni vöruskemmu í grennd við Rennes í Frakklandi. 2.1.2021 12:51 Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. 2.1.2021 11:56 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2.1.2021 10:37 Stækka leitarsvæðið og vonast enn til að finna fólk á lífi Björgunaraðilar í Noregi munu stækka leitarsvæðið í sárinu sem leirskriðan við bæinn Ask í Noregi skildi eftir sig í síðustu viku. 2.1.2021 08:58 Geta ekki stöðvað ólöglegt partý þar sem þúsundir hafa komið saman Lögreglunni í Frakklandi hefur reynst erfitt að stöðva fjölmennt en ólöglegt partý í grennd við borgina Rennes í Frakklandi, sem staðið hefur yfir frá því á fimmtudag. 2.1.2021 08:08 Segir skilið við flokkinn og gerist óháður þingmaður Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið. 2.1.2021 07:57 „Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn“ Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum hefur birt upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem skutu Dolal Idd, svartan mann á þrítugsaldri, til bana á miðvikudag. Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla í Minneapolis drepur mann frá því að George Floyd lést í maí. 1.1.2021 23:26 Íranir færa út kvíarnar í úranauðgun Íranir hyggjast hefja framleiðslu á 20 prósenta auðguðu úrani sem brýtur í bága við alþjóðlegan kjarnorkusamning sem undirritaður var af ríkinu árið 2015. 1.1.2021 22:20 BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. 1.1.2021 21:06 Bandaríkjaþing virðir neitun Trumps að vettugi Bandaríska þingið hefur ákveðið að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til varnarmála þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi beitt neitunarvaldi sínu og neitað að skrifa undir lögin. 1.1.2021 20:21 Birta nöfn allra sem saknað er í Ask Norska lögreglan birti í dag nöfn þeirra sem saknað er eftir að leirskriður féllu á bæinn Ask aðfaranótt miðvikudags. Á meðal þeirra sem saknað er eru tvö börn, tveggja og þrettán ára, auk mæðgina á sextugs- og þrítugsaldri. 1.1.2021 19:35 Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1.1.2021 15:21 Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1.1.2021 10:40 Sjá næstu 50 fréttir
Íbúum Suður-Kóreu fækkar í fyrsta sinn Íbúum Suður-Kóreu fækkaði í fyrra þar sem fleiri dóu en fæddust. Er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í landinu í manna minnum og yfirvöld segja bæi í fátækari héruðum Suður-Kóreu standa frammi fyrir útrýmingu. 4.1.2021 11:36
Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4.1.2021 11:03
Bond-stúlkan Tanya Roberts er látin Uppfært: Samkvæmt nýrri frétt á vef TMZ var Roberts ranglega sögð látin.Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts lést í gær, 65 ára aldri. Frá þessu er greint á vef TMZ. 4.1.2021 10:12
Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins. 4.1.2021 09:31
Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4.1.2021 07:06
Hlé gert á leitinni í Ask Leitað var í alla nótt í rústum húsanna sem eyðilögðust í skriðuföllunum í norska bænum Ask á dögunum. Sjö hafa fundist látin eftir hamfarirnar og að minnsta kosti þriggja er enn saknað. 4.1.2021 06:45
Til skoðunar að helminga bóluefnaskammta Bandarísk stjórnvöld eru nú með það til skoðunar að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna við Covid-19, með það að markmiði að hraða bólusetningarferlinu vestanhafs. 3.1.2021 23:33
Breska afbrigðið komið til Grikklands Fjórir einstaklingar hafa greinst með hið svokallaða „breska afbrigði“ kórónuveirunnar í Grikklandi. Um er að ræða afbrigði sem talið er meira smitandi en flest önnur afbrigði veirunnar, og var uppgötvað í Bretlandi. 3.1.2021 21:46
Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3.1.2021 20:43
Heimila notkun á indversku bóluefni Lyfjaeftirlit Indlands hefur veitt neyðarleyfi fyrir notkun bóluefnisins Covaxin við Covid-19, sem þróað var og framleitt á Indlandi. 3.1.2021 18:45
Sjöunda manneskjan fundin látin í Ask Björgunarfólk í norska bænum Ask hefur nú fundið sjöundu manneskjuna látna á hamfarasvæðinu sem gríðarstórar skriður ollu á aðfaranótt miðvikudags. Þriggja er enn saknað. 3.1.2021 18:24
Gerry úr Gerry and the Pacemakers er látinn Tónlistarmaðurinn Gerry Marsden, sem gerði garðinn frægan með ensku hljómsveitinni Gerry and the Pacemakers, er látinn. Hann var 78 ára gamall. 3.1.2021 17:56
Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3.1.2021 17:26
Norðmenn herða reglur: Mest fimm megi koma saman og sala áfengis bönnuð Norsk stjórnvöld hafa boðað til blaðamannafundar nú í kvöld þar sem hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði kynntar. Norska blaðið VG greinir frá því að samkvæmt nýjum reglum muni að hámarki fimm koma saman í einkasamkvæmum auk þess sem reglur um sölu áfengis verði hertar. 3.1.2021 16:56
Fyrsti sjúklingurinn sem lagður er inn á sjúkrahús vegna Covid-19 Í fyrsta sinn frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur nú þurft að leggja Covid-smitaðan einstakling inn á sjúkrahús á Grænlandi. Landlæknir Grænlands segir ástand sjúklingsins ekki vera alvarlegt, heldur sé um að ræða varúðarráðstöfun vegna undirliggjandi sjúkdóms viðkomandi. 3.1.2021 14:23
Sjötti sem finnst látinn í Ask Björgunarlið í Ask í Noregi hafa nú fundið sex látna á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask eftir að leirskriður féllu í bænum á miðvikudaginn. Fjögurra er enn saknað. 3.1.2021 13:54
Larry King á sjúkrahúsi vegna Covid-19 Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King, hefur greinst með kórónuveiruna og hefur verið lagður in á sjúkrahús í Los Angeles. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum að hinn 87 ára King hafi verið lagður inn á Cedars-Sinai Medical Centre vegna einkenna Covid-19 fyrir rúmri viku. 3.1.2021 13:02
Pence ánægður með þingmenninna sem vilja ekki samþykkja niðurstöðurnar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ánægður með framtak ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður forsetakosninganna þar ytra nema fram fari óháð rannsókn á kosningunum í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna. 3.1.2021 10:27
Fimmta líkið fannst í nótt Alls hafa fimm lík fundist í rústunum eftir leirskriðuna í bænum Ask í Noregi. Fimmta líkið fannst seint í nótt. 3.1.2021 07:42
Skemmdarverk, svínshöfuð og gerviblóð á heimilum stjórnmálaleiðtoga Skemmdarverk voru unnin á heimilum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild þingsins, í dag. Þá var búið að skilja eftir svínshöfuð og gerviblóð fyrir utan heimili Pelosi. 2.1.2021 23:39
Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2.1.2021 22:25
Fjórða manneskjan fannst látin í Ask Björgunarfólk í norska bænum Ask hefur nú fundið fjórðu manneskjuna látna á hamfarasvæðinu sem gríðarstórar skriður ollu á aðfaranótt miðvikudags. Um er að ræða þriðju manneskjuna sem finnst látin í dag, en auk þeirra fannst karlmaður á fertugsaldri látinn í rústunum í gær. 2.1.2021 20:50
Forstjóri almannavarna Svíþjóðar taldi jólaferð til Kanaríeyja nauðsynlega Dan Eliasson, framkvæmdastjóri almannavarna í Svíþjóð, hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir ferð sína til Las Palmas um jólin. Sjálfur segir hann ferðina hafa verið nauðsynlega. 2.1.2021 20:18
Aftaka Lisu Montgomery sett aftur á dagskrá Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að aflétta tímabundinni frestun réttaráhrifa dauðadóms yfir hinni 52 ára Lisu Montgomery, einu konunni sem situr á dauðadeild í bandarísku alríkisangelsi. 2.1.2021 18:45
Þriðji fundinn látinn í Ask Einn fannst látinn til viðbótar skömmu eftir klukkan 16 að norskum tíma eftir leirskriðurnar í Ask í Noregi. 2.1.2021 17:14
Norsku konungshjónin heimsækja Ask á morgun Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning munu sækja bæinn Ask heim á morgun og ræða við fólk sem missti allt sitt í hamförunum. 2.1.2021 16:32
Sænskur rappari handtekinn vegna mannráns Lögregla í Svíþjóð handtók á gamlársdag sænska rapparann Yasin Abdullahi Mahamoud, betur þekktur sem Yasin, vegna gruns um að tengjast ráni á öðrum tónlistarmanni í Svíþjóð. 2.1.2021 15:35
Hvergi fleiri verið bólusettir en í Ísrael Hlutfallslega hafa hvergi verið eins margir bólusettir gegn covid-19 en í Ísrael þar sem um 12% þjóðarinnar hefur þegar fengið fyrsta skammt bóluefnis. Rúmlega milljón íbúar hafa þegar verið bólusettir eða sem jafngildir 11,55 íbúum af hverjum hundrað. Það er sem stendur hæsta hlutfall bólusettra íbúa á heimsvísu samkvæmt frétt BBC. 2.1.2021 14:16
Leitarhundar fundu einn látinn til viðbótar Leitarhundar hafa fundið lík einnar manneskju til viðbótar eftir leirskriðurnar í Ask í Noregi. Roy Alkvist, sem stjórnar leitinni fyrir hönd lögreglu, segir að svo stöddu ekki hægt að veita upplýsingar um aldur eða kyn hins látna. 2.1.2021 13:33
Bólusetti kærastann og fékk bónorð í leiðinni Robby Vargas-Cortes, sem starfar sem yfirmaður sjúkraflutninga, kom kærasta sínum, hjúkrunarfræðinginum Eric Vanderlee, heldur betur á óvart þegar hann mætti til hans til að fá bóluefni gegn covid-19. Vargas-Cortes mætti í bólusetningu á Þorláksmessu til Vanderlee, sem starfar sem hjúkrunarfræðingur í Canton í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. 2.1.2021 13:04
Nokkur hundruð lögreglumenn þurfti til að binda enda á partýið Vösk sveit nokkur hundruð lögreglumanna batt í dag enda á gríðarlega fjölmennt partý sem haldið var í yfirgefinni vöruskemmu í grennd við Rennes í Frakklandi. 2.1.2021 12:51
Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. 2.1.2021 11:56
Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2.1.2021 10:37
Stækka leitarsvæðið og vonast enn til að finna fólk á lífi Björgunaraðilar í Noregi munu stækka leitarsvæðið í sárinu sem leirskriðan við bæinn Ask í Noregi skildi eftir sig í síðustu viku. 2.1.2021 08:58
Geta ekki stöðvað ólöglegt partý þar sem þúsundir hafa komið saman Lögreglunni í Frakklandi hefur reynst erfitt að stöðva fjölmennt en ólöglegt partý í grennd við borgina Rennes í Frakklandi, sem staðið hefur yfir frá því á fimmtudag. 2.1.2021 08:08
Segir skilið við flokkinn og gerist óháður þingmaður Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið. 2.1.2021 07:57
„Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn“ Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum hefur birt upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem skutu Dolal Idd, svartan mann á þrítugsaldri, til bana á miðvikudag. Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla í Minneapolis drepur mann frá því að George Floyd lést í maí. 1.1.2021 23:26
Íranir færa út kvíarnar í úranauðgun Íranir hyggjast hefja framleiðslu á 20 prósenta auðguðu úrani sem brýtur í bága við alþjóðlegan kjarnorkusamning sem undirritaður var af ríkinu árið 2015. 1.1.2021 22:20
BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. 1.1.2021 21:06
Bandaríkjaþing virðir neitun Trumps að vettugi Bandaríska þingið hefur ákveðið að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til varnarmála þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi beitt neitunarvaldi sínu og neitað að skrifa undir lögin. 1.1.2021 20:21
Birta nöfn allra sem saknað er í Ask Norska lögreglan birti í dag nöfn þeirra sem saknað er eftir að leirskriður féllu á bæinn Ask aðfaranótt miðvikudags. Á meðal þeirra sem saknað er eru tvö börn, tveggja og þrettán ára, auk mæðgina á sextugs- og þrítugsaldri. 1.1.2021 19:35
Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1.1.2021 15:21
Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1.1.2021 10:40