Segir skilið við flokkinn og gerist óháður þingmaður Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2021 07:57 Lars Løkke Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og svo aftur frá 2015 til 2019. Getty Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið. „Með vilja og kjark til að mæta hinum nýja heimi sem við stöndum frammi fyrir, en að sjálfsögðu með nokkrum trega, hef ég ákveðið nú þegar nýtt ár gengur í garð að frelsa sjálfan mig og yfirgefa Venstre eftir fjörutíu ára flokksaðild,“ segir Rasmussen á Facebook. Í færslunni segir að hann muni halda sæti sínu á þingi og verður því óháður þingmaður. Mikil innanflokksátök hafa staðið í Venstre síðustu vikurnar þar sem Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, lét af varaþingmennsku í flokknum skömmu fyrir áramót. Þetta gerði hún eftir að formaðurinn Jakob Elleman-Jensen lýsti því yfir að hann styðji að Landsdómur í Danmörku taki mál Støjberg til umfjöllunar, en hún er sökuð um að hafa gefið út ólögleg fyrirmæli í ráðherratíð sinni þegar hún fyrirskipaði að giftir hælisleitendur yngri en átján ára skyldu aðskildir. Sagði Elleman-Jensen að hann og Støjberg gætu ekki lengur unnið saman og að hún hefði ítrekað gengið og talað gegn línu formannsins. Rasmussen minnist þó ekki sérstaklega á innanflökksátökin í færslu sinni í gærkvöldi. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og svo aftur frá 2015 til 2019. Med lyst og mod til at møde den ny verden, der står foran os, men naturligvis også iblandet vemod, har jeg her til nytår...Posted by Lars Løkke Rasmussen on Friday, 1 January 2021 Danmörk Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
„Með vilja og kjark til að mæta hinum nýja heimi sem við stöndum frammi fyrir, en að sjálfsögðu með nokkrum trega, hef ég ákveðið nú þegar nýtt ár gengur í garð að frelsa sjálfan mig og yfirgefa Venstre eftir fjörutíu ára flokksaðild,“ segir Rasmussen á Facebook. Í færslunni segir að hann muni halda sæti sínu á þingi og verður því óháður þingmaður. Mikil innanflokksátök hafa staðið í Venstre síðustu vikurnar þar sem Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, lét af varaþingmennsku í flokknum skömmu fyrir áramót. Þetta gerði hún eftir að formaðurinn Jakob Elleman-Jensen lýsti því yfir að hann styðji að Landsdómur í Danmörku taki mál Støjberg til umfjöllunar, en hún er sökuð um að hafa gefið út ólögleg fyrirmæli í ráðherratíð sinni þegar hún fyrirskipaði að giftir hælisleitendur yngri en átján ára skyldu aðskildir. Sagði Elleman-Jensen að hann og Støjberg gætu ekki lengur unnið saman og að hún hefði ítrekað gengið og talað gegn línu formannsins. Rasmussen minnist þó ekki sérstaklega á innanflökksátökin í færslu sinni í gærkvöldi. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og svo aftur frá 2015 til 2019. Med lyst og mod til at møde den ny verden, der står foran os, men naturligvis også iblandet vemod, har jeg her til nytår...Posted by Lars Løkke Rasmussen on Friday, 1 January 2021
Danmörk Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira