Fleiri fréttir Einn dó og átta særðust í eldflaugaárás á herstöð Bandaríkjamanna Einn lét lífið og minnst átta eru særðir eftir að eldflaugum var skotið að herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, í gærkvöldi. Sá sem dó var verktaki og einn bandarískur hermaður er meðal hinna særðu en hann fékk heilahristing. 16.2.2021 13:15 Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16.2.2021 12:08 Fjörutíu látnir eftir rútuslys á Indlandi Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir eftir að rúta fór af veginum á brú og hafnaði í Sharda-skipaskurðinum í Sidhi á Indlandi. Björgunaraðilum tókst að bjarga sex manns úr rútunni. 16.2.2021 11:42 Umdeilt frumvarp um öfgar líklegast samþykkt í franska þinginu í dag Þingmenn neðri deildar Frakklandsþings munu í dag greiða atkvæði um umdeilt lagafrumvarp. Ráðmenn segja frumvarpinu ætlað að draga úr öfgum og verja franska lýðveldið og gildi þess en gagnrýnendur segja frumvarpið brjóta gegn trúfrelsi og koma niður á múslimum í Frakklandi. 16.2.2021 11:38 Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt. 16.2.2021 11:00 Eldflaug SpaceX brotlenti í Atlantshafinu Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX sendu 60 Starlink gervihnetti á braut um jörðu frá Flórída í nótt. Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins brotlenti þó í Atlantshafinu við lendingu en eldflaugin átti að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You. 16.2.2021 09:40 Gagnrýnir Ástrali fyrir að svipta grunaðan ISIS-liða ríkisborgararétti Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur gagnrýnt áströlsk stjórnvöld harðlega fyrir að hafa einhliða svipt konu, sem handtekin var í Tyrklandi vegna gruns um tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, ríkisborgararétti. 16.2.2021 08:15 Rúmlega sextíu látnir eftir að skip sökk í Kongó-fljóti Að minnsta kosti sextíu eru látnir og hundruða er saknað eftir að skip sökk í Kongó-fljóti í Lýðveldinu Kongó. 16.2.2021 07:56 Mikill viðbúnaður víða um Bandaríkin vegna kulda og snjókomu Mikill viðbúnaður er nú í flestum ríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu sem gengið hefur yfir stóran hluta landsins og ekki síst í ríkjum sem alla jafna sjá ekki mikinn snjó. 16.2.2021 07:22 Vara herforingjastjórnina við því að berja niður friðsöm mótmæli með ofbeldi Sameinuðu þjóðirnar vara herforingjastjórnina í Mjanmar við afleiðingum þess að berja niður friðsöm mótmæli í landinu með ofbeldi. 16.2.2021 06:51 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15.2.2021 23:35 Læsti sig inni í háskóla til að forðast fangelsisvist Spænski rapparinn Pablo Hasel hefur lokað sig af í háskóla í bænum Lleida í Katalóníu til að komast hjá fangelsisvist sem hann var dæmdur til fyrir Twitter-færslur og texta í lögum sínum. 15.2.2021 21:26 Larry fagnar tíu ára starfsafmæli Kötturinn Larry, músaveiðari breska forsætisráðuneytisins, fagnar tíu ára starfsafmæli í dag. 15.2.2021 19:31 Suu Kyi lengur í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Aung San Suu Kyi, kjörnum leiðtoga Mjanmar, var framlengdur í dag. Herinn hótar mótmælendum tuttugu ára fangelsisdómum. 15.2.2021 19:00 Hóta því að fangelsa mótmælendur í tuttugu ár Her Mjanmar hefur varað mótmælendur í landinu við því að þeir gætu verið dæmdir til tuttugu ára fangelsisvistar. Sömuleiðis gætu mótmælendur þurft að greiða háar sektir fyrir mótmæli gegn valdaráni hersins. 15.2.2021 16:56 Pútín hefur áhuga á stafrænu fundarboði Musks Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur áhuga á því að ræða við auðjöfurinn Elon Musk, eftir að sá síðarnefndi bauð forsetanum í netspjall. Þetta sagði talsmaður Pútíns í dag en sagði að forsetinn þyrfti frekari upplýsingar. 15.2.2021 15:51 Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15.2.2021 14:59 Bóluefnið frá Pfizer fækkar einkennavaldandi smitum um 94 prósent Ef marka má rannsóknir ísrelskra heilbrigðisyfirvalda fækkar bóluefnið frá Pfizer einkennavaldandi smitum af völdum Covid-19 um 94 prósent. Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum um 1,2 milljónir einstaklinga en helmingurinn var bólusettur. 15.2.2021 12:34 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15.2.2021 11:05 Hvetja til skimana vegna lungnakrabba: Sneiðmyndtaka greinir 70 prósent meina á frumstigum Viðamikil rannsókn á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar hefur leitt í ljós að með því að skima fyrir lungnakrabbameinum með tölvusneiðmyndatöku má finna 70 prósent meina áður en þau verða ólæknandi. 15.2.2021 10:49 Beita skriðdrekum og byssukúlum í von um að bæla niður mótmælin Skriðdrekar hafa sést á götum nokkurra borga í Mjanmar í dag þar sem her landsins freistar þess að bæla niður mótmælaöldu sem brotist hefur út í landinu eftir að herinn hrifsaði til sín völdin í byrjun þessa mánaðar. Lokað hefur verið fyrir internetið nær alfarið í allt kvöld en það er ekki í fyrsta sinn sem það hefur verið gert eftir að mótmælin brutust út. 14.2.2021 23:58 Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14.2.2021 19:17 Gríðarleg eyðilegging og yfir hundrað slasast vegna skjálftans Á annað hundrað eru slösuð eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,3 reið yfir Japan. Skjálftinn átti upptök sín skammt undan austurströnd landsins og reið yfir klukkan 23 að staðartíma í gær eða um klukkan 14 síðdegis í gær. 14.2.2021 14:07 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14.2.2021 13:29 Fyrstu dauðsföllin vegna ebólu í Gíneu frá 2016 Minnst þrír hafa látist vegna ebólusýkingar í Gíneu og fimm aðrir hafa greinst smitaðir af veirunni. Fólkið fór að sýna einkenni, uppköst, niðurgang og blæðingar, eftir að hafa verið viðstatt jarðarför. 14.2.2021 12:25 Einn stærsti dagur mótmælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um handtökur Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust. 14.2.2021 10:32 Hættir eftir hótanir í garð blaðakonu TJ Ducklo, einn aðstoðarfjölmiðlafulltrúa Joes Biden Bandaríkjaforseta, hefur sagt upp störfum. 14.2.2021 08:58 Þrjú smituð og öllu skellt í lás Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað þriggja daga útgöngubann og harðar sóttvarnaaðgerðir í Auckland, stærstu borg landsins, eftir að þrír einstaklingar greindust þar með kórónuveiruna. 14.2.2021 08:35 Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13.2.2021 23:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13.2.2021 22:39 Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13.2.2021 21:57 Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13.2.2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13.2.2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13.2.2021 16:51 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13.2.2021 15:46 Stór skjálfti undan strönd Japans Skjálfti sem mældist 7,1 að stærð reið yfir austur af Japan um klukkan 14 í dag, eða klukkan rúmlega 23 að staðartíma. 13.2.2021 15:28 Vilja veita yfirmanni útlendingamála heimild til að banna fólki að fara Samtök málflutningsmanna í Hong Kong hafa gagnrýnt tillögu stjórnvalda um að veita yfirmanni útlendingamála vald til að koma í veg fyrir að einstaklingar yfirgefi borgina. Ákvörðunarvald hans myndi bæði eiga við um íbúa og ferðalanga. 13.2.2021 14:31 Þorpsbúar telja líklegt að Sadpara hafi freistað þess að bjarga félögum sínum Íbúar í þorpinu hans Ali Sadpara, sem nú er leitað á K2 ásamt John Snorra Sigurjónssyni og Juan Pablo Mohr, telja líklegast að annar félaga hans hafi slasast og Sadpara freistað þess að bjarga hópnum í stað þess að halda áfram niður fjallið. 13.2.2021 13:23 109 starfsmenn greinst í hópsmiti á skíðasvæði Hópsmit er komið upp á skíðasvæði í Colorado í Bandaríkjunum en að minnsta kosti 109 starfsmenn hafa greinst með Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld segja ekki um að ræða smit vegna samskipta við kúnna, heldur samgang utan vinnu og hópbúsetu. 13.2.2021 12:17 Segja það markmið forsetans að loka Guantanamo Joe Biden Bandaríkforseti hefur falið ráðgjöfum sínum að ráðast í formlega endurskoðun á starfsháttum Guantanamo-herfangelsisins sem rekið er af Bandaríkjaher á Kúbu, með það að markmiði að fangelsinu verði lokað áður en Biden lætur af embætti. 13.2.2021 12:03 Banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum Öldungadeild Mississippi samþykkti á fimmtudag að banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum í framhalds- og háskólum. Bannið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn níu. 13.2.2021 11:46 Hefja rannsókn á áhrifum bóluefnisins frá AstraZeneca á börn Til stendur að prófa áhrif bóluefnins frá AstraZeneca á börnum í nýrri rannsókn. Þátttakendur verða 300 talsins, á aldrinum sex til sautján ára. Bólusetningar hefjast í þessum mánuði. 13.2.2021 10:39 Fjögurra metra langur krókódíll drepinn eftir að veiðimaður hverfur Yfirvöld í Queensland í Ástralíu hafa fangað og drepið fjögurra metra langan krókódíl sem er grunaður um að hafa orðið veiðimanni að bana. Mannsins hafði verið leitað síðan á fimmtudag, eftir að hann skilaði sér ekki heim. 13.2.2021 09:59 „Super Mario“ verður forsætisráðherra og Luigi áfram utanríkisráðherra Mario Draghi hefur þekkst boð um að taka að sér embætti forsætisráðherra Ítalíu og mun formlega taka við embættinu síðar í dag. 13.2.2021 08:50 Átta ungmenni höfða mál gegn stærstu súkkulaðiframleiðendum heims Átta ungmenni sem segjast vera fórnarlömb barnaþrælkunar á kakóplantekru á Fílabeinsströndinni hafa höfðað mál á hendur nokkrum af stærstu súkkulaðiframleiðendum heims. 13.2.2021 08:41 Sjá næstu 50 fréttir
Einn dó og átta særðust í eldflaugaárás á herstöð Bandaríkjamanna Einn lét lífið og minnst átta eru særðir eftir að eldflaugum var skotið að herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, í gærkvöldi. Sá sem dó var verktaki og einn bandarískur hermaður er meðal hinna særðu en hann fékk heilahristing. 16.2.2021 13:15
Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16.2.2021 12:08
Fjörutíu látnir eftir rútuslys á Indlandi Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir eftir að rúta fór af veginum á brú og hafnaði í Sharda-skipaskurðinum í Sidhi á Indlandi. Björgunaraðilum tókst að bjarga sex manns úr rútunni. 16.2.2021 11:42
Umdeilt frumvarp um öfgar líklegast samþykkt í franska þinginu í dag Þingmenn neðri deildar Frakklandsþings munu í dag greiða atkvæði um umdeilt lagafrumvarp. Ráðmenn segja frumvarpinu ætlað að draga úr öfgum og verja franska lýðveldið og gildi þess en gagnrýnendur segja frumvarpið brjóta gegn trúfrelsi og koma niður á múslimum í Frakklandi. 16.2.2021 11:38
Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt. 16.2.2021 11:00
Eldflaug SpaceX brotlenti í Atlantshafinu Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX sendu 60 Starlink gervihnetti á braut um jörðu frá Flórída í nótt. Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins brotlenti þó í Atlantshafinu við lendingu en eldflaugin átti að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You. 16.2.2021 09:40
Gagnrýnir Ástrali fyrir að svipta grunaðan ISIS-liða ríkisborgararétti Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur gagnrýnt áströlsk stjórnvöld harðlega fyrir að hafa einhliða svipt konu, sem handtekin var í Tyrklandi vegna gruns um tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, ríkisborgararétti. 16.2.2021 08:15
Rúmlega sextíu látnir eftir að skip sökk í Kongó-fljóti Að minnsta kosti sextíu eru látnir og hundruða er saknað eftir að skip sökk í Kongó-fljóti í Lýðveldinu Kongó. 16.2.2021 07:56
Mikill viðbúnaður víða um Bandaríkin vegna kulda og snjókomu Mikill viðbúnaður er nú í flestum ríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu sem gengið hefur yfir stóran hluta landsins og ekki síst í ríkjum sem alla jafna sjá ekki mikinn snjó. 16.2.2021 07:22
Vara herforingjastjórnina við því að berja niður friðsöm mótmæli með ofbeldi Sameinuðu þjóðirnar vara herforingjastjórnina í Mjanmar við afleiðingum þess að berja niður friðsöm mótmæli í landinu með ofbeldi. 16.2.2021 06:51
Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15.2.2021 23:35
Læsti sig inni í háskóla til að forðast fangelsisvist Spænski rapparinn Pablo Hasel hefur lokað sig af í háskóla í bænum Lleida í Katalóníu til að komast hjá fangelsisvist sem hann var dæmdur til fyrir Twitter-færslur og texta í lögum sínum. 15.2.2021 21:26
Larry fagnar tíu ára starfsafmæli Kötturinn Larry, músaveiðari breska forsætisráðuneytisins, fagnar tíu ára starfsafmæli í dag. 15.2.2021 19:31
Suu Kyi lengur í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Aung San Suu Kyi, kjörnum leiðtoga Mjanmar, var framlengdur í dag. Herinn hótar mótmælendum tuttugu ára fangelsisdómum. 15.2.2021 19:00
Hóta því að fangelsa mótmælendur í tuttugu ár Her Mjanmar hefur varað mótmælendur í landinu við því að þeir gætu verið dæmdir til tuttugu ára fangelsisvistar. Sömuleiðis gætu mótmælendur þurft að greiða háar sektir fyrir mótmæli gegn valdaráni hersins. 15.2.2021 16:56
Pútín hefur áhuga á stafrænu fundarboði Musks Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur áhuga á því að ræða við auðjöfurinn Elon Musk, eftir að sá síðarnefndi bauð forsetanum í netspjall. Þetta sagði talsmaður Pútíns í dag en sagði að forsetinn þyrfti frekari upplýsingar. 15.2.2021 15:51
Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15.2.2021 14:59
Bóluefnið frá Pfizer fækkar einkennavaldandi smitum um 94 prósent Ef marka má rannsóknir ísrelskra heilbrigðisyfirvalda fækkar bóluefnið frá Pfizer einkennavaldandi smitum af völdum Covid-19 um 94 prósent. Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum um 1,2 milljónir einstaklinga en helmingurinn var bólusettur. 15.2.2021 12:34
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15.2.2021 11:05
Hvetja til skimana vegna lungnakrabba: Sneiðmyndtaka greinir 70 prósent meina á frumstigum Viðamikil rannsókn á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar hefur leitt í ljós að með því að skima fyrir lungnakrabbameinum með tölvusneiðmyndatöku má finna 70 prósent meina áður en þau verða ólæknandi. 15.2.2021 10:49
Beita skriðdrekum og byssukúlum í von um að bæla niður mótmælin Skriðdrekar hafa sést á götum nokkurra borga í Mjanmar í dag þar sem her landsins freistar þess að bæla niður mótmælaöldu sem brotist hefur út í landinu eftir að herinn hrifsaði til sín völdin í byrjun þessa mánaðar. Lokað hefur verið fyrir internetið nær alfarið í allt kvöld en það er ekki í fyrsta sinn sem það hefur verið gert eftir að mótmælin brutust út. 14.2.2021 23:58
Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14.2.2021 19:17
Gríðarleg eyðilegging og yfir hundrað slasast vegna skjálftans Á annað hundrað eru slösuð eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,3 reið yfir Japan. Skjálftinn átti upptök sín skammt undan austurströnd landsins og reið yfir klukkan 23 að staðartíma í gær eða um klukkan 14 síðdegis í gær. 14.2.2021 14:07
Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14.2.2021 13:29
Fyrstu dauðsföllin vegna ebólu í Gíneu frá 2016 Minnst þrír hafa látist vegna ebólusýkingar í Gíneu og fimm aðrir hafa greinst smitaðir af veirunni. Fólkið fór að sýna einkenni, uppköst, niðurgang og blæðingar, eftir að hafa verið viðstatt jarðarför. 14.2.2021 12:25
Einn stærsti dagur mótmælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um handtökur Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust. 14.2.2021 10:32
Hættir eftir hótanir í garð blaðakonu TJ Ducklo, einn aðstoðarfjölmiðlafulltrúa Joes Biden Bandaríkjaforseta, hefur sagt upp störfum. 14.2.2021 08:58
Þrjú smituð og öllu skellt í lás Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað þriggja daga útgöngubann og harðar sóttvarnaaðgerðir í Auckland, stærstu borg landsins, eftir að þrír einstaklingar greindust þar með kórónuveiruna. 14.2.2021 08:35
Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13.2.2021 23:29
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13.2.2021 22:39
Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13.2.2021 21:57
Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13.2.2021 21:10
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13.2.2021 18:33
Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13.2.2021 16:51
Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13.2.2021 15:46
Stór skjálfti undan strönd Japans Skjálfti sem mældist 7,1 að stærð reið yfir austur af Japan um klukkan 14 í dag, eða klukkan rúmlega 23 að staðartíma. 13.2.2021 15:28
Vilja veita yfirmanni útlendingamála heimild til að banna fólki að fara Samtök málflutningsmanna í Hong Kong hafa gagnrýnt tillögu stjórnvalda um að veita yfirmanni útlendingamála vald til að koma í veg fyrir að einstaklingar yfirgefi borgina. Ákvörðunarvald hans myndi bæði eiga við um íbúa og ferðalanga. 13.2.2021 14:31
Þorpsbúar telja líklegt að Sadpara hafi freistað þess að bjarga félögum sínum Íbúar í þorpinu hans Ali Sadpara, sem nú er leitað á K2 ásamt John Snorra Sigurjónssyni og Juan Pablo Mohr, telja líklegast að annar félaga hans hafi slasast og Sadpara freistað þess að bjarga hópnum í stað þess að halda áfram niður fjallið. 13.2.2021 13:23
109 starfsmenn greinst í hópsmiti á skíðasvæði Hópsmit er komið upp á skíðasvæði í Colorado í Bandaríkjunum en að minnsta kosti 109 starfsmenn hafa greinst með Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld segja ekki um að ræða smit vegna samskipta við kúnna, heldur samgang utan vinnu og hópbúsetu. 13.2.2021 12:17
Segja það markmið forsetans að loka Guantanamo Joe Biden Bandaríkforseti hefur falið ráðgjöfum sínum að ráðast í formlega endurskoðun á starfsháttum Guantanamo-herfangelsisins sem rekið er af Bandaríkjaher á Kúbu, með það að markmiði að fangelsinu verði lokað áður en Biden lætur af embætti. 13.2.2021 12:03
Banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum Öldungadeild Mississippi samþykkti á fimmtudag að banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum í framhalds- og háskólum. Bannið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn níu. 13.2.2021 11:46
Hefja rannsókn á áhrifum bóluefnisins frá AstraZeneca á börn Til stendur að prófa áhrif bóluefnins frá AstraZeneca á börnum í nýrri rannsókn. Þátttakendur verða 300 talsins, á aldrinum sex til sautján ára. Bólusetningar hefjast í þessum mánuði. 13.2.2021 10:39
Fjögurra metra langur krókódíll drepinn eftir að veiðimaður hverfur Yfirvöld í Queensland í Ástralíu hafa fangað og drepið fjögurra metra langan krókódíl sem er grunaður um að hafa orðið veiðimanni að bana. Mannsins hafði verið leitað síðan á fimmtudag, eftir að hann skilaði sér ekki heim. 13.2.2021 09:59
„Super Mario“ verður forsætisráðherra og Luigi áfram utanríkisráðherra Mario Draghi hefur þekkst boð um að taka að sér embætti forsætisráðherra Ítalíu og mun formlega taka við embættinu síðar í dag. 13.2.2021 08:50
Átta ungmenni höfða mál gegn stærstu súkkulaðiframleiðendum heims Átta ungmenni sem segjast vera fórnarlömb barnaþrælkunar á kakóplantekru á Fílabeinsströndinni hafa höfðað mál á hendur nokkrum af stærstu súkkulaðiframleiðendum heims. 13.2.2021 08:41