Fleiri fréttir

Fótbrotnaði illa við að safna jólatrjám fyrir bæjarfélagið sitt

Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, mun trúlega ekki spila meira í vetur en hann fótbrotnaði þegar hann rann í hálku við að safna jólatrjám fyrir Mosfellsbæ, sem er árleg fjáröflun handboltadeildarinnar. Hann heyrði löppina brotna þegar hann lenti. Fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel.

Annar sigur Lakers í röð

Eftir níu tapleiki í röð hefur LA Lakers náð að vinna síðustu tvo leiki sína í NBA-deildinni.

Iwobi sektaður fyrir partýstand

Alex Iwobi á von á að verða sektaður af Arsenal ef Arsene Wenger fær sönnun fyrir því að hann hafi verið í partýi tæpum tveimur sólarhringum fyrir bikarleik Arsenal gegn Nottingham Forest.

Dómari rekur sjálfan sig af vellinum

NFL-dómarinn Jeff Triplette hefur ákveðið að reka sjálfan sig af velli og upp í hægindastólinn eftir hörmulega frammistöðu í leik um síðustu helgi.

Þrenna Vietto sá um Las Palmas

Luciano Vietto skoraði þrennu og tryggði Valencia sæti í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld.

FA tekur upp Rooney regluna

Enska knattspyrnusambandið hefur tekið skref í jafnréttisbaráttunni með því að tileinka sér hina svokölluðu Rooney reglu að fordæmi bandarísku NFL deildarinnar.

Teitur Örn á leið til Kristianstad

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson hefur gengið frá samningum við sænska liðið Kristianstad. Félagið greindi frá þessu í dag.

Stjarnan ræður tvo nýja aðstoðarþjálfara

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk tvo nýja aðstoðarmenn í dag er þeir Jón Þór Hauksson og Veigar Páll Gunnarsson sömdu við félagið til tveggja ára.

Janúarhreingerning hjá Everton

Stóri Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar að taka til í leikmannahópi liðsins í þessum mánuði og líklegt að nokkrir leikmenn yfirgefi herbúðir liðsins.

Norður-Kórea sendir lið á vetrarólympíuleikana

Fyrstu friðarviðræður Norður og Suður-Kóreu í um tvö ár hafa skilað því að Norður-Kórea hefur ákveðið að senda lið á vetrarólympíuleikana sem verða haldnir í Suður-Kóreu í næsta mánuði.

Bolt æfir með Dortmund

Spretthlauparinn Usain Bolt mun fara á reynslu til þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund.

Sjá næstu 50 fréttir