Fleiri fréttir

Zlatan gæti haft áhuga á Englandi

Zlatan Ibrahimovic er enn orðaður við sölu til Englands þrátt fyrir tilraunir Barcelona að segja að hann verði ekki seldur. David Villa var keyptur í síðustu viku og hvernig þeir báðir eiga að vera í byrjunarliðinu er mörgum umhugsunarefni.

West Ham vill David Beckham lánaðan

Annar eigenda West Ham segist vilja fá David Beckham til félagsins að láni. Hann spurðist einnig fyrir um Joe Cole en hann hefur ekki áhuga á West Ham.

Sir Alex finnur sjálfur eftirmann sinn

Sir Alex Ferguson mun hjálpa til við að finna eftirmann sinn hjá Manchester United. Þetta segir stjórnarformaður félagsins, David Gill.

Gunnleifur: Tók vel á því í upphituninni

„Er ég ekki örugglega maður leiksins?" sagði markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hress og kátur eftir 4-0 sigurinn gegn Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í dag.

Umfjöllun: Þolinmæðissigur á leiðinlegasta liði Evrópu

Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan.

1. deild: Fyrsti sigur Gróttu

Grótta vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Gróttan vann þá öruggan og góðan 4-1 sigur á Fjarðabyggð fyrir austan.

Real greiddi Inter 8 milljónir Evra fyrir Mourinho

Jose Mourinho er tekinn við Real Madrid eins og allir vita. Það tók sinn tíma að staðfesta það þar sem Real og Inter deildu um hversu mikið spænska félagið þyrfti að borga því ítalska.

Öruggur 4-0 sigur Íslands

Ísland vann Andorra 4-0 í æfingaleik sem var að ljúka á Laugardalsvelli. Heiðar Helguson skoraði tvö mörk og Veigar Páll Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson sitt markið hvor.

Gylfi og Birkir í byrjunarliði Íslands

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Andorra í dag. Bæði Gylfi Sigurðsson og Birkir Bjarnason byrja leikinn.

Viðræður Joe Cole og Chelsea ganga illa

Samningaviðræður Joe Cole við Chelsea eru í molum, að sögn enska dagblaðsins Guardian. Cole er samningslaus í sumar og er líklegur til að fara frá Chelsea.

Inter-mennirnir eiga að loka vörninni hjá Brasilíumönnum

Carlos Dunga, þjálfari Brasilíu, ætlar að treysta á þremenningana í Internazionale Milan á HM í Suður-Afríku sem hefst í næsta mánuði. Þeir Lucio, Julio Cesar og Maicon unnu þrennuna með Internazionale á tímabilinu og geta fullkomnað árið með heimsmeistaratitli.

Robbie Keane með tvö mörk fyrir Íra í 3-0 sigri á Alsír

Írar fóru illa með HM-lið Alsír í Dublin í kvöld og unnu 3-0 sigur í vináttulandsleik þjóðanna. Írar misstu naumlega af HM eftir tap í umspilsleikjum á móti Frökkum en Alsíringar eru í riðli með Slóveníu, Englandi og Bandaríkjunum á HM í Suður-Afríku.

Fyrsti sigur Fjölnismanna og Leiknir vann ÍA

Fjölnismenn unnu sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar í kvöld þegar þeir skelltu Þrótturum í uppgjöri liðanna sem féllu úr Pepsideildinni síðasta haust. Leiknismenn unnu á sama tíma mikinn karaktersigur á Skagamönnum eftir að hafa verið manni færri í 70 mínútur en ÍR heldur toppsætinu eftir markalaust jafntefli við HK.

Scolari hættur sem þjálfari Bunyodkor í Úsbekistan

Luiz Felipe Scolari, fyrrum stjóri Chelsea og fyrrum landsliðsþjálfari Portúgals og Brasilíu, er hættur sem þjálfari Bunyodkor í Úsbekistan eftir að liðinu mistókst að vinna Meistaradeildina í Asíu.

Samuel Eto’o og Roger Milla eru ekki miklir vinir

Tvær stærstu knattspyrnustjörnur Kamerún, Roger Milla og Samuel Eto’o, eru ekki miklir vinir ef marka má skot þeirra á hvorn annan á blaðamannafundi í dag. Milla gagnrýndi frammistöðu Eto’o í landsliðstreyjunni sem fór illa í lykilmann Kamerún á komandi heimsmeistarakeppni í Suður-Afríku.

Árni Freyr: Ég er klár þegar kallið kemur

Árni Freyr Árnason mun væntanlega verja mark Keflvíkinga í næstu leikum liðsins. Ómar Jóhannsson er meiddur og eins og komið hefur fram fá Keflvíkingar ekki undanþágu til að fá annan markmann lánaðan til sín.

Mourinho tekur við Real Madrid

Jose Mourinho mun á mánudaginn taka formlega við starfi knattspyrnustjóra Real Madrid. Þetta tilkynnti félagið í dag.

Philipp Lahm tekur við fyrirliðabandinu af Ballack

Philipp Lahm verður fyrirliði þýska landsliðsins á HM í Suður-Afríku í sumar en landsliðsþjálfarinn Joachim Löw tilkynnti þetta í morgun um leið og hann gaf það út að Manuel Neuer verði aðalmarkvörður liðsins.

Moratti staðfestir áhuga Inter á Fabio Capello

Ítölsku Evrópumeistararnir í Internazionale Milan eru byrjaði að leita að eftirmanni þjálfarans Jose Mourinho sem er á leiðinni til Real Madrid og meðal þeirra sem koma til greina er Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga.

Messi tippar á England á HM

Lionel Messi, besti leikmaður heims, tippar á Englendinga á HM. Hann segir að liðið sé á meðal þeirra liða sem geta náð alla leið í Suður-Afríku.

Grindavík og Brann í viðræðum

Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga Grindavík og Brann í viðræðum um að Ólafur Örn Bjarnason verði leystur undan samningi sínum við Brann svo hann geti tekið við þjálfun Grindavíkur.

Tveimur leikjum frestað hjá Keflavík

Tveir leikir hjá Keflavík hafa verið færðir aftur um einn dag vegna þátttöku Haraldar Freys Guðmundssonar í landsleik Íslands og Andorra á morgun.

Jermaine Beckford á leið til Everton frá Leeds?

Jermaine Beckford er við það að skrifa undir hjá Everton, samkvæmt enska blaðinu Mirror. Beckford hefur verið einn besti leikmaður Leeds undanfarin ár og raðað inn mörkunum í neðri deildunum.

EM 2016 verður í Frakklandi

Forseti UEFA, hinn franski Michel Platini, fær draum sinn um að halda stórmót í knattspyrnu í heimalandi sínu þegar hann er við völd uppfylltan. Evrópumótið í knattspyrnu verður í Frakklandi árið 2016.

Mourinho dreymir um að vinna með Rooney

Jose Mourinho er byrjaður að hrista upp í stjórnum félaga um Evrópu, til að mynda hjá Liverpool og Chelsea eftir að hafa sagst hafa áhuga á Frank Lampard og Steven Gerrard. Hann gerir þó ekkert slíkt hjá Manchester United.

Sjá næstu 50 fréttir