Fleiri fréttir

Napoli mætti ekki til leiks gegn Juventus

Napoli átti að mæta Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Napoli mætti hins vegar ekki til leiks og óljóst er hvort leikurinn verði leikinn síðar eða Napoli gefi hann einfaldlega

Mourinho kom, sá og sigraði á Old Trafford

Ein ótrúlegustu úrslit tímabilsins litu dagsins ljós á Old Trafford í Manchester er Tottenham Hotspur kom í heimsókn. Fór það svo að lærisveinar José Mourinho unnu 6-1 sigur gegn lánlausu liði Man United.

Ágúst Eð­vald: Maður hlýtur að hafa gert eitt­hvað rétt

Ágúst Eðvald Hlynsson er á leið til Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Ágúst segir það ljóst að hann hafi gert eitthvað rétt í sumar en hefði þó viljað næla í fleiri stig. Víkingur hefur ekki unnið leik síðan 19. júlí eftir 2-2 jafntefli við KA á heimavelli í dag.

Mourinho segir Man Utd á réttri leið

Manchester United og Tottenham mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jose Mourinho, þjálfari Tottenham og fyrrum stjóri Man Utd, telur Manchester United vera í þróun í rétta átt.

Sjáðu mörkin úr leik ÍBV og Vestra

Draumur Eyjamanna um að leika í efstu deild á næsta ári er úr sögunni. Það varð ljóst eftir 1-3 tap gegn Vestra í Vestmannaeyjum í gær.

Klopp stressaður fyrir komandi landsleikjum

Þjálfari Englandsmeistaranna er ekkert yfir sig spenntur að hleypa leikmönnum sínum í landsiðsverkefni. Tveir leikmenn Liverpool eru með Covid-19 og Klopp óttast að þeim gæti fjölgað.

Þorsteinn: Þetta er ekki komið

Þjálfari Breiðabliks var ánægður eftir sigurinn mikilvæga á Val. Hann segir að Blikar megi ekki fagna of snemma.

Nýliðarnir náðu í stig gegn lærisveinum Pep

Nýliðar Leeds United náðu í stig gegn Manchester City er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ef eitthvað er hefði Leeds átt að fá öll þrjú stigin.

Berglind Rós: Erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik

Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði og óvæntur markaskorari Fylkis í dag, var ekkert alltof sátt með stigið sem liðið náði í gegn Stjörnunni í dag. Hún tekur þó stiginu og fagnar að fyrsta – og líklega eina – mark sumarsins sé komið.

Hörður sá rautt í sigri

CSKA Moskva vann 2-0 útisigur á FC Ural í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliðinu en fékk beint rautt spjald á 49. mínútu leiksins.

Kórdrengir komnir með annan fótinn í Lengjudeildina

Kórdrengir slátruðu Fjarðabyggð 6-1 í 2. deild karla í Fjarðabyggðahöllinni í dag. Með sigrinum eru Kórdrengirnir prúðu komnir langleiðina með að tryggja sæti sitt í Lengjudeildinni á næsta tímabili, sem er næstefsta deild á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir