Lengjudeildin: Hart barist á toppnum Ísak Hallmundarson skrifar 3. október 2020 16:15 Leiknir og Fram unnu í dag. Twitter-síða Leiknis Fram og Leiknir Reykjavík eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deild karla en bæði lið unnu sína leiki í dag. Fram sigraði Þrótt 1-0 í Safamýri en eina mark leiksins skoraði Þórir Guðjónsson á 15. mínútu leiksins. Á meðan vann Leiknir í Ólafsvíki á móti Víkingi Ó., Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir undir lok fyrri hálfleiks, Sævar Atli Magnússon bætti síðan við öðru marki Leiknis áður en Vuk var aftur á ferðinni og skoraði þriðja markið. Emmanuel Eli Keke minnkaði muninn fyrir Víkinga undir lokin og lokatölur í leiknum 3-1 sigur Leiknis. Bæði lið eru með 42 stig í 2.-3. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknismenn eru þó með talsvert betri markatölu, 28 mörk í plús en Fram er með markatöluna +17. Þetta verða spennandi lokaumferðir í baráttunni um sæti í efstu deild. ÍBV hefur verið á hraðri niðurleið eftir að hafa verið spáð toppsætinu af mörgum spekingum í byrjun sumars. Í dag tapaði liðið 1-3 fyrir Vestra á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gary John Martin misnotaði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og tveimur mínútum síðar kom Sergine Fall Vestra yfir. Sito jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 32. mínútu en Daníel Agnar Ásgeirsson kom Vestra yfir á nýjan leik fjórum mínútum síðar. Nacho Gil skoraði þriðja mark Vestra í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. ÍBV er nú með 30 stig í 5. sæti og hefur lítið sem ekkert gengið upp þar á bæ undanfarnar vikur. Vestri er með 29 stig í 6. sæti, fínasta tímabil hjá þeim og þeirra fyrsta tímabil í næstefstu deild. Afturelding vann Grindavík 3-2 og gerði endanlega út um vonir Grindvíkinga að leika í Pepsi Max deildinni næsta tímabil. Afturelding var komin í 3-0 eftir um klukkustundar leik en Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis fyrir Grindavík og minnkaði muninn áður en leikurinn var úti. Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 78. mínútu og spilaði Afturelding manni færri síðasta korterið eða svo. Grindvíkingar eru nú í 4. sæti með 32 stig en Afturelding er aftur á móti í 8. sæti með 25 stig. Lengjudeildin Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Sjá meira
Fram og Leiknir Reykjavík eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deild karla en bæði lið unnu sína leiki í dag. Fram sigraði Þrótt 1-0 í Safamýri en eina mark leiksins skoraði Þórir Guðjónsson á 15. mínútu leiksins. Á meðan vann Leiknir í Ólafsvíki á móti Víkingi Ó., Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir undir lok fyrri hálfleiks, Sævar Atli Magnússon bætti síðan við öðru marki Leiknis áður en Vuk var aftur á ferðinni og skoraði þriðja markið. Emmanuel Eli Keke minnkaði muninn fyrir Víkinga undir lokin og lokatölur í leiknum 3-1 sigur Leiknis. Bæði lið eru með 42 stig í 2.-3. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknismenn eru þó með talsvert betri markatölu, 28 mörk í plús en Fram er með markatöluna +17. Þetta verða spennandi lokaumferðir í baráttunni um sæti í efstu deild. ÍBV hefur verið á hraðri niðurleið eftir að hafa verið spáð toppsætinu af mörgum spekingum í byrjun sumars. Í dag tapaði liðið 1-3 fyrir Vestra á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gary John Martin misnotaði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og tveimur mínútum síðar kom Sergine Fall Vestra yfir. Sito jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 32. mínútu en Daníel Agnar Ásgeirsson kom Vestra yfir á nýjan leik fjórum mínútum síðar. Nacho Gil skoraði þriðja mark Vestra í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. ÍBV er nú með 30 stig í 5. sæti og hefur lítið sem ekkert gengið upp þar á bæ undanfarnar vikur. Vestri er með 29 stig í 6. sæti, fínasta tímabil hjá þeim og þeirra fyrsta tímabil í næstefstu deild. Afturelding vann Grindavík 3-2 og gerði endanlega út um vonir Grindvíkinga að leika í Pepsi Max deildinni næsta tímabil. Afturelding var komin í 3-0 eftir um klukkustundar leik en Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis fyrir Grindavík og minnkaði muninn áður en leikurinn var úti. Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 78. mínútu og spilaði Afturelding manni færri síðasta korterið eða svo. Grindvíkingar eru nú í 4. sæti með 32 stig en Afturelding er aftur á móti í 8. sæti með 25 stig.
Lengjudeildin Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Sjá meira