Fleiri fréttir

NBA: San Antonio, Dallas og Chicago unnu öll í nótt

San Antonio Spurs, Dallas Mavericks og Chicago Bulls unnu öll leiki sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og þá vann New York Knicks nágrannaslaginn við New Jersey Nets þrátt fyrir að leika án stjörnuleikmanns síns Amare Stoudemire.

Njarðvík stöðvaði sigurgöngu Snæfellsstelpna

Njarðvík stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Snæfellsstelpna með 81-78 sigri í leik liðanna í b-deild Iceland Express deild kvenna í Stykkishólmi í dag. Snæfell er enn á toppnum í B-deildinni en nú munar aðeins tveimur stigum á liðunum.

NBA: Loksins sigur hjá Cleveland-liðinu

Cleveland Cavaliers endaði 26 leikja taphrinu sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna 126-119 sigur á Los Angeles Clippers eftir framlengdan leik.

Verða Hamarskonur deildarmeistarar í dag?

Kvennalið Hamars getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með því að vinna Keflavík í uppgjöri tveggja efstu liðanna í Hveragerði í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.00.

Umfjöllun: KR vann auðveldan sigur í Ljónagryfjunni

KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann.

Gunnar Sverrrisson: „Bara eins og draumur hvers þjálfara“

ÍR-ingar völtuðu yfir Hauka í 17.umferð Iceland Express deildar karla í kvöld með verðskulduðum sigri 104-86. Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR-inga var að vonum ánægður með sigur sinna manna í kvöld enda fjórði sigur liðsins í fimm leikjum eftir áramót.

Umfjöllun: Öruggur sigur ÍR-inga á Haukum

ÍR vann öruggan sigur á Haukum í Iceland Express deild karla í kvöld, 104-86. Sigur ÍR-inga var í raun aldrei í hættu og komust þeir mest í 26 stiga forskot í leiknum.

Hrafn: Erfitt að eiga við okkur í þessum ham

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var virkilega ánægður með leik sinna manna í kvöld. KR vann öruggan sigur á Njarðvík ,71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í ljónagryfjunni í kvöld.

Einar: Hræðilega spilamennska

„Ég á enginn orð til að lýsa þessari spilamennsku, en hún var hræðileg,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið í kvöld. Njarðvíkingar töpuðu illa fyrir KR-ingum ,71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í ljónagryfjunni í kvöld.

ÍR-ingar fóru létt með Haukana í Seljaskólanum

ÍR-ingar unnu sinn annan stórsigur í röð í Seljaskólanum þegar þeir lögðu Hauka, 104-86, í Iceland Express deild karla í kvöld. ÍR-liðið vann aðeins 2 af fyrstu 10 deildarleikjum sínum í vetur en þetta var fimmti sigur Breiðhyltinga í síðustu sjö leikjum.

Stjörnumenn enduðu sigurgöngu Stólanna í Síkinu

Stjörnumenn komust upp í fimmta sæti Iceland Express deild karla eftir tólf stiga sigur á Tindastól í Síkinu í kvöld, 90-78, en þetta var fyrsta tap Stólanna á heimavelli síðan í lok október eða í sjö leikjum.

37 íslensk stig í sjötta sigri Sundsvall í röð

Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænska körfuboltanum í kvöld þegar liðið vann 97-78 útisigur á ecoÖrebro. Þetta var sjötti sigur Sundsvall í röð og jafnframt nítjándi sigur liðsins í síðustu tuttugu leikjum.

Njarðvík tekur á móti KR í kvöld

Það er stórt kvöld fram undan í körfunni en fjórir leikir verða spilaðir í Iceland Express-deild karla og áhugaverðasti leikurinn er í Njarðvík.

Michael Jordan sýndi gamla takta á æfingu hjá Charlotte

Michael Jordan sem á árum áður var besti körfuboltamaður heims mætti óvænt á æfingu NBA liðsins Charlotte Bobcats í gær. Jordan þarf víst ekki að spyrja um leyfi fyrir slíkt því hann er eigandi félagsins. Hinn 48 ára gamli Jordan hefur tekið virkan þátt í séræfingum leikmanna á undanförnum vikum og í gær fór eigandinn með þetta alla leið og spilaði á æfingunni.

Ray Allen skráði nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni

Ray Allen, leikmaður Boston Celtics, skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni í gær en hann hefur nú skorað flestar þriggja stiga körfur í deildinni frá upphafi – alls 2.561. Metið var í eigu Reggie Miller sem lék í 18 tímabil með Indiana Pacers en Miller var viðstaddur þegar Allen bætti metið – í hlutverki íþróttafréttamanns.

Lakers náði fram hefndum gegn Boston

Meistaralið LA Lakers náði fram hefndum gegn Boston Celtics í gær í NBA deildinni í körfubolta með 92-86 sigri á útivelli. Keppnisfyrirkomulagið í NBA er með þeim hætti að þessi lið mætast aðeins tvisvar á tímabilinu og Boston hafði betur á heimavelli Lakers í fyrri leiknum. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar s.l. vor og þar hafði Lakers betur.

Jerry Sloan hættur hjá Utah eftir 23 ára starf

Jerry Sloan hætti í kvöld sem þjálfari Utah Jazz liðsins í NBA-deildinni í körfubolta en hann er búinn að þjálfa liðið í 23 ár og hefur stýrt liðinu til sigurs í 1127 leikjum.

Ólafur: Vantar drápseðlið í okkur

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var afar svekktur með tapið gegn Snæfelli í kvöld rétt eins og félagar hans. Grindvíkingar gáfu eftir á lokamínútunum og misstu frá sér það sem virtist vera unninn leikur.

Snæfell vann dramatískan sigur í toppslagnum í Grindavík

Snæfell náði fjögurra stiga forskoti á toppi Iceland Express deildar karla í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur í Grindavík, 90-86, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar í Röstinni í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og afar sveiflukenndur þar sem liðin skiptust á að ná frábærum sprettum en Snæfell vann síðustu tvær mínúturnar 13-2 og tryggði sér dramatískan sigur.

Keflvíkingar ekki í miklum vandræðum með Fjölnisliðið

Keflavík vann öruggan 31 stigs sigur á Fjölni, 116-85, í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hélt því sigurgöngu sinni áfram á Sunnubrautinni þar sem liðið hefur unnið sjö deildarleiki í röð.

Helena sjóðheit í Las Vegas í nótt

Helena Sverrisdóttir var sjóðheit fyrir utan þriggja stiga línuna þegar TCU-liðið vann 71-64 sigur á University of Nevada í Las Vegas í nótt en leikurinn fór fram Cox Pavilion höllinni. TCU hefur unnið 8 af 10 leikjum sínum í Mountain West Conference og alls 16 af 24 leikjum vetrarins.

Haukur með flottan leik - skoraði 13 stig á 14 mínútum

Haukur Helgi Pálsson átti mjög góðan leik með Maryland-liðinu í bandaríska háskólaboltanum í nótt þegar liðið vann 54 stiga sigur á Longwood-háskólanum, 106-52, á heimavelli. Haukur skoraði 13 stig á 14 mínútum í leiknum en hann átti frábæra innkomu í fyrri hálfleiknum.

Stórleikur í Röstinni þegar Grindavík mætir meistaraliði Snæfells

Efstu liðin í Iceland Express deild karla í körfubolta mætast í kvöld þegar Grindvíkingar taka á móti Íslandsmeistaraliði Snæfells úr Stykkishólmi. Þrír leikir fara fram í kvöld, KFÍ leikur gegn Hamri á Ísafirði og í Keflavík taka heimamenn á móti Fjölni. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.

Cleveland tapaði 26. leiknum í röð og jafnaði met

Taphrina Cleveland Cavaliers í NBA deildinni ætlar engan endi að taka og í gær tapaði liðið gegn Detroit á heimavelli 103-94. Cleveland hefur nú tapað 26 leikjum í röð og jafnaði met Tampa Bay Buccaneers sem tapaði 26 leikjum í röð 1976-1977 í NFL deildinni. Þessi lið deila nú meti sem enginn vill eiga yfir lengstu taphrinu í atvinnuíþrótt í Bandaríkjunum.

Hrafn: Stjarnfræðilega lélegur fyrri hálfleikur hjá okkur

„Ég er alveg hundfúll en það má segja að við höfum lagt grunninn af þessu tapi með stjarnfræðilega lélegum fyrri hálfleik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-ingar náðu sér aldrei á strik gegn Hamar í kvöld en leiknum lauk með öruggum sigri Hamars 54-65.

Ágúst: Höfðum yfirhöndina allan leikinn

„Þetta var ekki mjög fallegur körfuboltaleikur,“ sagði Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir sigurinn í kvöld. Hamar hélt áfram uppteknum hætti í Iceland-Express deild kvenna þegar þær unnu KR ,54-65, í 15.umferð. Hamarsstúlkur eru enn taplausar í deildinni og eru með 30 stig í efsta sætinu.

Umfjöllun: Sæt hefnd hjá Hamri

Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn.

Hamar hefndi fyrir bikartapið

Kvennalið Hamars hefndi fyrir tapið gegn KR í bikarnum um helgina með því að vinna sannfærandi sigur á KR í deildinni vestur í bæ í kvöld.

Ný auglýsing Njarðvíkinga: Ekkert klísturskjaftæði hér - myndband

Njarðvíkingar eru búnir að hysja upp um sig buxurnar og farnir að vinna leiki í Iceland Express deild karla. Liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína og er komið upp úr fallsæti og upp í 9. sæti í deildinni. Það er því léttara yfir mönnum og það má nú sjá dæmi um það inn á Youtube-vefnum.

NBA: LeBron skoraði 41 stig í sjöunda sigri Miami í röð

LeBron James var í stuði þegar Miami Heat vann 117-112 sigur á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var fyrsta tap Indiana-liðsins síðan Frank Vogel tók við liðinu. Indiana-liðið var búið að vinna fjóra leiki í röð síðan að Larry Bird gaf Vogel tækifærið.

Njarðvíkurkonur unnu í Grafarvoginum

Njarðvíkurkonur stigu stórt skref í átt að úrslitakeppninni með níu stiga sigri á Fjölni, 88-79, í Grafarvoginum í kvöld en leikurinn var í b-deild Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Njarðvíkurliðið vann síðustu tvær mínútur leiksins 11-2.

Sundsvall vann 33 stiga stórsigur á heimavelli

Sundsvall styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta með 33 stiga sigri á 08 Stockholm, 100-67 á heimavelli í kvöld. Þetta var fimmti sigur Sundsvall-liðsins í röð og ennfremur 18. sigurinn í síðustu 19 leikjum. Sundsvall er með sex stiga forskot á LF Basket á toppnum.

Hlynur, Logi og Jakob allir valdir í Stjörnuleikinn í Svíþjóð

Íslensku strákarnir hafa verið að standa sig frábærlega í sænska körfuboltanum í vetur og nú síðasta voru þrír þeirra valdir í Stjörnuleik deildarinnar sem fer fram 21. febrúar. Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson spila með norðurúrvalinu en Logi Gunnarsson var valinn í suðurliðið.

Sloan framlengir við Utah Jazz

Gamla brýnið Jerry Sloan er ekki af baki dottinn og hann er nú búinn að framlengja samning sinn við Utah Jazz um eitt ár.

NBA: Enn tapar Cleveland

Cleveland Cavaliers heldur áfram að skrá nafn sitt í NBA-sögubækurnar. Liðið tapaði í nótt sínum 25 leik í röð og spurning hvenær þessi taphrina endar.

Logi skoraði tíu stig á síðustu fimm mínútunum

Logi Gunnarsson skoraði 19 stig í 82-75 sigri Solna Vikings í Íslendingaslagnum á móti Uppsala Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Helgi Már Magnússon skoraði 16 stig fyrir Uppsala.

Keflvíkingar búnir að finna eftirmann Lazars

Keflvíkingar hafa styrkt sig með nýjum erlendum leikmanni en Serbinn Andrija Ciric mun klára tímabilið með liðinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Fyrir hjá liðinu er Bandaríkjamaðurinn Thomas Sanders.

Lárus og Þórunn bæði farin í Hamar

Hamarsliðin í körfuboltanum hafa bæði fengið liðstyrk fyrir lokasprettinn á tímabilinu. Leikstjórnandinn Lárus Jónsson er gengið til liðs við karlaliðið frá Njarðvík og framherjinn Þórunn Bjarnadóttir kemur til liðs við kvennaliðið frá Haukum. Bæði hafa þau mikla reynslu úr boltanum.

NBA: Sex sigrar í röð hjá Miami, Boston vann Orlando

Dwyane Wade átti flottan leik þegar Miami Heat vann 18 stiga sigur á Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Rajon Rondo var allt í öllu þegar Boston Celtics vann 11 stiga sigur á Orlando Magic. Amare Stoudemire skoraði 41 stig í sigri New York og Indiana Pacers byrjar afar vel undir stjórn Frank Vogel.

Páll Axel: Miklu meiri karakter í liðinu

Grindavík komst í kvöld í úrslit bikarsins með því að leggja Hauka að velli. Þegar liðin mættust í deildinni á dögunum unnu Haukar sannfærandi sigur en Grindvíkingar létu það ekki endurtaka sig.

Haukur: Þeir tóku þetta á reynslunni

Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, var að vonum mjög svekktur með að liði hans tókst ekki að komast í úrslitaleik bikarsins. Eftir jafnan leik gegn Grindavík í kvöld sigldu þeir gulu fram úr í lokin.

Grindavík komst í úrslit bikarkeppninnar

Grindavík verður andstæðingur KR í úrslitum bikarkeppni karla í körfunni í ár. Grindavík vann sigur á Haukum, 70-82, í kvöld og tryggði sér um leið farseðilinn í Höllina.

Sjá næstu 50 fréttir