Fleiri fréttir

NBA: Tíu sigrar í röð hjá Thunder og Lakers-liðið vann leik

Oklahoma City Thunder hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sinn tíunda leik í röð. Los Angeles Lakers endaði fjögurra leikja taphrinu með sigri á Washington, Houston vann Boston, Memphis Grizzlies er að gefa eftir, Brooklyn Nets vann Detroit eftir tvíframlengdan leik og fimm leikja sigurganga Golden State Warriors endaði í Orlando.

LeBron fékk fleiri atkvæði en Kobe

Það er byrjað að kjósa í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem er mikil vinsældakosning. NBA-deildin hefur nú gefið út hvernig fyrsta umferð í kjörinu fór. Þar eru kunnugleg nöfn að vanda.

Valsmenn fyrstir inn í átta liða úrslit Powerade-bikarsins

Valsmenn eru komnir í átta liða úrslit Poweradebikars karla í körfubolta eftir 41 stigs sigur á b-liði KR í Vodafone-höllinni í kvöld, 94-54. 1. deildarlið Valsmanna hefur unnið alla átta deildarleiki sína í vetur og átti ekki í miklum vandræðum með Bumbuna í kvöld.

Pavel góður í sigri Norrköping

Pavel Ermolinskij átti fínan alhliða leik í tuttugu stiga útisigri Norrköping Dolphins á Jämtland Basket, 91-71, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Norrköping komst þar aftur á sigurbraut eftir tvö deildartöp í röð.

Jón Arnór og Helena valin körfuknattleiksfólk ársins 2012

Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2012 af KKÍ. Þetta er í níunda sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls átta sinnum verð valin og það átta sinnum í röð. Körfuknattleikskona og maður ársins 2012 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 22 einstaklingar sem komu að valinu.

Uppaldir KR-ingar skoruðu 96 af 102 stigum liðsins

Karlalið KR í körfubolta vann góðan útisigur á Skallagrími í Domino's-deildinni í gærkvöldi 102-90. Athyglisvert er að af 102 stigum KR-inga skoruðu uppaldir leikmenn Vesturbæjarliðsins 96 þeirra.

NBA í nótt: Carmelo fór á kostum - Lakers tapaði fjórða leiknum í röð

New York Knicks hafði betur í stórleik NBA deildarinnar í nótt þegar liðið lagði LA Lakers 116-107. Carmelo Anthony fór á kostum og skoraði 30 stig í leiknum fyrir New York þrátt fyrir að hafa aðeins leikið í 22 mínútur af alls 48. Anthony snéri sig á ökkla í fyrri hálfleik en hann skoraði alls 20 stig í fyrsta leikhluta.

Aldrei áður þurft að sitja á bekknum

Helena Sverrisdóttir er farin að spila stærra hlutverk hjá liði sínu Good Angels Kosice í Slóvakíu eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili. Helena er ein af bestu þriggja stiga skyttunum í Euroleague eftir fyrstu sjö umferðirnar og liðið er í góum málum í sínum riðli.

Njarðvík vann í framlengingu í Keflavík - úrslitin í körfunni

Njarðvíkingar unnu dramatískan eins stigs sigur á nágrönnum sínum í Keflavík, 92-91, í framlengdum leik í 10. umferð Dominosdeildar karla í kvöld. Sex síðustu leikirnir fyrir jólafrí fóru þá fram og voru öll þrjú botnlið deildarinnar að bíta frá sér.

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 85-122

Grindavík vann stórsigur á Fjölni í Dominos-deild karla sem fram fór í Dalhúsum í kvöld. Lokatölur urðu 85-122 og voru Íslandsmeistaranir frábærir. Að sama skapi voru heimamenn í Fjölni líklega að leika sinn versta leik í vetur.

Ricky Rubio gæti leikið á ný um helgina með Minnesota

Ricky Rubio gæti leikið sinn fyrsta leik með Minnesota Timberwolves á laugardaginn en spænski landsliðsmaðurinn hefur ekkert leikið með liðinu frá því hann sleit krossband í hné þann 9. mars á þessu ári. Rubio var annar í kjörinu á nýliða ársins en hann var með 8,2 stoðsendingar í leik að meðaltali.

Síðasta umferð Dominos-deildar karla fyrir jól

Í kvöld verður heil umferð í Dominos-deild karla í körfubolta en þetta eru síðustu deildarleiki liðanna fyrir jól. Allir leikir tíundu umferðar fara fram í kvöld en um helgina verður síðan spilað í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla.

Öruggur sigur hjá Chelsea gegn Monterry

Chelsea leikur til úrslita á heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu eftir 3-1 sigur gegn Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitum. Evrópumeistaralið Chelsea mætir Corinthians frá Brasilíu í úrslitaleiknum sem fram fer á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma.

NBA í nótt: Óvænt tap Miami gegn Golden State

Draymond Green tryggði Golden State Warriors óvæntan 97-95 sigur gegn meistaraliði Miami Heat á útivelli í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Green skoraði sigurkörfuna 0.9 sek. fyrir leikslok.

Pavel og félagar áfram þrátt fyrir tap

Pavel Ermolinskij skoraði fjögur stig fyrir Norrköping Dolphins þegar liðið tapaði 84-80 gegn Tampereen Pytinto í Áskorendakeppni Evrópu í körfuknattleik í gærkvöldi.

NBA í nótt: Carmelo með 45 stig - Lakers tapaði enn og aftur

Carmelo Anthony skoraði 45 stig fyrir New York Knicks í 100-97 sigri liðsins gegn Brooklyn í NBA deildinni í nótt. Taphrina LA Lakers heldur áfram en liðið tapaði á útivelli 100-94 gegn Cleveland þar sem að Kobe Bryant skoraði 42 stig, og Dwight Howard skoraði 19 og tók 20 fráköst fyrir Lakers.

Rekinn út eftir stórfurðulegt rifrildi við dómara - myndband

Amir Johnson er ekki þekktasti leikmaður NBA deildarinnar í körfubolta en Toronto leikmaðurinn var í sviðsljósinu í nótt fyrir afar undarlega hegðun í tapleik gegn Portland. Johnson reifst þar eins og smábarn við David Jones einn þriggja dómara leiksins. Og Johnson var vísað út úr húsi fyrir þá hegðun.

NBA í nótt: James og Wade sáu um Atlanta

LeBron James skoraði 27 stig fyrir Miami Heat í nótt þegar liðið lagði Atlanta 101-92 á heimavelli. Dwyane Wade skoraði 26 en þeir félagar hittu úr 21 af alls 29 skotum sínum í leiknum. Þetta var aðeins annar tapleikur Atlanta í síðustu 11 leikjum. Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Atlanta og Al Horford skoraði 20 og tók 11 fráköst.

Staðan í NBA deildinni – San Antonio og Oklahoma eru hnífjöfn

Tímabilið í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum fer vel af stað og hafa mörg lið komið á óvart. Gengi New York Knicks í Austurdeildinni hefur vakið athygli en liðið er í efsta sæti með 75% vinningshlutfall en meistaralið Miami Heat fylgir þar fast á eftir. Í Vesturdeildinni hefur slakt gengi LA Lakers komið á óvart en liðið er í 12. sæti af alls 15 liðum í Vesturdeildinni. Hið þaulreynda lið San Antonio Spurs er í efsta sæti ásamt Oklahoma City Thunder í Vesturdeildinni en bæði lið eru með 81% vinningshlutfall.

NBA í nótt: Taphrina Lakers heldur áfram - New York ósigrandi

Taphrina Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta heldur áfram en í nótt tapaði liðið gegn Utah 110 – 117 þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi skorað 34 stig fyrir heimamenn. Sigurganga New York Knicks heldur áfram á heimavelli en liðið hefur enn ekki tapað leik í vetur á heimavelli.

KR vann frábæran sigur á Haukum

KR-ingar unnu sterkan sigur á Haukum í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag en leiknum lauk með öruggum sigri KR, 83-67.

Jón Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum

Íslendingarnir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður CAI Zaragoza, og Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Assignia Manresa, mættust í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag en gestirnir frá Zaragoza og unnu leikinn 82-75.

NBA: Bulls stöðvaði sigurgöngu Knicks

Liðsheildin var gríðarlega sterk hjá Chicago Bulls í nótt er liðið lagði NY Knicks af velli. Marco Belinelli og Luol Deng skoruðu báðir 22 stig og þrír aðrir leikmenn skoruðu yfir tíu stig.

Keflavíkurstúlkur ósigrandi

Keflavík er enn ósigrað í Dominos-deild kvenna en liðið vann nauman fimm stiga sigur á Val í dag. Keflavík búið að vinna alla þrettán leiki sína.

Oklahoma í stuði gegn Lakers

Oklahoma City Thunder vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er þess utan búið að vinna fimmtán af síðustu sautján leikjum sínum. LA Lakers var engin fyrirstaða í nótt.

Drekarnir skoruðu 46 stig í einum leikhluta

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson voru í aðalhlutverkum eins og svo oft áður þegar Sundsvall Dragons lagði Borås að velli, 127-104, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

NBA í nótt: New York gjörsigraði meistaralið Miami Heat

New York Knicks er á góðri siglingu í NBA deildinni í körfuknattleik. Liðið gjörsigraði meistaralið Miami Heat í nótt, 112-92, á heimavelli Miami. New York landaði sigrinum þrátt fyrir að vera án stigahæsta leikmanns liðsins, Carmelo Anthony sem er meiddur á fingri. New York hefur unnið 14 leiki og tapað 4 á þessari leiktíð og er liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni.

Kobe Bryant í metabækurnar

Kobe Bryant náði merkum áfanga í NBA-deildinni í fyrrakvöld þegar hann skoraði sitt 30.000 stig í deildinni frá upphafi. Bryant, sem er 34 ára gamall, er sá yngsti sem kemst yfir 30.000 stig í sterkustu körfuboltadeild heims.

Kobe Bryant er sá yngsti sem nær 30.000 stigum í NBA deildinni

Kobe Bryant náði sögulegum áfanga í nótt þegar hann skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í NBA deildinni. Bryant hefur ávallt leikið fyrir LA Lakers frá því hann kom inn í deildina árið 1996. Bryant er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær því að skora fleiri en 30.000 stig á ferlinum en hinn 34 ára gamli bakvörður er sá yngsti af þeim fjórum sem hafa komist yfir 30.000 stigin.

NBA í nótt: Kobe Bryant náði sögulegum áfanga

Kobe Bryant skoraði 29 stig í 103-87 sigri LA Lakers gegn New Orleans á útivelli í NBA deildinni í körfubolta. Bryant skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í leiknum en aðeins fimm leikmenn í sögu NBA hafa náð þeim árangri. Með sigrinum lauk tveggja leikja taphrinu Lakers.

Býflugurnar í New Orleans að breytast í Pelíkana

NBA-körfuboltaliðið New Orleans Hornets ætlar að breyta gælunafni félagsins fyrir næsta tímabil ef marka heimildir Yahoo. Býflugurnar heyra því væntanlega sögunni til á næsta tímabili nema að þær flytji sig aftur norður til Charlotte-borgar.

Poweradebikarinn: Snæfell fær Þór í heimsókn

Dregið var í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni KKÍ í karlaflokki í dag. Úrvalsdeildarliðin Snæfell og Þór frá Þorlákshöfn mætast í Stykkishólmi og Grindavík tekur á móti Fjölni. B-lið KR heldur uppi heiðri félagsins í þessari umferð en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði 1. deildarlið Breiðabliks í 32-liða úrslitum. Valur, sem er í efsta sæti 1. deildar, fær KR-b í heimsókn í 16-liða úrslitum.

NBA í nótt: Miami tapaði gegn slakasta liðinu - Lakers tapaði á ný

Washington Wizards, er slakasta liðið í NBA deildinni í körfuknattleik en þrátt fyrir þá staðreynd náði liðið að leggja meistaralið Miami Heat að velli í nótt, 105-101. Þetta var aðeins annar sigurleikur Washington í vetur. Taphrina LA Lakers heldur áfram en liðið tapaði 107-105 gegn Houston á útivelli þar sem að Kobe Bryan skoraði 39 stig.

Þessi ljósmynd gæti komið Parker og Duncan í vandræði

Tony Parker og Tim Duncan, leikmenn NBA liðsins San Antonio Spurs, gætu þurft að svara fyrir mynd sem birt var af þeim á mánudaginn. Á myndinni miða þeir Parker og Duncan leikfangabyssum að manni sem er klæddur eins og hinn vel þekkti NBA dómari, Joey Crawford.

Sjá næstu 50 fréttir