Fleiri fréttir

Howard klúðraði leiknum gegn sínu gamla félagi

Dwight Howard mátti sætta sig við að tapa fyrir sínu gamla liði í nótt. Orlando Magic kom þá í heimsókn í Staples Center og lagði LA Lakers af velli. Tapið mátti skrifa á hann að stóru leyti.

Ryan Anderson núna orðaður í skiptum fyrir Pau Gasol

Þráðlátur orðrómur um að Los Angeles Lakers vilji skipta Pau Gasol neitar að deyja. Núna er kraftframherjinn og þriggja stiga skyttan Ryan Anderson leikmaður New Orleans Hornets orðaður við Lakers í stað Gasol.

Keflavík, Stjarnan og Snæfell áfram | Myndir úr Vesturbænum

Keflavík, Stjarnan, Snæfell og Haukar eru komin í sextán liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta eftir leiki kvöldsins í 32ja liða úrslitum. Þrjú úrvalsdeildarlið féllu úr leik, Skallagrímur, KR og Tindastóll féllu úr leik.

Drekarnir sigruðu Höfrungana

Drekarnir frá Sundsvall unnu tíunda sigur sinn í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar Hlynur Bæringsson, Jakob Sigurðsson og félagar skelltu Pavel Ermolinskij og félögum í Höfrungunum frá Norrköping 86-81 í hörkuleik.

Jón Arnór og félagar töpuðu í Madríd

Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig fyrir CAI Zaragoza sem tapaði fyrir Real Madrid í Madríd 94-79 í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Real Madrid er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Sóknin sneri aftur í sigri Lakers

Los Angeles Lakers vann fínan sigur á Denver Nuggets í NBA-körfuboltanum í nótt. Dwight Howard skoraði 28 stig í 122-103 sigri í Steples Center í nótt.

LeBron James er kóngurinn í NBA

LeBron James, leikmaður meistaraliðs Miami Heat, er vinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar ef marka má sölutölur á keppnistreyjum frá því í apríl á þessu ári fram til dagsins í dag. James var í fjórða sæti á þessum lista í apríl en vinsældir hans hafa aukist eftir að Miami Heat tryggði sér meistaratitilinn sl. vor og James var lykilmaður í bandaríska landsliðinu sem tryggði sér gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í London í sumar.

Jakob með stórleik í sigri Sundsvall

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er enn á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir flottan útisigur, 65-72, á Stockholm Eagles.

Tveggja leikja bann fyrir slagsmál | myndband

Rajon Rondo, bakvörður Boston Celtics, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að slást við Kris Humphries, leikmann Brooklyn Nets, í leik liðanna í vikunni.

Helena fjórða besta skyttan

Helena Sverrisdóttir fékk langþráðar mínútur með Good Angels Kosic í Euroleague í fyrrakvöld og skilaði sínu (11 stig og 4 fráköst) í naumu 91-93 tapi á móti tyrkneska liðinu Fenerbahce. Helena átti lokaskot leiksins og gat tryggt sínu liði sigur með því að hitta en því miður geigaði skotið sem var tekið úr afar erfiðri stöðu.

Úrslit kvöldsins í körfunni

Heil umferð fór fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík er á toppnum eftir sigur á KR. Stjarnan og Snæfell eru með sama stigafjölda í næstu sætum þar á eftir.

Derek Fisher gæti endaði í Dallas

Allar líkur eru á því að Derek Fisher muni leika með Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hinn þaulreyndi leikstjórnandi hefur ekki leikið með neinu liði frá því hann var með Oklahoma Thunders á síðustu leiktíð. Dallas er í vandræðum með leikstjórnanda stöðuna og Rick Carlisle þjálfari Dallas hefur óskað eftir því að fá hinn 38 ára gamla Fisher til að leysa tímabundin vandamál liðsins.

Lokaskot Helenu geigaði og Englarnir töpuðu

Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Kosice biðu í gærkvöldi lægri hlut á útivelli gegn tyrkneska félaginu Fenerbahce í Meistaradeild Evrópu í körfubolta.

NBA í nótt: Boston tapaði í slagsmálaleik gegn Brooklyn

Það gekk mikið á í leik Boston Celtics gegn Brooklyn Nets í NBA deildinni í nótt. Boston tapaði 95-83 en þrír leikmenn voru reknir af leikvelli vegna slagsmála. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston, lenti í útistöðum við Kris Humphries leikmann Nets – og voru þeir reknir út úr húsi. Gerald Wallace hjá Nets fékk sína aðra tæknivillu þegar hann reyndi að stöðva slagsmálin og lauk hann þar með keppni.

Ellefu sigrar í röð hjá Keflavík - Úrslit kvöldsins í kvennakörfunni

Keflavíkurkonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominosdeild kvenna í kvöld með því að vinna 40 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík. Snæfell slapp með nauman sigur úr Grindavík og KR styrkti stöðu sína í 3. sætinu með sigri á botnliði Fjölnis. Valskonur töpuðu sínum fjórða leik í röð þegar Haukaliðið skellti þeim á Ásvöllum.

Öll umferðin hjá stelpunum sýnd í beinni á netinu

Heil umferð fer fram í Domions-deild kvenna í körfubolta í kvöld og það vekur sérstaka athygli að það er hægt að sjá alla fjóra leikina í elleftu umferðinni í beinni útsendingu á netinu. Þetta kemur fram á heimsíðu Körfuknattleikssambandsins.

Lárus hættur hjá Njarðvík: Þremur stelpum í liðinu um að kenna

Lárus Ingi Magnússon er hættur sem aðstoðarþjálfari Njarðvíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta en þetta kemur fram á karfan.is. Njarðvík varð bæði Íslands- og bikarmeistari á síðasta ári þegar Lárus Ingi aðstoðaði Sverri Þór Sverrisson en hann hefur aðstoðað spilandi þjálfarann Lele Hardy í vetur.

NBA í nótt: Lakers tapaði á heimavelli gegn Indiana

George Hill tryggði Indiana Pacers 79-77 sigur gegn Los Angeles Lakers á útivelli í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Hill skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út og 40 stig frá Kobe Bryant dugðu skammt að þessu sinni.

Pavel slakur í tapleik

Pavel Ermolinskij og félagar í sænska liðinu Norrköping Dolphins lutu í lægra haldi, 51-69, gegn Ventspils í Evrópukeppninni í kvöld.

Styttist í endurkomu Spánverjans Ricky Rubio

Gengi Minnesota Timberwolves í NBA deildinni hefur ekki verið gott að undanförnu en liðið hefur tapað 5 leikjum í röð. Meiðsli lykilmanna hafa sett svip sinn á gengi Minnesota en það gæti farið að birta til hjá stuðningsmönnum Minnesota á næstu vikum. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio er væntanlegur í liðið á ný en hann sleit krossband í hné í byrjun mars á þessu ári.

Dóttir Kevin McHale lést eftir erfið veikindi

Alexandra "Sasha“ McHale, dóttir Kevin McHale, þjálfari NBA liðsins Houston Rockets, lést á laugardaginn en hún var aðeins 23 ára gömul. Alexandra var með sjálfsofnæmissjúkdóm sem varð þess valdandi að hún lést. Það er óvíst hvenær Kevin McHale snýr aftur á hliðarlínuna til þess að stýra liði Houston.

NBA: Lakers vann loksins á útivelli en Clippers tapaði þriðja leiknum í röð

Los Angeles liðin voru bæði í eldlínunni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem Los Angeles Lakers vann loksins útisigur á meðan Los Angeles Clippers varð að sætta sig við þriðja tapið í röð. Miami Heat vann gömlu félaga LeBron James í Cleveland Cavaliers með góðum endaspretti, Oklahoma City Thunder vann eftir framlengingu í Philadelphia og Charlotte Bobcats er þegar búið að jafna fjölda sigurleikja sína frá því á síðustu leiktíð.

Stórsigur hjá Herði Axel

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Mitteldeutscher BC unnu þriðja sigur sinn í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld með því að leggja Neckar Riesen Ludwigsburg 96-76 að velli á heimavelli.

NBA í nótt: Lin vann gömlu félagana í New York

Jeremy Lin, leikmaður Houston Rockets, mætti sínum gömlu félögum í New York Knicks í nótt í NBA-deildinni. Lin og félagar hans voru ekki í vandræðum með sterkt lið New York Knicks og unnu öruggan sigur 131-103.

Búningarnir fundust eftir sextán ár - fóru í hreinsun 1996

KFÍ segir frá skemmtilegum fundi á heimasíðu sinni en á dögunum kom í leitirnar búningasett meistaraflokks félagsins frá 1996. KFÍ-menn telja að búningarnir hafi verið settir í hreinsun fyrir sextán ár en þeir fundust ekki fyrr en í tiltekt á Slökkvistöð Ísafjarðar.

Einar Ingi spáir að Ingi og Benni mætist í úrslitaleik

Það verður körfuboltaveisla í Stykkishólmi í kvöld og á morgun þegar úrslitahelgi Lengjubikarsins fer í fyrsta sinn fram utan suðvesturshornsins. Snæfellingar eru í hlutverki gestgjafans en þeir eiga möguleika á að vinna þessa keppni í þriðja sinn frá 2007.

Mike D'Antoni: Þetta var eins og sýning hjá Prúðuleikurunum

Los Angeles Lakers tapaði í fyrsta sinn undir stjórn Mike D'Antoni í nótt þegar liðið fékk 16 stiga skell á móti Sacramento Kings sem er eitt allra slakasta lið Vestursins í NBA-deildinni. D'Antoni sparaði ekki stóru orðin eftir leikinn.

NBA: Lakers steinlá á móti Sacramento - fjórir framlengdir í nótt

Los Angeles Lakers tapaði illa á móti Sacramento Kings í NBA-deildinni í nótt en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Fjórir leikir voru framlengdir en Miami Heat, Atlanta Hawks og Indiana Pacers unnu öll sigra í framlengingu auk þess að Oklahoma City Thunder hafði betur í framlengdum toppslag á móti Los Angeles Clippers. New York Knicks tapaði á móti Dallas og San Antonio Spurs vann Boston Celtics.

Tíundi sigur Keflavíkur í röð

Heil umferð fór fram í Domino's-deild kvenna í kvöld og er Keflavík enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Liðið hafði betur gegn KR á heimavelli í kvöld, 80-73.

Thomas farinn frá KR

Körfuknattleiksdeild KR hefur sagt upp samningi Bandaríkjamannsins Danero Thomas þar sem hann þótti ekki standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.

Skoraði 138 stig í nótt og setti NCAA-stigamet

Jack Taylor, leikmaður körfuboltaliðs Grinnell-háskólans, endurskrifaði körfuboltasöguna í nótt þegar hann skoraði 138 stig í 179-104 sigri á Faith Baptist Bible sjólanum í 2. deild bandaríska háskólaboltans. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leik í sögu bandaríska háskólaboltans.

NBA: Kobe sá um að landa sigrinum í fyrsta leik D'Antoni

Kobe Bryant fór mikinn á lokamínútunum þegar Los Angeles Lakers vann fimm stiga sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í nótt en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Mike D'Antoni. New York Knicks og Philadelphia 76ers unnu líka leiki sína í nótt en þá fóru aðeins þrír leikir fram.

Drekarnir á toppinn í Svíþjóð

Sundsvall Dragons tyllti sér á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld með sigri á Uppsala á útivelli, 82-71.

NBA: Los Angeles Clippers vann í San Antonio

Los Angeles Clippers vann San Antonio Spurs í annað skiptið á þessu tímabili í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og að þessu sinni í San Antonio. Denver Nuggets endaði átta leikja sigurgöngu Memphis Grizzlies og Golden State Warriors vann Dallas Mavericks eftir framlengingu.

Sjá næstu 50 fréttir