Fleiri fréttir

NBA: Anthony með 40 stig - LA Clippers og San Antonio sterk á heimavelli

Fullt af leikjum fórum fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Carmelo Anthony skoraði 40 stig í sigri New York Knicks, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu bæði áfram sigurgöngu sinni á heimavelli, Rajon Rondo var með þrefalda tvennu í sigir Boston Celtics, Dallas tapaði í framlengingu í fyrsta leik Dirk Nowitzki í byrjunarliðinu og James Harden reif sig upp í lokin í enn einum sigri Houston Rockets.

Hörður Axel með átta stig í sigri Mitteldeutscher

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Mitteldeutscher unnu fjórtán stiga heimasigur á s.Oliver Baskets, 80-66, í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum.

Haukarkonur fyrstar til að vinna Keflavík - öll úrslitin

Haukakonur komu mikið á óvart með því að vinna tólf stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 73-61, í 15. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu. Þrjú efstu lið deildarinnar töpuðu í fyrstu umferðinni eftir jólafrí og það var því nóg af óvæntum úrslitum í leikjum dagsins enda hafði Keflavíkurliðið unnið fjórtán fyrstu deildarleiki sína í vetur.

Ótrúlegur endurkomusigur Njarðvíkurkvenna

Njarðvíkurkonur enduðu sex leikja taphrinu sína í Dominos-deild kvenna í körfubolta með dramatískum 87-85 endurkomusigri á móti botnliði Fjölnis. Fjölnir náði mest 20 stiga forskoti í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik, 44-29.

Butler byrjar vel með Valskonum

Valskonur byrja nýja árið vel í kvennakörfunni því þær sóttu tvö stig í Stykkishólm í dag í fyrsta leik fimmtándu umferðar Dominos-deildar kvenna. Snæfell var búið að vinna Val tvisvar örugglega í vetur en Valskonur unnu hinsvegar 81-64 sigur í leik liðanna í dag.

Mætast tvisvar sinnum með lið sín á einum sólarhring

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfar báða meistaraflokkana hjá Snæfelli í körfuboltanum og sömu sögu er að segja af Ágústi Sigurði Björgvinssyni sem þjálfar báða meistaraflokkana hjá Val. Á næsta sólarhring mætast þeir tvisvar sinnum með lið sín.

NBA: Clippers vann Lakers í uppgjöri Los Angeles liðanna

Fullt af leikjum fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers vann Lakers í baráttunni um LA, Chicago Bulls vann Miami Heat, Joe Johnson (Brokklyn Nets) og Kyrie Irving (Cleveland Cavaliers) skoruðu báðir sigurkörfur í blálokin og bæði Oklahoma City Thunder og Boston Celtics unnu örugga heimasigra eftir sár töp í leikjunum á undan.

Ótrúlegur sigur Skallagríms | Úrslit kvöldsins

Nýliðar Skallagríms unnu óvæntan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, Keflavík og KR unnu örugga sigra í sínum leikjum.

Fyrstu leikir ársins í karlakörfunni í kvöld

Dominos-deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld eftir jólafrí en þá fara fram allir sex leikirnir í elleftu umferðinni. Þetta er síðasta umferðin í fyrri hlutanum og eftir hana hafa öll liðin í deildinni mæst.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fjölnir 95-87

Stjörnumenn unnu í kvöld ágætan heimasigur gegn Fjölni í Dominos-deild karla, 95-87. Eftir að Fjölnir hafði byrjað leikinn betur náðu heimamenn yfirhöndinni og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 70-104

Snæfell komst aftur á sigurbraut í Dominosdeild karla í kvöld með afar öruggum sigri á heimamönnum í Njarðvík. Lokatölur urðu 70:104 fyrir gestina úr Hólminum sem halda sér í toppbaráttunni með sigrinum.

Villanueva fékk þriggja milljóna króna sekt

Charlie Villanueva, framherji Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara eða sem nemur rúmum þremur milljónum króna af forráðamönnum deildarinnar.

Sprewell handtekinn á Gamlárskvöld

Latrell Sprewell spilaði í þrettán ár í NBA-deildinni og lék þá með Golden State Warriors, New York Knicks og Minnesota Timberwolves á árunum 1992 til 2005. Hann komst meðal annars í fréttirnar fyrir að ráðast á þjálfara sinn hjá Golden State og hafna 21 milljón dollara samningi við Golden State af því að hann þurfti meira til að sjá fjölskyldu sinni farborða.

Besti varnarmaðurinn í Makedóníu til Stjörnunnar

Karlalið Stjörnunnar í körfubolta hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn 27 ára Jarrid Frye. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Vísis.

Pálína valin best í fyrri umferðinni

Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var kosin besti leikmaður fyrri hluta Dominos-deildar kvenna í körfubolta en verðlaunin voru afhent í dag.

Butler aftur til Íslands - búin að semja við Val

Jaleesa Butler, fyrrum leikmaður Hamars og Keflavíkur, er komin aftur í íslenska körfubolann því hún hefur gert samning við lið Vals í Dominos-deild kvenna. Þetta kom fyrst fram á Karfan.is.

NBA: Golden State rúllaði yfir Clippers - Durant rekinn út úr húsi

Los Angeles Clippers byrjar nýja árið ekki vel í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa endað það gamla á 17 sigurleikjum í röð en fjölmargir leikir fóru fram í nótt. San Antonio Spurs er búið að vinna sjö leiki í röð, Miami Heat vann Dallas Mavericks í framlengingu og Kevin Durant var rekinn út úr húsi í tapi hjá Oklahoma City Thunder.

NBA: Denver stöðvaði sigurgöngu LA Clippers - 45 stig Anthony ekki nóg

Sautján leikja sigurganga Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta endaði í nótt þegar liðið heimsótti Denver Nuggets. Það dugði ekki New York Knicks að Amare Stoudemire snéri aftur eða það að Carmelo Anthony skoraði 45 stig. Los Angeles Lakers tapaði einnig sínum leik í nótt og hefur nú aftur tapað fleiri leikjum en liðið hefur unnið.

Kobe: Langt síðan ég hef leikið betur

"Það er langt síðan ég hef leikið betur,“ sagði Kobe Bryant stórstjarna Los Angeles Lakers eftir æfingu í gær mánudag um frammistöðu sína það sem af er tímabilinu í NBA körfuboltanum.

Sjá næstu 50 fréttir