Fleiri fréttir

Jakob með 17 stig í tapleik Sundsvall

Jakob Örn Sigurðsson átti fínan leik í tapi Sundsvall Dragons gegn Södertälje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Lokatölur urðu 76-70 fyrir heimamenn í Södertälje Kings.

Jón Arnór stigalaus í sigri Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson lék tæpar 14 mínútur í sigri CAI Zaragoza gegn Uxue Bilbao Basket, 81-74. Leikurinn var í járnum allan tímann en Jón Arnór og félagar voru sterkari á lokametrunum og höfðu góðan sigur.

Clippers er óstöðvandi

Það er ekkert lát á mögnuðu gengi LA Clippers en liðið vann sinn sextánda leik í röð í nótt. Skipti engu þó svo þetta hefði verið þriðji leikur liðsins á fjórum dögum.

Ótrúleg sigurkarfa vestanhafs

Körfuboltalið Glacier-skólans í Montana-fylki í Bandaríkjunum vann ótrúlegan sigur á Charles M. Russell skólanum í leik á dögunum.

Þrettándi sigurinn í röð hjá íslensku drekunum

Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænska körfuboltanum í kvöld þegar liðið vann fimmtán stiga útisigur á Jämtland Basket, 90-75. Drekarnir unnu þar með þrettán síðustu deildarleiki ársins 2012 og eru með fjögurra stiga forskot á toppnum.

Bandarísku jólasveinarnir kunna að troða

Jólasveinarnir eru afar áberandi í desembermánuði í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn rekast á Jólasveininn við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður og þar á meðal á leikjum í atvinnumannadeildunum sínum.

Brooklyn Nets búið að reka Avery Johnson

Avery Johnson hefur stýrt sínum síðasta leik hjá NBA-körfuboltaliðinu Brooklyn Nets en félagið lét hann taka pokann sinn í kvöld. Brooklyn Nets tapaði fimm af síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Johnson þar á meðal 108-93 á móti Milwaukee Bucks í síðasta leik hans í nótt.

Hörður Axel með tíu stig í sigurleik

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 10 stig þegar Mitteldeutscher BC vann fimm stiga heimasigur á LTi GIESSEN 46ers, 93-88, í framlengdum leik í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

LeBron James orðinn of gamall fyrir troðslukeppnina

LeBron James býður vanalega upp á trölla-troðslur í hverjum leik með Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta og það er því ekkert skrýtið að hann sé alltaf í umræðunni þegar kemur að því að finna menn í troðslukeppnina á Stjörnuhelginni.

Sir Alex líkir komu Van Persie við komu Cantona

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ánægður með frammistöðu hollenska framherjans Robin van Persie og það er að heyra á skoska stjóranum að Van Persie sé að hans mati síðasta púslið í meistaraliðið.

NBA: Los Angeles liðin á siglingu - Miami vann OKC

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta á jóladag og þar hélt sigurganga beggja Los Angeles liðanna áfram. Los Angeles Clippers vann sinn fjórtánda leik í röð en Los Angeles Lakers vann sinn fimmta leik í röð og náði með því aftur fimmtíu prósent sigurhlutfalli. Miami Heat vann Oklahoma City Thunder í uppgjöri liðanna sem mættust í lokaúrslitunum á síðustu leiktíð. Boston Celtics og Houston Rockets unnu einnig sína leiki á jóladag.

Ellefu ára undrabarn í körfubolta

Hinn 11 ára gamli Julian Newman er enginn venjulegur körfuboltadrengur. Hann er algert undrabarn í íþróttinni sem rúllar upp 17 og 18 ára gömlum strákum.

Nýr Kani til Keflavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Billy Baptist. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkurliðsins.

Pettinella til Grindavíkur á ný

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningum við Ryan Pettinella sem lék með liðinu á síðustu leiktíð.

Clippers er heitasta liðið í NBA-deildinni

LA Clippers er á mikilli siglingu í NBA-deildinni um þessar mundir og liðið vann í nótt sinn 13. leik í röð. Að þessu sinni valtaði liðið yfir Phoenix.

Jón Arnór og félagar rétt töpuðu fyrir Murcia

Murcia vann fínan sigur, 77-75, á CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Jón Arnór Stefánsson, sem leikur með Zaragoza, náði sér ekki á strik í leiknum og skoraði tvö stig og tók fjögur fráköst.

Fær aldrei frí á jólunum

Kobe Bryant hjá NBA-liðinu Los Angeles Lakers mun bæta eigið met á jóladag þegar hann spilar sinn fimmtánda leik á þessum hátíðardegi. Hann vantar aðeins 29 stig til að bæta stigametið á þessum degi.

Drekarnir verða á toppnum yfir jólin

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í kvöld með góðum heimasigri og verður því á toppnum yfir jólin.

Noah hættur að nota byssufagnið sitt

Joakim Noah hjá Chicago Bulls hefur undanfarin tímabil fagnað körfum sínum með því að þykjast skjóta úr byssum. Noah hefur nú ákveðið að leggja byssufagnið sitt á hilluna í kjölfarið á harmleiknum í Newtown í Conneticut í Bandaríkjunum.

Enn vinnur Oklahoma | Durant með 41 stig

Kevin Durant fór á kostum og skoraði 41 stig þegar lið hans Oklahoma Thunder lagði Atlanta Hawks í NBA-körfboltanum í nótt. Þetta var tólfti sigur liðsins í röð.

Fyrsta jólafríið í 3 ár

Logi Gunnarsson er mættur heim í langþráð jólafrí á Íslandi og ætlar að taka þátt í ágóðaleik annað kvöld sem er á milli Njarðvíkur og úrvalsliðs Njarðvíkinga. Loga líður vel í Frakklandi og segist eiga nóg eftir í atvinnumennskunni.

Tróð með tilþrifum yfir Dwight Howard

Dwight Howard, miðherji Los Angeles Lakers, er enn að ná sér eftir bakmeiðsli og hefur því ekki litið alltof vel út í fyrstu leikjum sínum með Lakers-liðinu. Ekki leit kappinn heldur vel út í naumum sigri á Charlotte Bobcats í nótt.

NBA: Stórkostleg tilþrif hjá Blake Griffin - myndband

Blake Griffin, framherji LA Clippers í NBA deildinni í körfubolta, sýndi stórkostleg tilþrif í nótt þegar lið hans lagði Detroit Pistons á útivelli. Griffin brá sér í "troðslukeppni" undir lok leiksins þegar þrír leikmenn Clippers brunuðu í hraðaupphlaup og varnarmenn Detroit voru hvergi sjáanlegir.

NBA í nótt: Jeremy Lin stöðvaði sigurgöngu New York á heimavelli

Jeremy Lin átti stóran þátt í því að stöðva sigurgöngu síns gamla félags þegar hann mætti til leiks með Houston Rockets í Madison Square Garden í New York í nótt. Lin skoraði 22 stig í 109-96 sigri liðsins og þar að auki gaf hann átta stoðsendingar. Þetta var i fyrsta sinn sem Lin leikur á sínum gamla heimavelli eftir að hann yfirgaf New York s.l. sumar en hann átti stórkostlegt tímabili í fyrra með New York þar sem að Linsanity-æði gekk yfir borgina.

Haukar engin fyrirstaða fyrir ÍR

ÍR komst á auðveldan hátt í átta liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta í kvöld með öruggum sigri, 78-95, á 1. deildarliði Hauka á Ásvöllum í kvöld.

Áhugaverður ágóðaleikur í Njarðvík

Njarðvíkingar ætla að láta gott af sér leiða fyrir jólin og á föstudag verður haldinn afar áhugaverður körfuknattleiksleikur í Ljónagryfjunni þar sem ágóðinn mun renna í gott málefni.

Oklahoma er með besta árangurinn – Washington lélegasta liðið

Oklahoma City Thunder, sem tapaði í úrslitum NBA deildarinnar s.l. vor gegn Miami Heat, er til alls líklegt í vetur en liðið er með besta vinningshlutfall allra liða í deildinni. Oklahoma hefur unnið 19 leiki en tapað aðeins 4 það sem af er. Alls leika liðin í NBA deildinni 82 leiki áður en úrslitakeppnin hefst. New York Knicks er með næst besta árangur allra liða, 18 sigra og 5 töp, en Washington Wizards er með slakasta árangurinn eða 3 sigrar og 18 töp.

NBA í nótt: Kobe Bryant fór á kostum

Kobe Bryant fór á kostum í 111-98 sigri LA Lakers gegn Philadelphia á útivelli. Þetta var annar sigurleikur Lakers í röð en slíkt hefur liðið ekki afrekað í fjórar vikur. Bryant skoraði 34 stig. Metta World Peace tók 16 fráköst en það er persónulegt met hjá kappanum.

Powerade-bikarinn í körfu: Snæfellingar komu fram hefndum

Fimm félög tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta í dag og í kvöld. Stjarnan, Keflavík og Njarðvík áttu ekki í miklum vandræðum í sínum leikjum en það var meiri spenna í Fjárhúsinu í Stykkishólmi og í Röstinni í Grindavík.

Sjá næstu 50 fréttir