Fleiri fréttir

Barichello ánægður með nýja bílinn

Rubens Barichello kveðst mjög ánægður með nýja RA107-keppnisbíl Hondu liðsins í formúlu 1 en hann prufukeyrði hann í fyrsta sinn í vikunni. Barichello skipar lið Honda á komandi tímabili í formúlunni ásamt Jenson Button og segist sá brasilíski hlakka mikið til samstarfsins.

Alonso mjög sáttur við nýja bílinn

Heimsmeistarinn Fernando Alonso lét ekki smá olíuleka skemma fyrir sér frumraun sína á nýja McLaren bílnum í Valencia í gær. Þetta var í fyrsta skipti sem Alonso ók MP4-22 bílnum og sagði Spánverjann bílinn virka mjög vel. Þá hafa fyrrum félagar Alonso í Renault einnig tekið nýjan bíl í notkun og hefur sá verið kallaður R27.

Schumacher fengi hjartaáfall í Nascar

Fyrrum Formúluökuþórinn Juan Pablo Montoya tók ekki vel í ummæli Michael Schumacher þegar sá þýski lýsti yfir furðu sinni á ákvörðun Kólumbíumannsins að hætta í Formúlu og fara í Nascar í Bandaríkjunum.

BMW Sauber stefnir á verðlaunapall

Forráðamenn BMW Sauber-liðsins í Formúlu 1 ætla liðinu að komast oftar á verðlaunapall á komandi keppnistímabili og setja stefnuna á að keppa um titilinn árið 2009. BMW tók við liði Sauber í lok árisins 2005 og komust ökumenn liðsins tvisvar á verðlaunapall á síðasta tímabili.

Alonso stefnir á sigur með McLaren

Heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1, Spánverjinn Fernando Alonso, er sigurviss fyrir komandi tímabil í kappakstrinum. Alonso skipti úr herbúðum Renault í McLaren eftir síðasta tímabil og telur hann að keppnisbíll McLaren eigi mikið inni þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið eina einustu keppni í fyrra.

Massa hlakkar til að keyra nýja bílinn

Felipe Massa, annar ökumaður Ferrari-liðsins í formúlu 1 kappakstrinum á komandi tímabili, er mjög ánægður með hinn nýja bíl Ferrari sem frumsýndur var í gær.

Jordan: Schumacher verður goðsögn

Eddie Jordan, stofnandi og æðsti yfirmaður Jordan-liðsins í formúlu 1, segir að orðspor Michael Schumcaher í íþróttinni muni aukast til muna á næstum misserum nú þegar hann er hættur að aka. Jordan, sem gaf Schumacher fyrst tækifæri í formúlu 1 árið 1991, telur að Schumacher verði orðinn goðsögn innan fárra ára.

Ralf er ekki að hætta

Ökuþórinn Ralf Schumacher segir að ekkert sé til í þeim fregnum að hann hyggist hætta í formúlu eftir að núverandi samningur hans við Toyota rennur út eftir næsta tímabil. Schumacher hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Toyota og við það fóru sögusagnirnar af stað.

Toyota frumsýnir nýja bílinn

Lið Toyota frumsýndi í dag nýja keppnisbíl liðsins í Formúlu 1 sem fær heitið TF 107. Forráðamenn liðsins notuðu tækifærið og báðust afsökunar á því að liðið næði ekki í sinn fyrsta sigur á síðasta tímabili og lofuðu að úr því yrði bætt á komandi tímabili. Toyota er eina liðið sem verður með sömu ökumenn og í fyrra á næsta ári, þá Ralf Schumacher og Jarno Trulli, og þá er liðið með sömu hjólbarða og sömu vél.

Raikkönen ætlar ekki að breyta um stíl

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen segist ekki ætla að breyta um stíl eftir að hann gekk í raðir Ferrari frá McLaren í Formúlu 1, hvorki utan vallar né innan. Raikkönen hefur verið gagnrýndur af Formúlusérfræðingum fyrir að taka ekki nógu vel leiðsögn og fyrir að taka íþróttina ekki nógu alvarlega.

Schumacher aðstoðar Raikkönen

Vonir forráðamanna Ferrari-liðsins í Formúlu 1 standa til þess að fyrrum heimsmeistrainn margfaldi Michael Schumacher komi finnska ökuþórnum Kimi Raikkönen til aðstoðar á fyrstu mánuðum sínum í Ferrari-bílnum. Raikkönen gekk í raðir Ferrari frá McLaren í sumar.

Kovalainen hræðist ekki Alonso

Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen sem leysir Fernando Alonso af hólmi hjá liði Renault í Formúlu 1, segist tilbúinn í að veita heimsmeistaranum góða keppni á næsta tímabili. Alonso keppir fyrir McLaren á næsta tímabili eftir að hafa unnið titil ökuþóra tvö ár í röð hjá Renault.

Sjá næstu 50 fréttir