Fleiri fréttir

Ekkert aðhafst í máli McLaren

Keppnisliði McLaren í Formúlu 1 verður ekki refsað eftir að það var sakað um að hafa áhrif á niðurstöðu Mónakókappakstursins um helgina. Þeir Lewis Hamilton og og Fernando Alonso náðu þar fyrstu tveimur sætunum og talið var að liðið hefði bannað Hamilton að reyna að ná fyrsta sætinu af félaga sínum. Slíkar ráðstafanir hafa verið bannaðar í nokkur ár í Formúlu 1.

Alonso sigraði í Mónakó annað árið í röð

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra.

Alonso á ráspól í Mónakó

Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren verður á ráspól í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann hafði naumlega betur gegn félaga sínum Lewis Hamilton í tímatökum í dag. Hann var með innan við tveimur hundruðustu úr sekúndu betri tíma en hinn efnilegi Hamilton í dag. Felipe Massa hjá Ferrari náði þriðja besta tímanum en félagi hans Kimi Raikkönen varð að sætta sig við 15. sætið eftir að hann gerði mistök.

Dennis: Alonso og Hamilton eru bestu félagar

Ron Dennis, liðsstjóri McLaren-Mercedes, segir sögusagnir um að ósætti sé á milli Fernando Alsono, núverandi heimsmeistara, og nýliðans Lewis Hamilton, sem nú leiðir keppni ökuþóra, algjöra vitleysu.

Hamilton mun setja nýja staðla

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McClaren mun setja nýja staðla í Formúlu 1 ef hann heldur áfram á sömu braut. Þetta sagði fyrrum heimsmeistarinn Jackie Stewart eftir að hann horfði á nýliðann ná efsta sætinu í keppni ökuþóra um helgina með því að ná öðru sætinu í spænska kappakstrinum um helgina.

Massa á ráspól

Brasilíumaðurinn Felipe Massa, sem keyrir fyrir Ferrari, tryggði sér í dag ráspólinn í tímatöku fyrir Barselónu-kappaksturinn í Formúlu eitt. Tímatakan var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútunum.

Keppti í F1 í Singapúr að nóttu til á næsta ári

Keppt verður í Formúlu 1 kappakstri í Singapúr á næsta ári og það að nóttu til. Frá þessu greindu forsvarsmenn kappakstursins í dag. Ekið verður um hafnarsvæðið í Singapúr og búist við að mótið verði í september eða október 2008.

Sjá næstu 50 fréttir