„Erum ennþá með þetta í okkar höndum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2024 21:45 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego „Þetta er svekkelsi. Mér fannst við spila frábæran leik,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Val í 25. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Okkur var refsað fyrir þessi fáu mistök sem við gerðum. Við gerðum reyndar vel að koma til baka tvisvar en það er auðvitað bara Frederik [Schram, markvörður Vals] sem vinnur þetta stig fyrir þá. Ég er stoltur af liðinu en svekktur með niðurstöðuna,“ bætti Halldór við. Hann segir enn fremur að það sé erfitt að finna eitthvað sem hann er ósáttur við í leik síns liðs í kvöld. „Það er erfitt. Í byrjun leiks fannst mér við vera aðeins of soft þegar þeir voru að senda háa bolta fram á Patrick [Pedersen]. Mér fannst hann fá að valsa bara hérna um og við hefðum þurft að standa aðeins nær honum. Það var kannski aðallega það. Við tókum hann miklu betur í seinni hálfleik.“ „Valsliðið var auðvitað mætt hérna til að verja markið sitt og þeir gerðu það vel. Þetta var þolinmæðisleikur og auðvitað setur það strik í reikninginn að lenda tvisvar undir. En mér fannst liðið spila vel og ég var ánægður með strákana í dag.“ Þrátt fyrir að hægt sé að tala um tvö töpuð stig í titilbaráttu Breiðabliks getur liðið huggað sig við það að Víkingar gerðu einnig jafntefli í kvöld. „Það er bara óbreytt staða frá því í morgun. Við erum ennþá með þetta í okkar höndum eins og í svolítið langan tíma núna.“ Þá segist Halldór ætla að gefa liðinu smá frí nú þegar landsleikjahléið tekur við áður en liðið mætir aftur á fullu gasi til að undirbúa sig fyrir lokasprettinn. „Við tökum þriggja daga frí, en svo þurfum við bara að æfa vel og undirbúa þessa tvo leiki sem eru framundan,“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sport Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Sjá meira
„Okkur var refsað fyrir þessi fáu mistök sem við gerðum. Við gerðum reyndar vel að koma til baka tvisvar en það er auðvitað bara Frederik [Schram, markvörður Vals] sem vinnur þetta stig fyrir þá. Ég er stoltur af liðinu en svekktur með niðurstöðuna,“ bætti Halldór við. Hann segir enn fremur að það sé erfitt að finna eitthvað sem hann er ósáttur við í leik síns liðs í kvöld. „Það er erfitt. Í byrjun leiks fannst mér við vera aðeins of soft þegar þeir voru að senda háa bolta fram á Patrick [Pedersen]. Mér fannst hann fá að valsa bara hérna um og við hefðum þurft að standa aðeins nær honum. Það var kannski aðallega það. Við tókum hann miklu betur í seinni hálfleik.“ „Valsliðið var auðvitað mætt hérna til að verja markið sitt og þeir gerðu það vel. Þetta var þolinmæðisleikur og auðvitað setur það strik í reikninginn að lenda tvisvar undir. En mér fannst liðið spila vel og ég var ánægður með strákana í dag.“ Þrátt fyrir að hægt sé að tala um tvö töpuð stig í titilbaráttu Breiðabliks getur liðið huggað sig við það að Víkingar gerðu einnig jafntefli í kvöld. „Það er bara óbreytt staða frá því í morgun. Við erum ennþá með þetta í okkar höndum eins og í svolítið langan tíma núna.“ Þá segist Halldór ætla að gefa liðinu smá frí nú þegar landsleikjahléið tekur við áður en liðið mætir aftur á fullu gasi til að undirbúa sig fyrir lokasprettinn. „Við tökum þriggja daga frí, en svo þurfum við bara að æfa vel og undirbúa þessa tvo leiki sem eru framundan,“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sport Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Sjá meira