Fleiri fréttir

Hamilton vill ekki hjálp frá Button

Lewis Hamilton, ökumaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, vill ekki að liðið beiti liðsskipunum svo Jenson Button hjálpi honum í titilbaráttunni. McLaren hefur sagt það mögulegt að Button verði gert að hjálpa til í stað þess að sækja titilinn sjálfur.

Úrhelli truflar æfingar í Belgíu

Rigning og rok settu strik í reikninginn á æfingum dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Enginn ók raunverulega tímatökuhringi á síðustu æfingunni þrátt fyrir að hafa sett opinbera hringtíma.

Austin-brautin í Texas tilbúin í tölvuleik

Formúlu 1-brautin sem verið er að byggja í Austin í Texas í Bandaríkjunum er nú alveg að verða tilbúin. Tölvuleikjarisinn Codemasters er þó tilbúinn með brautina fyrir tölvuleikinn sem þeir hyggjast gefa út í haust. Leikurinn verður sá þriðji í röðinni frá fyrirtækinu og kallast F1 2012.

Raikkönen efaðist aldrei um burði Lotus

Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að liðið gæti ekki bætt árangur sinn í ár frá því í fyrra. Árið 2011 var slæmt ár fyrir Lotus. Liðið endaði í fimmta sæti langt á eftir Mercedes.

Schumacher ekur sinn 300. kappakstur

Michael Schumcher mun taka þátt í sínum 300. kappakstri þegar Formúla 1 snýr aftur úr sumarfríi þann 2. september. Þá verður keppt á Spa í Belgíu en þar hefur Schumacher jafnan átt sínar stærstu stundir á Formúlu 1-ferlinum.

Guðmundur Ingi Íslandsmeistari í Gokart 2012

Guðmundur Ingi Arnarson varði Íslandsmeistaratitil sinn í Gokart í dag þegar hann vann fjörugt mót á keppnisbraut AÍH í Hafnarfirði. Guðmundur vann allar loturnar þrjár og var búinn að tryggja sér titilinn eftir tvær lotur.

Alonso með besta stuðulinn

Fernando Alonso er talinn lang líklegastur til að vinna heimsmeistaratitilinn í haust. Veðbankar gefa honum líkurnar 11/10. Alonso hefur nú 40 stiga forystu í heimsmeitarakeppninni þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað.

Sjá næstu 50 fréttir