Óheppnin virðist elta Williams-ökumanninn Pastor Maldonado á röndum því hann getur ekki einu sinni verið í fríi frá Formúlu 1 kappakstri án þess að klessa bílinn.
Maldonado ók Williams-bílnum um stræti Caracas, höfuðborgar heimalandsins Venusúela, og átti það að vera flott athöfn þar sem honum var tekið sem hetju eftir ágæta spretti í Formúlu 1 í ár. Akstur Maldonado átti að vera aðal númerið.
Hátt í 20 þúsund manns horfðu á Maldonado rústa bílnum ásamt þó nokkrum pólitískum og hernaðarlegum leiðtogum. Það var ekki á skömm Maldonado bætandi en Sir Frank Williams eigandi Williams-liðsins og hluthafinn Toto Wolff fylgdust einnig með.
Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan.
Formúla 1