Fleiri fréttir

Lotus heldur Grosjean árið 2013

Lotus-liðið hefur tekið ákvörðun um að nýta starfskrafta Romain Grosjean á nýjan leik árið 2013. Grosjean var harðlega gagnrýndur í sumar fyrir einstaklega óheppilega árekstra og annan óskunda í keppnum ársins.

Button: Hamilton mun koma Rosberg á óvart

Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir að Lewis Hamilton, fyrrum liðsfélagi hans, muni koma nýjum liðsfélaga hjá Mercedes á óvart. Nico Rosberg eigi eftir að átta sig á hversu hæfileikaríkur og fljótur Hamilton er.

Alonso valinn bestur af liðstjórum

Þó hann hafi tapað heimsmeistaratitlinum með aðeins þremur stigum var Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, valinn besti ökuþór ársins af liðstjórum í Formúlu 1. Valið var birt á síðum breska tímaritsins Autosport.

Austurríki gæti verið viðkomustaður Formúlu 1 2013

Það gæti allt eins farið svo að aukamótið á dagatali Formúlu 1 á næsta ári verið í Austurríki en ekki í Tyrklandi. Framtíð kappakstursins í Tyrklandi er nú í höndum ríkisstjórnar Tyrklands sem mun taka ákvörðun um fjárframlög til mótshaldsins fyrir áramót.

Vettel krýndur heimsmeistari - myndir

Sebastian Vettel var í gær krýndur heimsmeistari í Formúlu 1 við mikla athöfn í Tyrklandi, þar sem FIA hélt sitt árlega verðlaunapartý. Christian Horner tók við verðlaunum fyrir hönd Red Bull-liðsins sem eru heimsmeistarar bílasmiða.

Útlit fyrir 20 mót á næsta ári

Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu.

Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall

Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á.

Stærstu liðin borga rúman milljarð króna í keppnisgjöld

Keppnisgjaldheimtunni í Formúlu 1 var breytt í haust. Keppnisgjöldin sem öll keppnisliðin verða að greiða til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandsins) er að lágmarki 62,5 milljónir króna en að auki er stigafjöldi liðanna margfaldaður með 6000 dollurum, 750 þúsund íslenskum krónum.

Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall

Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall.

HRT gjaldþrota og keppir ekki 2013

HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið.

Sjá næstu 50 fréttir