Fleiri fréttir

Jóhanna syngur jólin inn fyrir Svía

Jóhanna Guðrún, Eurovision-stjarna okkar Íslendinga, er ein af stjörnum hins árlega Julegalan sem haldið er um alla Svíþjóð ár hvert. Umgjörð tónleikanna minnir á Frostrósar-tónleikana sem haldnir hafa verið hér á landi og notið mikilla vinsælda.

Fimm þúsund stálu Fangavakt

Hátt í fimm þúsund netverjar hafa stolið fyrsta þættinum af Fangavaktinni á skráarskiptasíðum. Þetta segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS. Hann óttast að ef ekkert verði að gert muni þessi tala hækka töluvert. Snæbjörn átti fund með lögreglunni á miðvikudaginn og lagði þar fram gögn sem var safnað þegar þátturinn var frumsýndur á sunnudagskvöldinu.

Jessicu Biel dömpað í gegnum síma

Fréttir af meintum sambandsslitum söngvarans Justins Timberlake og leikkonunnar Jessicu Biel verða fyrirferðarmeiri með hverjum degi. Tímaritið US Weekly segir að Timberlake hafi fært Biel fréttirnar í gegnum síma fyrir mánuði. Leikkonan mun vera miður sín og neitar að trúa því að sambandinu sé lokið. Parið byrjaði fyrst að stinga saman nefjum fyrir þremur árum. Timberlake mætti einn á frumsýningu nýrrar fatalínu sinnar í New York í septemberbyrjun og segja sjónarvottar að hann hafi hagað sér sem einhleypur maður og meðal annars dansað þétt allt kvöldið við hávaxna stúlku í svörtum kjól.

Gullstyttuáform í salt vegna kreppu

Sérvitringurinn Nick Cave hefur frestað áformum um að reisa gullstyttu af sjálfum sér í heimabæ sínum, Warracknabeal í Ástralíu.

Næturlífið færist vestur fyrir læk

Heitustu skemmtistaðirnir eru nú flestir fyrir vestan Lækjargötu. Þessi þróun hefur átt sér stað á skömmum tíma en er í raun afturhvarf til þess sem áður var. Fréttablaðið kannaði málið.

Semur Sign-plötu á íslensku

Ragnar Sólberg heldur áfram að semja tónlist fyrir Sign þó að bróðir hans sé hættur í sveitinni. Hann nýtur þess að vinna að tónlist í Svíþjóð. „Platan verður á íslensku. Hún er að verða svo góð að ég er að spá í að gera hana á ensku líka,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg um fyrstu drög að nýrri plötu hljómsveitarinnar Sign.

Meira fjörið hjá Abba-bræðrum

Nú er nýlokið fyrstu prufum fyrir uppsetningu á Mamma Mia! í Kaupmannahöfn en verkið fer upp í Tivoli Konsertsal og er frumsýning áætluð eftir ár.

Kvikmyndatónskáld safnar fyrir bágstadda Íslendinga

„Íslendingar í útlöndum hafa miklar áhyggjur af ástandinu heima og við, sem búsett erum erlendis, fylgjumst mjög vel með því sem er að gerast,“ segir Veigar Margeirsson, kvikmyndatónskáld í Los Angeles. Hann hefur ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Rögnu Jónasdóttur, stofnað söfnunarsíðuna silverliningcharity.org þar sem fólki gefst kostur á að gefa peninga til styrktar bágstöddum Íslendingum.

Óútgefið efni með Hendrix

Fulltrúar dánarbús gítarhetjunnar Jimi Hendrix segjast eiga svo mikið af óútgefnu efni að hægt sé að gefa út plötur á 12 til 18 mánaða millibili næsta áratuginn.

MS-ingur setur heimsmet: ,,Það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Það gerist ekki oft á þessu litla landi að heimsmet séu slegin, því þykja það mikil tíðindi að ungur nemandi í Menntaskólanum við Sund, Páll Bergþórsson hafi slegið eitt slíkt. Páli tókst að sitja í U-inu sem er helsti samkomustaðuur MS-inga samfellt í 19 klukkustundir og 47 mínútur síðastliðinn þriðjudag og þykir þetta vera mesta afrek í sögu skólans.

Bótox í beinni - myndband

Á meðfylgjandi link má sjá þegar blaðakonan Kate Spicer heimsækir lýtalækni Madonnu sem sjálfur hefur gert svipaðar aðgerðir á eigin andliti og á poppdrottningunni. Eins og myndbandið sýnir rannsakar blaðakonan persónulega hvernig Frederick fer að því að setja fyllingarefni í andlit hennar sem kallast bótox. Ef þú ert viðkvæm/ur skaltu ekki eyða tíma þínum í að skoða bótoxmeðferð í beinni. - Sjá hér.

Sveppi og Auddi klæddir upp að hætti Haffa Haff

Ólátabelgirnir Sverrir Þór og Auðunn Blöndal eru óhræddir við að prófa nýja hluti. Þeir hafa meðal annars klætt sig upp sem rónar og verið hótað lífláti. Auðunn segir ekkert hafa toppað Haffa Haff.

Frikki býður Barack Obama í mat

Fyrirmenni heimsins eru tekin að safnast saman í Kaupmannahöfn þar sem Alþjóðaólympíunefndin situr á rökstólum og skeggræðir hvaða borg fær að halda Ólympíuleikana 2016. Íslenskur veitingamaður í borginni hefur boðið forseta Bandaríkjanna í hamborgara af því tilefni.

Ég hef verið bænheyrður

Gaukur Úlfarsson fylgir Emilíönu Torrini eftir á Evróputúr hennar. Hann er að gera mynd um tónleikaferðina og er afar ánægður að hafa fengið að komast aðeins burt frá Íslandi.

Týndi nærbuxunum sínum á barnum

„Hvernig útskýrir maður fyrir konunni sinni að maður hafi týnt nærbuxunum á barnum? Maður segir bara satt og rétt frá,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari og Hellisbúi með meiru. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru á Jóhannes sínar lukkunærbuxur sem hann leikur alltaf í. En kvöld eitt ákvað hann að skella sér aðeins út á lífið með félögum sínum og hafði lukkubrækurnar með sér í plastpoka. Svo óheppilega vildi til að Jóhannes gleymdi pokanum með heillagripnum í og hann reiknar fastlega með því að enginn hafi verið svo góður í sér að geyma brækurnar eða passa þær þar til hann vitjaði þeirra aftur.

Hjaltalín í jólaplötuflóðinu

„Við tökum þátt í flóðinu og komum með nýju plötuna okkar í nóvember,“ segir Högni Egilsson, aðalsprauta hljómsveitarinnar Hjaltalín. Eitthvað var á huldu hvort sveitin myndi fylgja plötunni Sleepdrunk Seasons eftir í ár, en sú plata kom út í desember 2007 og vakti mikla athygli á þessari fjölmennu gæðasveit.

Hamingjuóskum rignir inn

„Þetta gekk ótrúlega vel. Það voru tæplega þrjú hundruð manns sem sóttu hana og það voru allir mjög ánægðir,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, einn af skipuleggjendum tónlistarráðstefnunnar You Are in Control sem var haldin fyrir skömmu. Einn af gestum hátíðarinnar var Alicen Catron Schneider, sem velur tónlist í þætti á NBC-sjónvarpsstöðinni á borð við Heroes, Trauma og Royal Pains.

Amy gefur út plötur

Söngkonan Amy Winehouse hefur komið á fót sínu eigin útgáfufyrirtæki sem ber nafnið Lioness og hyggst gefa út tónlist þrettán ára gamallar guðdóttur sinnar. Winehouse þykir guðdóttirin, Dionne Bromfield, hafa einstaka rödd og er viss um að hún muni hljóta skjótan frama í tónlistarheiminum.

Ný Polanski-mynd í biðstöðu

Nýjasta verk leikstjórans Romans Polanski hefur verið sett í salt um óákveðinn tíma. Um er að ræða kvikmyndina The Ghost með þeim Ewan McGregor og Pierce Brosnan í aðalhlutverkum. Tökum á myndinni er lokið og klipping er á lokastigi en enn á eftir að fullvinna hana. Myndin segir frá svokölluðum „skuggarithöfundi“ sem er falið að skrifa ævisögu bresks forsætisráðherra og kemst um leið að fjölskylduleyndarmáli sem setur líf hans í uppnám.

Hljómalindarfólk á götunni á ný

„Síðasti opnunardagurinn var á sunnudaginn og við erum bara að pakka öllu dótinu niður í þessum töluðu orðum,“ segir Helena Stefánsdóttir, ein fjögurra eigenda Kaffi Hljómalindar sem hætti rekstri á mánudaginn. Ástæða þess mun vera sú að Hljómalindarfólkið fékk ekki framlengdan leigusamninginn og missti því húsnæðið.

Hljómsveitir fá borgað í dilkum

Þær hljómsveitir sem taka þátt í rokk­hátíðinni Slátur í Reiðhöllinni í Búðardal fá greitt fyrir spilamennskuna í dilkum. Hátíðin, sem verður haldin 23. október, er liður í haustfagnaði sauðfjárbænda.

Rúnar vann til verðlauna

Nordisk Panorama – norrænu heimildar- og stuttmyndahátíðinni lauk í gær. Sýndar voru í Regnboganum verðlaunamyndir sem dómnefndir kváðu upp úr um að væru bestar af þeim 72 myndum sem valdar voru á hátíðina úr enn stærri pakka norrænna kvikmyndaverka.

Yorke og Flea starfa saman

Thom Yorke, söngvari Radiohead, hefur stofnað nýja hljómsveit sem mun spila lög frá sólóferli hans, meðal annars af plötunni Eraser. Með honum í sveitinni eru Flea úr Red Hot Chili Peppers, upptökustjórinn Nigel Godrich, Mauro Refosco og Joey Waronker sem hefur trommað með Beck og R.E.M.

Kattholt vill gefa Ögmundi kött

„Það voru mikil viðbrögð hérna eftir að fréttin birtist, allar símalínur hafa verið rauðglóandi,“ segir Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélagsins sem á og rekur Kattholt.

Einmanaleg framtíðarsýn Hollywood

Hinar stóru karlkyns Hollywood-stjörnur virðast þurfa að ganga í gegnum ákveðna eldraun á sínum ferli; að leika einmana karla í framtíðinni og kljást við ógnir þess sem koma skal.

Peningaflíkum ekki stolið frá Ása

„Ég var reyndar bara að sjá auglýsinguna í dag og þetta líkist mjög kjólnum sem ég hannaði. Ég held ekki að auglýsingastofan hafi stolið hugmyndinni af mér, þetta er örugglega bara tilviljun,“ segir fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson um nýja auglýsingu fyrirtækisins N1, en þar má sjá fyrirsætur klæddar peningaflíkum ekki ósvipuðum peningakjól sem Ásgrímur Már hannaði fyrir jólasýningu listasafns ASÍ í fyrra.

Svíar hrifnir af Árstíðum

„Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir Ragnar Ólafsson úr hljómsveitinni Árstíðum. Henni hefur verið boðið að spila í Svíþjóð og á norsku tónlistarhátíðinni By:Larm næsta vor. Boðið kom eftir góða frammistöðu á tónleikum í Fríkirkjunni í síðustu viku þar sem sænskir útgefendur voru á meðal gesta. „Eftir tónleikana króuðu Svíarnir mig af og voru að ræða plön um að fá okkur til Skandinavíu. Það stendur til að fara þangað í vor,“ segir Ragnar. Á By:Larm koma einnig fram íslensku sveitirnar Hjaltalín og Retro Stefson ásamt tónlistarmanninum Ólafi Arnalds.

Brown fer sínar eigin leiðir

Breski tónlistarmaðurinn Ian Brown hefur gefið út sína sjöttu sólóplötu, My Way. Þar syngur hann um líf sitt og tveggja áratuga feril í tónlistarbransanum.

Ríkur Ameríkani keypti lopapeysu á 120 þúsund

„Ég held að peysan slái einhvers konar met í að vera dýrasta lopapeysa sem hefur verið seld úr landi,“ segir listamaðurinn Rebekka Guðleifsdóttir. Ekki er langt síðan Rebekka byrjaði að selja sérhannaðar lopapeysur sem hún prjónar sjálf. Í dag er hún með biðlista af útlendingum sem vilja ólmir komast í snertingu við íslensku ullina, en æstasti kaupandinn var án efa ríkur Ameríkani sem greiddi 1.000 dollara fyrir peysu – um 120 þúsund íslenskar krónur.

Sjá næstu 50 fréttir