Fleiri fréttir

Eftir lokin frumsýnt í Tjarnarbíói

Á morgun verður leikritið Eftir lokin eftir Dennis Kelly frumsýnt í Tjarnarbíói. Eftir lokin segir frá tveimur einstaklingum, Markúsi og Lísu, vinnufélögum sem eru innilokuð í sprengjubyrgi eftir kjarnorkuárás. Samskipti þeirra einkennast af togstreitu og spennu og ástandið er eldfimt.

Einar Áskell er strákurinn minn

Heilmikil tíðindi eru fólgin í útgáfu nýjustu bókarinnar um Einar Áskel, litla strákinn sem stór hluti Íslendinga hefur tekið ástfóstri við í gegnum tíðina, en í henni er minnst á móður drengsins í fyrsta sinn. Kjartan Guðmundsson spjallaði við Sigrúnu Árnadóttur þýðanda sem hefur þýtt bækurnar um Einar Áskel frá árinu 1980.

Ég man þig slær í gegn í Þýskalandi

Spennusagan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur er nú í fimmtu viku á þýska kiljulistanum en bókin hefur setið þar frá því að hún kom út í lok september. Bókin situr í 23. sæti listans og hefur aldrei farið hærra. Listinn mun birtast í vikuritinu Spiegel næstkomandi mánudag. Hrollvekja Yrsu virðist því leggjast jafn vel í Þjóðverja og Íslendinga, en bókin hefur verið samfleytt á metsölulista Eymundssonar frá því að hún kom út fyrir tæpu ári.

Hátt í tíu þúsund miðar bókaðir

Töfraflautan var frumsýnd af Íslensku óperunni í Eldborg í Hörpu um helgina. Margir færustu söngvarar þjóðarinnar ljá ævintýrinu rödd sína. Um er að ræða eina stærstu óperuperlu heims, Töfraflautuna eftir W. A. Mozart. Leikstjórn verksins er í höndum Ágústu Skúladóttur og Daníel Bjarnason er hljómsveitastjóri uppsetningarinnar, sem er sú fimmta hér á landi á þessu meistaraverki Mozarts.

Ótrúlegar vinsældir Gamlingjans

"Þetta er einsdæmi og þetta er met,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir, kynningarstýra Forlagsins. Bókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, eftir sænska rithöfundinn Jonas Jonasson, hefur slegið í gegn á Íslandi. Bókin hefur fengið góða umsögn gagnrýnenda og hjá Forlaginu muna menn ekki eftir annarri eins sölu. Þriðja prentun er komin í verslanir en ekki eru nema þrjár vikur liðnar síðan bókin kom út. Erla Björg segir að alls hafi sjö þúsund bækur selst út af lager Forlagsins og samtals hafa 8.500 eintök nú verið prentuð.

Fagna Reykjavik Rocks

Haldið verður útgáfuteiti í dag til að fagna útgáfu bókarinnar Reykjavik Rocks. Bókin er kynningarrit í léttum dúr um Reykjavík vorra daga og meðal helstu höfunda efnis í bókinni eru Hallgrímur Helgason, Örn Úlfar Sævarsson og Jón Atli Jónasson.

Sögur sem þarf að segja

Tryggvi Gunnarsson er höfundur og leikstjóri Glámu, leikrits sem frumsýnt var í Norðurpólnum fyrir helgi. Hann segir hið óvænta leika stórt hlutverk í sýningunni. Þrír vinir koma saman á síðsumarkvöldi til að skemmta sér.

Andblær liðinna ára

Laugardaginn 15 október halda Sardas strengjakvartett og söngkonan Agnes Amalía sópran tónleika undir yfirskriftinni Andblær liðinna ára.

Baráttan erfiða um orðsporið

Bjarni Bjarnason rithöfundur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni.

Sjá næstu 50 fréttir