Fleiri fréttir

Hvernig vilt þú fara ofan í jörðina?

Nám í Mótun er tveggja ára tilraunastofa í samstarfi Myndlistaskólans í Reykjavík og Tækniskólans. Unnið er með leir og önnur efni, tengd honum. Námið er leið til BA-gráðu við evrópska samstarfsskóla.

Saga Herbjargar verður einleikur í Hamborg

„Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leikkonu sem ráðgert er að verði frumsýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi.

Bít-skáld liðkaði fyrir Ameríkuútgáfu

„Hún verður gefin út hjá forlagi sem nefnist New American Press og er ekki langt frá Chicago. Þetta er tíu til fimmtán ára gamalt forlag sem gefur út bókmenntir og tímarit. Þeir ætla að gera vel úr þessu og það kemur jafnvel til greina að ég fari út, lesi upp og áriti,“ segir rithöfundurinn Ólafur Gunnarsson. Smásagnasafn hans, Meistaraverkið, verður gefið út í Bandaríkjunum á næsta ári.

Einvalalið listamanna á styrktartónleikum

Styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar, Jólaljós, verða í Guðríðarkirkju á sunnudaginn. Allur ágóði rennur til þriggja eftirlifandi barna Hönnu Lilju Valsdóttur sem lést af barnsförum í sumar.

Segir jóga hafa góð áhrif á vinnuna

Sýning með nýjum málverkum Daða Guðbjörnssonar opnar á Kjarvalsstöðum á morgun klukkan fjögur. Daði sótti innblástur í Ódysseifskviðu Hómers við gerð verkanna.

Söngveisla í Iðnó

Íslenski sönglistahópurinn kemur fram í Iðnó á degi íslenskrar tungu, næstkomandi miðvikudag. Dagskrá hópsins er tileinkuð ljóðskáldunum Jónasi Hallgrímssyni og Tómasi Guðmundssyni. Á efnisskránni verða lög eins og Dagný, Tondeleió, Enn syngur vornóttin, Fagra veröld, Smávinir fagrir, Sáuð þið hana systur mína, Ég leitaði blárra blóma og fleira í þessum dúr.

Ég held að það blundi illska í öllum

Glæsir eftir Ármann Jakobsson er ein umtalaðasta skáldsaga haustsins og hefur höfundinum verið hrósað í hástert fyrir frumleg efnistök og frásagnaraðferð. Sjálfur gefur hann lítið fyrir hugmyndina um frumleika en telur aftur á móti að það sem er satt um tíundu öld sé líka satt um okkar tíma.

Grét yfir bókarskrifunum

Steinunn Sigurðardóttir hélt að hún gæti aldrei skrifað bók um kynferðisbrot. Svo kom söguefnið í bókinni Jójó til hennar og þá varð ekki aftur snúið.

Ameríka sýnir Óttari áhuga

„Þetta er lítið framleiðslufyrirtæki sem frétti af bókinni í gegnum sameiginlega vinkonu, Rut Hermannsdóttur sjónvarpsframleiðanda. En það er ekkert fast í hendi,“ segir Óttar Martin Norðfjörð rithöfundur.

Sveinn Dúa fagnar sönglagaplötu

„Tónleikarnir verða góðir, platan verður flutt eins og hún kemur fyrir. Og svo verður auðvitað Sigríður Thorlacius með okkur, en það er einn dúett á plötunni með okkur. Ég er mjög ánægður með útkomuna og viðtökurnar,“ segir tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem fagnar útkomu fyrstu einsöngsplötu sinnar með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöld klukkan 20.

Sjá næstu 50 fréttir