Fleiri fréttir

Bandarísk fósturmóðir verður metsöluhöfundur

Skáldsagan Táknmál blómanna eftir bandaríska rithöfundinn Vanessu Diffenbaugh hefur selst til yfir 40 landa víðs vegar um heiminn. Sagan þykir gefa raunsæja innsýn í oft og tíðum kaldranalegan veruleika fósturbarna í Bandaríkjunum. Skáldsagan Táknmál blómanna, eftir bandaríska rithöfundinn Vanessu Diffenbaugh, segir örlagasögu Victoriu, sem elst upp á flækingi milli fósturheimila og stofnana. Þegar hún verður átján ára og þar með komin út úr kerfinu þarf hún að takast á við lífið, ein og án aðstoðar. Hún er illa búin undir það verkefni og rekur sig á ýmsar hindranir á leið sinni að því að verða heil. Sagan af Victoriu hefur verið gefin út í meira en 40 löndum frá því hún kom fyrst út í Þýskalandi í byrjun árs 2011. Það þykir ótrúlegur árangur, enda er bókin fyrsta skáldsaga höfundar.

Línur sem ná beint til hjartans

Þór Breiðfjörð, söngvari og leikari, synti móti straumnum og flutti nýlega heim til Íslands eftir fjórtán ára útivist, lengst af sem leikari á West End í London. Hann á að baki um 1.000 sýningar af Vesalingunum og æfir nú draumahlutverkið í Þjóðleikhúsinu

Strætóskýli eru samfélagsspegill

Strætóskýli nefnist sýning Sigurðar Guðmundssonar sem opnaði í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Í fréttatilkynningu frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur segir að þótt hlutverk strætóskýla virðist einfalt sé útlit þeirra ekki einsleitt. Það hafi breyst mikið frá því þau voru fyrst sett upp fyrir meira en 50 árum, til að veita notendum almenningssamgangna skjól meðan beðið er eftir fari. Þá séu þau líka kennileiti sem endurspegli íslenskt samfélag, þróunina frá nýtishyggju til markaðsvæðingar.

Einn plús einn er meira en tveir

Systurnar Sara og Svanhildur Vilbergsdætur eru báðar málarar sem undanfarna 18 mánuði hafa stundað "dúettmálun“, málað saman stórar, litríkar, sjálfsævisögulegar myndir. Friðrika Benónýsdóttir forvitnaðist um hvernig sköpun þeirra systra verður til.

Lífið saltfiskur og ukulele

Í einangrun taílensks sveitalífs urðu til lög við ástarljóð Kristínar á Hlíð í Lóni. Þegar Óskar Guðnason tónlistarmaður fór þangað í heimsókn greip hann með sér ljóðabók hennar, Bréf til næturinnar, og hljóðfærið ukulele.

Uppnám í Þjóðleikhúsinu

Sýningum á Uppnámi, uppistandssýningu sem sýnd hefur verið við góðan orðstír í Þjóðleikhúskjallaranum lýkur með pompi og prakt á stóra sviði Þjóðleikhússins á morgun, föstudag. "Við ætluðum okkur upphaflega að sýna fimm sýningar en þær eru orðnar þrettán. Sýningin á laugardag er sú allra síðasta og þá verðum við á stóra sviðinu sem er frábær endir og óvæntur," segir Arna Ýr Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir