Fleiri fréttir

Um hvað eru hagfræðingar sammála?

Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar

Frá bankahruni hafa hagfræðingar verið nokkuð í sviðsljósinu. Stéttin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki varað við ósköpunum en á sama tíma hefur verið leitað til hennar til að skýra hvað gekk hér á. Þá hefur hún verið fyrirferðarmikil í umræðu um nokkur helstu hitamál samtímans svo sem gjaldmiðilinn, verðtrygginguna og Icesave-málið. Í þessum málum og fleiri hafa hagfræðingar viðrað fjölbreyttar skoðanir og virðist

Hreinskilni einhleypa fólksins

Einhleypa fólkið. Hjörð án leiðtoga. Einmana úlfar og úlfynjur sem ráfa um með veiðihárin missýnileg. Þegar einhleypa fólkið brýnir klærnar beitir það oft flóknum brögðum til fella bráð sína. Sumt fólk villir á sér heimildir, lýgur eða spinnur upp sögur sem bráðin fellur kylliflöt fyrir og gerir eftirleikinn auðveldan. Svik hafa hins vegar afleiðingar og oft endar saklaus bráðin með þung lóð í hjarta sínu.

Takk

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Ég æddi inn á gjörgæsludeild klukkan 23.45 á sunnudagskvöldi, útgrátin með úfið hár og í inniskóm. Það voru einmitt vaktaskipti og ég hrasaði í flasið á lækni sem var að fara heim. Hún leit á mig og sagði svo: "Sestu niður með mér smástund.“ Hún spurði mig hvern ég væri að heimsækja og rakti svo fyrir mér hvernig staðan væri, hvað væri verið að gera og hvað væri hægt að gera. Vaktin hennar var búin, hún var á leið heim eftir örugglega erfiðan dag en gaf sér samt tíma fyrir mig.

Æfðu þig, barn, æfðu þig

Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar

Ég man vel hvað ég hugsaði á mínum fyrstu tónleikum átta ára gömul: "Hvað er ég að gera fyrir framan allt þetta fólk?" Í fátinu sem varð eftir að ég hafði klárað að spila lagið mitt gleymdi ég nótunum á píanóinu. Rak tánna fast í þegar ég hljóp til baka að ná í þær.

Mamma Bobba starfrækir mig

Allir þekkja þá tilhlökkun sem fylgir því að flytja að heiman. Að skapa sér eigin tilveru og skera á naflastrenginn við ma og pa.

Svo lengi lærir sem lifir

Ég las sögu í háskóla. Hafði gaman af því, svona heilt yfir séð. Þegar árin liðu komst ég í þá aðstöðu að sitja við og kynna mér sögu iðnaðar í þessu landi.

Heitstrenging Jay-Z

Gerður Kristný skrifar

Í síðustu viku bárust þau tíðindi um heimsbyggðina að bandaríski rapparinn Jay-Z hefði svarið þess dýran eið að hætta að kalla konur "tíkur“. Ástæðan fyrir þessari róttæku viðhorfsbreytingu var sú að honum og eiginkonu hans, söngkonunni Beyoncé, varð dóttur auðið. Ábyrgðarkenndin sem hvolfdist yfir kappann þegar snótin, sem gefið var nafnið Blue Ivy Carter, kom í heiminn hafði víst þessar gleðilegu afleiðingar. Samkvæmt frétt Vísisvefsins af heitstrengingu Jay-Z settist hann niður og orti ljóð í tilefni fæðingarinnar þar sem hann heitir því að bregða ekki orðinu "tík“ fyrir sig aftur.

Lög unga fólksins

Davíð Þór Jónsson skrifar

Um daginn settumst við nokkrir vinir inn á kaffihús og hugðumst eiga notalegt spjall um daginn og veginn. Okkur til nokkurrar undrunar bar þá svo við að á kaffihúsinu voru tónleikar þannig að ekki var annað í boði en að sitja og hlusta á tónlist.

Falskur söngur heykvíslakórsins

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. "Ha, ég? Ekki satt.“ Hver þá? "Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær.“

Góðan dag, kæri vinur

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Ég stóð í forstofu Barnaskóla Reykjavíkur og horfði á kennara taka á móti drengjum í skólann. Þeim mætti ekki aðeins hlýtt viðmót heldur kveðjan: "Góðan dag, kæri vinur.“ Í þessum skóla, eins og öðrum góðum menntastofnunum, er fólk ræktað. Góðan daginn er ljómandi ávarp, en varð elskulegt þegar kæri vinurinn bættist við. Kennararnir vanda málfar sitt, eru vinir nemenda sinna og nefna þá vini. Ég er viss um, að svo vinsamleg ávörp hafa góð áhrif á nemendur, á kennarana sjálfa, á skólabrag og þar með uppeldisaðstæður. Síðan seytlar þessi vinátta upp úr skólatöskum og úr barnamunnum inn á heimilin. Hvernig við tölum við hvert annað skiptir máli.

Á frímiða inn í nýja árið

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Jólatréð stendur enn í stofunni hjá mér þó að komið sé fram yfir miðjan janúar. Skrautlaust reyndar. Ég hef ekki komið því í verk að þvælast með það í Sorpu enda tréð rétt um tveir metrar á hæð og mikið um sig. Ég mikla fyrir mér að troðast með það niður stigaganginn og hvað þá að fóta mig með það í hálkunni á útitröppunum. Hef heldur ekki leyst þá gestaþraut að koma því inn í fjölskyldubílinn, svo í stofunni stendur það enn eins og plássfrek pottaplanta.

Fýluferð á föstudegi

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Andskotinn, þetta er vesen,“ hugsaði ég með mér þegar ég uppgötvaði að ég hafði keyrt um á útrunnu ökuskírteini í þrjá mánuði. Ég gróf upp símanúmerið hjá gamla ökukennaranum mínum og pantaði ökumat síðar í sömu viku. Ökumatið gekk bara nokkuð vel; ég þótti vera öruggur ökumaður en mætti vera aðeins duglegri við að gefa stefnuljós. Þá þarf ég að gæta þess að stoppa alveg, en ekki næstum því, við stöðvunarskyldu. Gott og vel, ég var kominn með ökumatið og gat þá endurnýjað ökuskírteinið hjá sýslumanni. Það var föstudagur og ég ákvað að klára málið bara strax.

Með höfuðið uppi í rassgatinu

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Nýtt upphaf hefur alltaf heillað mig, sama hversu stóran eða lítinn viðburð það felur í sér. Ég endurræsi tölvuna mína oft á dag, hendi reglulega öllu úr ísskápnum mínum og læt stundum þvo öll fötin mín í einu. Allt í nafni endurnýjunar. Ég hef skipt nokkuð reglulega um vinnu síðustu ár og eftir misheppnuð ástarsambönd rofar ekki til í huga mínum fyrr en ég átta mig á ferskleikanum sem felst í nýju upphafi.

Karlmennskan í fyrirrúmi

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég komst aldeilis í hann krappan nýverið þegar ég gekk örna minna í háskólanum í Kordóba. Mér var ekkert voðalega mikið mál en þar sem ég átti langa ökuferð fyrir höndum taldi ég betra að tæma blöðruna. Þegar ég kem svo á þetta íturvaxna salerni er þar heilt hreingerningarlið að störfum. Þrjár konur með spreibrúsa, tuskur, moppu og mikinn hreingerningarvagn.

Paraskevidekatriaphobia

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Af því að það er gaman að skrifa þetta orð. Svo má líka prófa að segja það… ekki vera hrædd, þið verðið hvorki lostin eldingu né bitin af svörtum stigaketti þótt þið prófið að segja orð sem þið hafið líklegast aldrei heyrt sagt og vitið ekkert hvað þýðir. Orð eru bara orð, er það ekki?

Konungur dýranna er ekki ljón

Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar

Krúttfréttir af dýrum eru klassískt fréttaefni. Konungur dýranna í íslenskum fjölmiðlum er hins vegar alls ekki ljón. Langt í frá. Það er pandabjörn.

Hált í hvoru

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri biðu margir í ofvæni eftir því hvernig hann myndi spjara sig á hinu "pólitíska svelli“. Enginn meinti það bókstaflega en sú er engu að síður orðin raunin; hið pólitíska svell er orðið að áþreifanlegum veruleika í Reykjavík, undir brakandi kliði í brotnum mjöðmum og undnum hnjám.

Man einhver eftir Manning?

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Þrátt fyrir takmarkalitla möguleika til að verða sér úti um upplýsingar og koma þeim á framfæri á nýstárlegan máta er stundum eins og íslenskir fjölmiðlar nýti sér allir sömu fréttauppsprettuna. Á þetta bæði við um innlendar sem erlendar fréttir. Kannski endurspeglar það umræðuhefðina í samfélaginu; svo virðist sem okkur láti best að fókusa á eitt afmarkað mál þar til við hættum að hafa áhuga á því og snúa okkur síðan að því næsta. Þess vegna virðist manni stundum sem mál hverfi úr vitund okkar, eitthvað sem allir eitt sinn ræddu liggur í þagnargildi.

Kaupmátturinn kemur í kvöld

Gerður Kristný skrifar

Í upphafi árs fálmum við innst inn í hugarfylgsnin og athugum hvað leynist í myrkum skotunum. Við gröfumst fyrir um líðan okkar og lofum sjálfum okkur að bæta bæði hag og heilsu, hvort sem það er gert með hugrækt, líkamsrækt eða vetraráformum um sumarferðalag. Sumir einsetja sér líka að taka fjárhaginn fastari tökum en áður og bregða sér á námskeið í heimilisbókhaldi. Nú er það nefnilega sjálfur Kaupmátturinn sem segir helst til um ástand íslensku þjóðarinnar. Rétt fyrir jól byrja fjölmiðlar að flytja fréttir af ferðum Kaupmáttarins mikla og auðvitað kom hann arkandi ofan úr fjöllunum með poka fullan af glingri. Og vei þeim sem ekki fengu nýja spjör. Þeir þurfa ekki að kemba hærur sínar.

Köllun forseta

Davíð Þór Jónsson skrifar

Varla hafði forseti Íslands lokið nýársávarpi sínu þar sem hann gaf í skyn að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í sumar, fyrr en samkvæmisleikurinn "Finnum forseta“ upphófst í fjölmiðlum og hvar sem fólk kom saman. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að þjóðin svipist nú um eftir heppilegum frambjóðendum í sínum röðum og ástæðulaust er að setja út á að fjölmiðlar taki að sér hlutverk ákveðins leitarljóss í þessari eftirgrennslan. Að mínu mati væri þó afar óæskilegt ef fyrir því myndaðist sú stemning að fjölmiðlar einir hefðu tillögurétt í þessum efnum.

Trjálundur framliðinna gæludýra

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Það er enginn maður með mönnum um þessar mundir nema komið hafi verið að máli við hann um að bjóða sig fram til forseta. Ég varð því upp með mér þegar skorað var á mig að taka slaginn. Það var að vísu eiginmaðurinn sem setti fram þá frómu ósk. Hann hafði nefnilega augastað á goðsagnarkenndum vínkjallara Bessastaða. Tvennt kom til í ákvörðun minni um að sækjast ekki eftir embættinu. Þótt fólk af minni árgerð megi aka bíl, drekka áfengi, fjölga sér, setja banka á hausinn og dikta upp lög á Alþingi höfum við ekki aldur til að neita sömu lögum staðfestingar með konunglegu veifi innblásnu sjálfsþóttafullum þjóðernismóði því forseti þarf að vera minnst 35 ára. Þótt þessi fyrri ástæða teljist nokkuð óhagganleg vó hin síðari sem hér fer á eftir hins vegar þyngra.

Stóra áramótaheitið

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Þorir þú? Áramót veita tækifæri til að núllstilla og forgangsraða. Framundan er opinn tími. Hvernig getur þú notið þess tíma best, sem þér er gefinn? Ef þú lætur aðeins stjórnast af áreiti daganna og gerir ekkert annað en að bregðast við hættir þú að heyra rödd hjartans. Þá blæs viskan hjá og spekin líka. Siglandi skip þarfnast stefnu og menn þarfnast líka stjórnar á sínum lífssjó.

Amstrið tekur yfir

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Sviptingar urðu í Stjórnarráðinu um áramótin og stokkað var upp í skipan ráðuneyta. Sjálfsagt eru þetta heilmikil tíðindi en einhvern veginn kippti ég mér ekkert upp við þetta. Forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur, en ég kippti mér ekki heldur upp við það. Nennti ekki að taka þátt í vangaveltum um hver yrði næsti forseti né hvort von væri á "ferskari“ vindum í stjórnmálunum með nýjum framboðum. Hef hálfpartinn litla trú á stjórnmálaafli sem hefur hvorki stefnuskrá né nafn þegar það stígur fram.

Forsetakjör á nýjum forsendum

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Komandi forsetakjör kann að verða ólíkt þeim fyrri í ljósi þess að sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur breytt eðli embættis síns. Það er eiginlega orðin klisja að segja það en embættið er orðið pólitískara. Skýrasta dæmið er án efa að Ólafur virkjaði málskotsrétt forseta með því að hafna í þrígang að skrifa undir lög frá Alþingi. Þá hefur Ólafur í raun leyft sér hin síðari ár að reka eigin utanríkisstefnu án, að því er virðist, mikils samráðs við utanríkisþjónustuna. Með þessi fordæmi til staðar er eftir meiru að slægjast fyrir stjórnmálahreyfingar landsins að koma "sínum manni“ að.

Megi rokkið lifa þó ég deyi

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Undanfarin þrjú ár hef ég verið heimagangur hjá fjölskyldu einni í bænum Baza hér í Andalúsíu þar sem ég hef verið að hjálpa unglingunum á bænum að nema ensku. Mér er minnisstætt þegar ég hóf þessa heimavitjun hversu fjörugur fjölskyldufaðirinn var. Hann er gamall rokkari og leiftraði allur þegar ég gerði grein fyrir aðdáun minni á Led Zeppelin og Deep Purple. Mér er einnig minnisstætt þegar þessi fimmtugi fjölskyldufaðir yngdist um þrjátíu ár þegar hann var að búa sig undir að fara á tónleika með AC/DC í Sevilla.

Sjá næstu 50 greinar