Fleiri fréttir

Iss piss piss

Erla Hlynsdóttir skrifar

"Væri ég rukkuð fyrir að fara á salernið þá myndi ég glöð pissa á gólfið í staðinn.“ Þetta eru viðbrögð konu nokkurrar við því að eigandi vegasjoppu íhugar að láta þá sem ekkert versla borga fyrir að nota klósettið. Viðbrögðin má sjá á dv.is, undir frétt þar sem fjallað er um að eigandi Baulu í Borgarnesi sé búinn að fá nóg af "hlandrútum“ sem stoppi með tugi farþega sem fari bara á klósettið en kaupi ekkert.

Best í heimi

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Stundum, seint á kvöldin, þá staldra ég við og hugsa um stærsta einstaka þáttinn í sögu okkar sem íþróttaþjóðar: Höfðatöluna. Ef Íslendingar væru fjölmenn þjóð þyrftum við síendurtekinn árangur til að blása upp þjóðarstoltið en í staðinn beitum við tölfræðiæfingum sem gefa okkur tímabundna, en unaðslega, vellíðan. Auðvitað eigum við að gera meira úr höfðatölunni. Samkvæmt henni hefur árangur Íslendinga á Ólympíuleikum verið óslitin sigurganga.

Lauflétt um lífshamingjuna

Hvað veitir þér lífshamingju? Ef svarið þitt er að fylgjast með sápuóperum og bresku konungsfjölskyldunni, þá eigum við ekki skap saman. Þér er þó vorkunn því það er merkilega erfitt að svara þessari spurningu án umhugsunar. Ég átti í það minnsta erfitt með það þegar hún var borin undir mig fyrir skömmu. Merkilega erfitt segi ég því hamingja er alveg við toppinn á lista okkar flestra yfir það sem við sækjumst eftir í lífinu.

Hið landlæga stefnuleysi

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Við Íslendingar erum skorpuþjóð. Já, þetta er klisja og jafn fúl og aðrar slíkar, en það þarf ekki að þýða að hún sé ekki sönn. Þessi fullyrðing gerir líka ráð fyrir því að hægt sé að fullyrða um þjóðareðli, sem er hæpið og byggir aftur á því að hægt sé að fullyrða um að þjóð sé til, sem er einnig hæpið. En hér erum við komin út í póstmódernísk fræði sem gætu leitt okkur í karp um hugtök, sem er hið besta mál en skilar kannski ekki endilega miklu. Það getur verið kostur að geta einhent sér í verkin, að láta ekki fyrirframgefið skipulag niðurnjörva allt og geta brugðist við breyttum aðstæðum hratt. Það er hins vegar galli hve víða alla stefnu skortir í íslensku samfélagi.

Mannúð á hrakhólum

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Stundum virðist sem Íslendingum hafi tekist að flækja hluti sem mest þeir mega þegar kemur að blessaðri stjórnsýslunni, bæði hvað pólitíkina og embættin sjálf varðar. Hvernig stendur til dæmis á því að við höfum komið okkur upp kerfi þar sem hælisleitendur bíða árum saman á milli vonar og ótta eftir afgreiðslu umsókna sinna? Trauðla er það skilvirkt, hvað þá mannúðlegt, að kippa fólki út úr mannlegu samfélagi og geyma í limbói í nokkur ár á meðan umsóknir velkjast í kerfinu.

Börn á fjöll?

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Geta börn gengið Laugaveginn, leiðina úr Landmannalaugum í Þórsmörk? Ég og kona mín kynntumst á fjöllum og erum í ?essinu? okkar á hálendinu. Við viljum því gjarnan leyfa sex ára drengjum okkar að njóta fjalllendis Íslands. Er Laugavegurinn barnvænn? Gætum við borið drengina til byggða, ef þeir gæfust upp? Myndi slagviðri hugsanlega bólusetja þá fyrir lífstíð gagnvart fjallaferðum? Við tókum öll ákvörðun að gera tilraun og lögðum af stað inn í dýrðarríki friðlandsins að fjallabaki.

Ský á mig

Snjór úti, snjór inni, snjór í hjarta, snjór í sinni. Snjó meiri snjó!“ söng þriggja ára dóttir mín og gerði snjóengil á stofugólfið sem skýringu á því af hverju hún vildi ekki fara út. Þetta var á fimmtánda degi í sumarfríi þar sem einu sinni hafði komið dropi úr lofti en sólin annars bulið á glaðbeittum hægfara hringförum allan tímann með tilheyrandi bílahita og rykmekki á fáfarnari leiðum. Breyttir tííímaar, hugsaði ég og mundaði sólarvörnina.

Í stjörnuþokunni

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?“ spurði trúbadorinn Insól í frægu lagi um árið. Og nú er einmitt lag því á Íslandi er sægur af stjörnum – Hollywoodstjörnum það er að segja, í slíkri þyrpingu að stappar nærri íbúafjölda á Þingeyri.

Hótel í Vatnsmýrina

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Flestir voru uppteknir við hátíðahöld vegna kínverska nýársins. Enginn tók eftir því þegar útsendarar kínversks verktakafyrirtækis laumuðust í leyfisleysi inn í einn merkilegasta forna húsagarð Pekingborgar í upphafi árs og rifu hljóðlega niður gamlar byggingarnar sem umluktu hann. Peking var eitt sinn fræg fyrir húsagarða sína. Undanfarin ár hafa þeir hins vegar flestir vikið fyrir blokkum og háhýsum. Margir gráta nú þennan óafturkræfa skaða.

Að endimörkum hipstersins

Stígur Helgason skrifar

Ég las í DV um daginn að íslenski hipsterinn væri í andarslitrunum. Einmitt það, hugsaði ég og glotti, vitandi betur eftir heimsókn mína til Berlínar, bækistöðvar alls þess sem er hipp og kúl. Þar fann ég nefnilega sjálf endimörk hipstersins – og þau hafa enn ekki náð til Íslands.

Kæra dóttir

Erla Hlynsdóttir skrifar

Sagan sem ég ætla alltaf að segja dóttur minni þegar hún verður eldri, fékk skyndilega enn betri endi. Ég var vart orðin ólétt af henni þegar ég fékk fregnir af því að eigandi strippstaðarins Strawberries við Lækjargötu hefði stefnt mér fyrir meiðyrði. Hann stefndi mér, og bara mér, vegna ummæla sem ég hafði orðrétt eftir viðmælanda mínum. Ummælin sem ég var dæmd fyrir voru (samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur): "Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni.“ Þá var ég líka dæmd fyrir að skrifa millifyrirsögnina "Orðrómur um mafíuna“.

Taktu Kúlusúkk á þetta

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég þekki einn Madrídarbúa sem veit fátt skemmtilegra en að villa um fyrir bresku ferðafólki. Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman og þegar hann var nýbúinn að senda ferðamenn sem voru að leita að Pradosafninu í lest til Chinchon sem er krummaskuð utan við borgina.

Vonandi skemmtið' ykkur vel

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Á Bestu útihátíðinni, sem fór fram á Gaddstaðaflötum á dögunum, var tilkynnt um eina nauðgun. Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að hátíðin hefði gengið vel fyrir sig að mestu, þrátt fyrir nauðgunina, líkamsárás, dóp og slys. Slíkar tilkynningar eru umdeildar og baráttukonan Hildur Lilliendahl skrifaði opið bréf til lögreglunnar á Hvolsvelli þar sem hún gagnrýndi meðal annars þetta orðalag og bætti við að hátíðin hafi verið "fullkomlega misheppnuð og skammarleg“.

Besti pistillinn

Besta útihátíðin má ekki heita Besta útihátíðin. Ríkisvaldið hefur úrskurðað þar um. Forsvarsmönnum Bestu útihátíðarinnar tókst víst ekki að sýna fram á með óyggjandi hætti að Besta útihátíðin væri sannanlega besta útihátíðin og þess vegna má hún ekki heita Besta útihátíðin.

Listin að gera ekki neitt

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Ætlarðu bara að sitja á þessum sófa allt sumarfríið?“ spyr vinur minn stórhneykslaður á svip. Hann hefur kíkt í kaffi í góða veðrinu eftir að hafa hjólað tuttugu kílómetra, komið við í grillveislu, pantað sér sumarbústað og drukkið latte á útikaffihúsi við Austurvöll. „Maður verður að GERA eitthvað í sumarfríinu,“ segir hann með hyldjúpri sannfæringu. Og reynir að fela geispa með hendinni.

Eggin í Gleðivík

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Þegar komið er inn á Djúpavog greinist gatan í tvær áttir. Önnur leiðin liggur niður á bryggjuna þar sem falleg gömul hús prýða umhverfið. Í hina áttina bendir skilti sem á stendur Eggin í Gleðivík. Beygðu í þá átt, í átt til Gleðivíkur, þar sem einu sinni var loðnubræðsla sem síðan var lögð niður og eftir stóð verksmiðjan ein. Keyrðu fram hjá hinu skemmtilega og leyndardómsfulla Hvarfi þar sem tvær hvalabeinagrindur standa vörð um ævintýraheim þar sem hundur syngur og hægt er að fræðast um töfrasteina en passaðu að kíkja þar við í bakaleiðinni. Og svo sérðu Eggin í Gleðivík.

Öll dýrkum við útlitið

Segi þér einhver að hann eða hún spái ekkert í útlitið þá er viðkomandi að ljúga. Við spáum vissulega mismikið í útlitið, en öll veltum við því fyrir okkur. Hafir þú, lesandi góður, greitt þér í fegrunarskyni, litað varirnar, snyrt skeggið, látið lita á þér hárið eða skerða það með annað en þægindi í huga, ekki keypt þægilega skó þar sem þeir voru forljótir, kreist á þér bólu, eða hvað annað sem við gerum í dagsins önn; þá hefurðu vissulega spáð í útlitið.

Sjö eða níu halar

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Austan við Þingvallakirkju er falleg tjörn og gjá í henni miðri. Tjörnin heitir Skötutjörn og nafnið verður skiljanlegt ef lögun hennar er skoðuð. Um tjörnina er til saga, sem er úr flokki þjóðsagna. Slíkar sögur miðla ekki aðeins þurrum fræðum, heldur skemmta og miðla oft lífsspeki. Hið yfirborðslega verður tilefni til að tala um hið innra. Hversdagsleg mál eru færð í sögur til lærdóms og góðs lífs. Svo er einnig með söguna um Skötutjörn.

Yfir holt og hóla

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Ég varð fyrir því að týna bíllyklinum mínum fyrir nokkru. Varð reyndar ekki vör við að hann vantaði í líf mitt fyrr en töluverðu eftir að ég notaði hann síðast og er því ekki alveg með á hreinu hvar hann hvarf.

Af sérfræðiöpum

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Þeirri skoðun virðist hafa vaxið ásmegin undanfarið að svokallaðir sérfræðingar séu oft og tíðum lítils virði og benda menn þá oft á að sprenglærðir bankamenn hafi nærri sett landið á hausinn. Slíkur málflutningur hefur án vafa gengið of langt síðustu ár. Það er hæpið að ætla að við værum betur sett án lækna á bráðamóttöku eða lögfræðinga í Hæstarétti. Sérfræðingar taka jafnan ákvarðanir í samræmi við viðtekin fræði. Hinn valkosturinn er væntanlega að notast við tilfinningu, ágiskun eða hugmyndafræði. Sá valkostur hljómar ekki vel.

Svo var barinn opnaður

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Hvenær ætlið þið að borga?“ hrópaði róninn sem ég spjallaði við fyrir utan ráðstefnuhúsið í Cannes þegar ég sagðist koma frá Íslandi. Ég mældi göturnar meðan eiginmaðurinn sótti þar auglýsingaráðstefnuna Cannes Lion. Það kom á mig fát. Ég hafði staðið í þeirri trú að í augum alþjóðasamfélagsins værum við Íslendingar krúttlega smáþjóðin sem þekkt er fyrir fagra náttúru, glæsilegar konur og Björk. Ég hélt að allir væru löngu búnir að gleyma Icesave.

Rammíslenskt

Svavar Hávarðarson skrifar

Landnyrðingur, agnúði, úrkomuákefð og æðiveður eru allt orð sem ég hef aldrei notað, fyrr en núna. Það breytir því samt ekki að þau eru notuð reglulega af íslenskum veðurfræðingum. Það þarf nefnilega mörg innihaldsrík orð til að lýsa veðrinu á Íslandi. "Gráleitir, kaldlegir skýjaflókar komu og hurfu á norðurlofti. Þungt og stynjandi öldusog heyrðist við skerin og hamrana, og með ógnandi dyn mól vindurinn skarann í fjallinu. Fram af brúnunum kembdi mjöllina í hvirflandi mekki...“ skrifaði Hagalín. Þetta er íslenskt; rammíslenskt.

"Takk“

Erla Hlynsdóttir skrifar

Einu sinni var pínulítið konungsríki norður í höfum. Þetta var samt ekkert venjulegt konungsríki því þarna hafði átt sér stað lýðræðisbylting og þess vegna fékk þjóðin að kjósa. Eitt sinn, þegar sami konungur hafði ríkt í 16 ár, ákváðu þrjár prinsessur og tveir prinsar, hvert fyrir sig, að steypa honum af stóli.

Ókláruð staka til forsetans

Jón Sigurður Eyjólfssoon skrifar

Það er engu líkara en vitund mín skipti um forrit þegar ég legg land undir fót. Það verður til dæmis á mér mikil umbreyting þegar ég kem heim til Íslands frá Spáni. Um leið og ég labba inn í Leifsstöð falla stökurnar af munni mér og það verður engu líkara en ég finni fyrir Agli Skallagrímssyni berjast um í brjósti mér. Ég einhendi mér svo í hundrað hluti sem ég klára svo aldrei.

Sjá næstu 50 greinar