Fleiri fréttir

Alltaf sama lagið

Ég er Júróvisjónmaður eins og flestir góðir Íslendingar. Hef fylgst með keppninni nánast frá upphafi og átt yfir henni margar ógleymanlegar stundir. Yfirburðasigur Ítala með Non Ho L"Etá (Heyr mína bæn) árið 1964 er enn í fersku minni, sem og naumur sigur Spánverja með La La La fjórum árum síðar. Að ekki sé nú minnst á þann lygilega atburð þegar Spánn, Bretland, Holland og Frakkland voru jöfn að stigum í efsta sætinu 1969. Þá duttu mér allar dauðar lýs úr hári.

Já, nei – Eyrbyggja

Svavar Hávarðsson skrifar

Ég er nýkomin heim úr ferðalagi. Sat ráðstefnu um norðurslóðamál í Tromsö í Noregi. Þar var glímt við stórar spurningar tengdar stjórnmálum, nýtingu náttúruauðlinda og umhverfismálum. Spurningar um óljósa framtíð.

Það er djamm!

Erla Hlynsdóttir skrifar

"Eru það bara óléttuhormónin eða langar fleirum að grenja af gleði?" Þetta voru fyrstu viðbrögð óléttrar konu á Facebook eftir að ljóst var að Ísland vann. (Ísland vann. Ísland vann. Já, mig langaði bara að skrifa það aftur.) En þetta voru aldeilis ekki óléttuhormónin. Fólk fékk gæsahúð, hoppaði, öskraði og spurði hvort búið væri að opna Vínbúðirnar. Á Rás 2 hljómaði "Ísland er land þitt" og einhverjir drógu fána að húni. Nú er þjóðhátíð. Ísland vann.

Brugðist við erfiðum málum

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Það deila ef til vill margir þeirri tilfinningu minni að það hafi verið æði erfitt að fylgjast með fjölmiðlum þessar fyrstu vikur ársins. Ástæðan er einfaldlega sú að óvanalega mörg fréttamál hafa komið upp sem snúast um kynferðisbrot gegn börnum.

Volvo eða Citroën?

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Volvo er í hugum flestra tákn um sænska velferð og öryggi. Traustan bíl sem hægt er að stóla á að komi fjölskyldunni frá einum stað til annars án teljandi vesens. Hin týpíska sænska kjarnafjölskylda samanstendur gjarna af pabba, mömmu, tveimur börnum, húsi, sumarbústað, hundi og Volvo.

Harður heimur

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Ég hafði fundið á mér í nokkra daga að þetta myndi koma upp á yfirborðið. Ég kveið því þegar það yrði opinbert. Óttaðist viðbrögðin, umtalið. Þetta þykir ekki gott, afar ósmart raunar og fólk er svo dómhart nú til dags. Ég hef séð það á Facebook. Fólk tekur jafnvel myndir af því sem því mislíkar hjá samferðafólki sínu og setur á netið. Til dæmis af jeppa sem tekur tvö stæði. Ég vona að enginn taki mynd af þessu.

Hrært í pottum sögunnar

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Krafa um stjórnarslit og kosningar í vor. Svo hljóðaði fyrirsögnin á forsíðu Fréttablaðsins fyrir sléttum fjórum árum síðan. Verið var að lýsa kröfum sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík hafði samþykkt á fjölmennum fundi í Þjóðleikhúskjallaranum. Þær samþykktir voru endurómur mannfjöldans sem stóð fyrir utan, barði potta og pönnur, kveikti bál, söng, hrópaði, öskraði, stappaði og klappaði. Fólkið vildi breytingar, enda hafði orðið hér eitt stykki efnahagshrun. Og fólkið fékk sitt fram.

Hjarta og hugrekki

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Vilborg Arna Gissurardóttir fór alla leið á pólinn. Hún hefur grunngildi sín á hreinu og skráði þau á heimasíðu sína. Hún skrifaði þau innan á tjaldið sitt líka. Þau blöstu því við henni alla daga og minntu hana á hver hún væri og í krafti hvers: ?Með gildi mín: jákvæðni, áræðni og hugrekki ætla ég að ná markmiði mínu.? Stefnan var því skýr og í samræmi við innri afstöðu. Ofurkuldi, slæm færð, stórviðri, veikindi, svengd og kal brutu ekki niður, heldur urðu fremur verkefni Vilborgar til að vinna með.

Kynþokkinn mun gera yður frjálsar

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Á fjörur mínar rak í vikunni tvö erlend stórtímarit, nýútkomin og brakandi fersk. Í forsíðuviðtölum voru heimsþekktar stórstjörnur og kynbombur og báðar tjáðu þær sig um stöðu kvenna, sína eigin og annarra.

Skrímsli og menn

Stígur Helgason skrifar

Skrímsli. Þetta er stórt orð. Það er raunar svo stórt að það getur inniborið nokkurn veginn allt sem ímyndunaraflið leyfir. Við þekkjum ýmis skrímsli, íslensk og erlend; Lagarfljótsorminn, varúlfa, skoffín, Godzilla, dreka, sköpunarverk Frankensteins og Þorgeirsbola – en getum líka búið til okkar eigin að vild og fellt undir mengið.

Við Vilborg Arna

Björn Þór Sigbjörnsson skrifar

Við erum misjafnlega dugleg. Sem betur fer. Til að þokkalegt jafnvægi haldist í samfélaginu þarf að vera einn latur á móti einum duglegum. Ef allir væru duglegir væri samfélagið á yfirsnúningi og ef allir væru latir gerðist ekki neitt. Mér sýnist að sumir séu alltaf duglegir og aðrir alltaf latir og þeir sem eftir standi flakki á milli flokka; séu stundum duglegir og stundum latir. Það er ágætt.

Alls ekki illa meint

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Tja, var hann ekki bara að grínast,“ sagði ég aumingjalega og án allrar sannfæringar. Þetta var afspyrnu lélegt svar, ég vissi það strax en ég hafði bara ekkert annað tiltækt svona í fljótheitum. En jafnvel þó hefði fengið einhvern umhugsunarfrest er ég ekki viss um að ég hefði komið með neitt betra.

Vinkonur á ný

Erla Hlynsdóttir skrifar

Mér brá svolítið þegar ég gerði mér grein fyrir að það væru 24 ár síðan við kynntumst. Það var þegar mamma stoppaði hana úti á götu og sagði: "Þetta er Erla. Hún er nýflutt í bæinn. Má hún vera memm?“

Fake it till you become it

Charlotte Bøving skrifar

Ég sá athyglisverðan fyrirlestur með Amy Cuddy á www.ted.com/talks um daginn, sem hún kallar Your body language shapes who you are.

Runk, runk uppi á fjöllum

Stöku sinnum rekst ég á eldra fólk sem sýnir mér fram á það hversu mikill væskill ég get stundum verið. Einn þeirra varð á vegi mínum milli jóla og nýárs í spænska fjallaþorpinu Castríl.

Stuð í háloftunum

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Ég fæ alltaf fiðring í magann á Reykjanesbrautinni þegar ég er farinn að nálgast Leifsstöð. Það er skemmtilegt að ferðast og þá eimir enn þá örlítið eftir af þessari tilfinningu að maður sé að gera eitthvað merkilegt þótt flugferðir séu vitaskuld orðnar algengari en í gamla daga. Ég er að vísu aðeins flughræddur en það er svo sem ekkert stórmál. Ég legg í vana minn að fá mér tvo drykki á Panorama-bar fyrir flugtak og svo tek ég yfirleitt einn Tópas-pela með mér í vélina svo ég geti róað taugarnar ef eitthvað óvænt gerist. Stundum tekst mér líka að sökkva mér í lestur og þá gleymi ég alveg hræðslunni. Þess vegna kaupi ég jafnan nýjasta eintakið af Economist í bókabúðinni í Fríhöfninni eða jafnvel góðan reyfara.

Nýtt ár – sama blekking

Friðrika Benónýs skrifar

Það endurtekur sig ár eftir ár. Fyrstu dagana í janúar er varla nokkur manneskja viðræðuhæf um annað en áramótaheitin og nýja lífsstílinn sem til stendur að taka upp. Nú skal tekið á því sem aldrei fyrr og öllu sem aflaga hefur farið kippt í liðinn með trukki. Það á að borða hollari mat, mæta daglega í ræktina, hætta að reykja, drekka minna, ganga á fjöll og hlaupa maraþon. Og vei þeim sem vogar sér að minna á að þessi heit hafi nú líka verið strengd í fyrra og spyr í sakleysi hvað orðið hafi um nýja lífsstílinn sem tekinn var upp þá. Þetta er allt annað mál, núna er þetta sko í alvöru.

Viltu koma í sjómann?

Svavar Hávarðsson skrifar

Stuttu fyrir áramótin ræddi ég við tvo menn um sjómennsku. Þetta spjall leiddi okkur í ýmsar áttir en eitt gátum við þó ekki verið sammála um og voru það kjör sjómannastéttarinnar. Báðir viðmælendur mínir voru þeirrar skoðunar að sjómenn bæru meira úr býtum en starfið gæfi tilefni til. Þeir voru vel vopnaðir af dæmum um mettúra íslenskra skipa og hvað veiðiferðin hefði gefið í hásetahlut; jafnvel var búið að reikna aukahlutinn hjá bátsmönnum og kokki til að gefa skýrari mynd af "gullmokstrinum“, svo ég vitni til annars viðmælanda míns. Ég er þeim ósammála, og taldi mig standa nokkuð styrkum fótum í röksemdafærslu minni um að sjómenn fengju ekki meira en þeir ættu skilið. Á það var ekki hlustað og ég sá reyndar að það var vonlaust að taka þennan slag. "Viltu koma í sjómann“, var tilboð frá öðrum þeirra sem staðfesti það.

Ástand og horfur

Björn Þór Sigbjörnsson skrifar

Ástandið í samfélaginu er slæmt. Og hefur verið frá hruni. Hver höndin er upp á móti annarri. Fólk rífst við allt og alla, um allt og alla, og ef enginn er til að rífast við þá rífst það við sjálft sig.

Að gera allt eins

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Margir hafa komið sér upp svo ákveðnum jólakortastíl að efnistök eru fyrirsjáanleg. Sum jólakortin í ár voru nánast þau sömu og komu í fyrra. Ég fór að velta vöngum yfir vana. Grunur læddist að mér að flest sem við gerum væri endurtekning. Mér til furðu og raunar skelfingar komst ég að því að jólakort mín síðustu sjö ár voru nánast eins! Svo rak ég augu í að flestir vinir mínir á Facebook skrifa í flestum tilvikum svipaðar athugasemdir á síður sínar. Myndirnar eru líkrar gerðar.

Allt upp á einn söfnunardisk

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Í amerískum bíómyndum má stundum sjá skörðóttar skálar ganga í sunnudagsmessum milli safnaðargesta sem láta fé af höndum rakna í diskinn sem síðan fer til kirkjustarfsins, til viðhalds kirkjubyggingum eða til líknarstarfs. Slíkir söfnunardiskar í kirkjum eru mikil þarfaþing í samfélögum þar sem kirkjur og söfnuðir eru rekin sem sjálfstæð fyrirtæki en eru ekki hluti af ríkisrekstri.

Áramótaávarpið

Stígur Helgason skrifar

"Komdu með mér í gamlárspartí, gamlárspartí, gamlárspartí.“ Þannig orti Bragi Valdimar Skúlason fyrir frekar stuttu. Magnþrunginn texta, sem sunginn er í útvarpi landsmanna um hver áramót og er kannski aldrei eins viðeigandi og einmitt á þeim árstíma.

Vangaveltur um áramót

Gleðilegt ár. Þessa góðu kveðju fær maður hvar sem maður kemur þessa dagana og sendir hana auðvitað á móti. Allir óska öllum gleðilegs árs. En hvað býr að baki? Eða öllu heldur; býr eitthvað að baki?

Jólalokan mikla

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Eldamennskan hófst þá um morguninn, þetta skyldi verða flott. Rótargrænmeti með fennel og timían, rauðkál, brúnkál og berjasulta og þrjár tegundir af sósu, sykurbrúnaðar kartöflur og fjórar tegundir kjöts, hægeldaðar af natni. Rjómalagaður möndlugrautur skyldi verða í forrétt og heimalagaður ís í eftirrétt. Aldeilis öllu til tjaldað. Það voru nú einu sinni jól.

Sjá næstu 50 greinar