Fleiri fréttir

Ráða STJ sem ráð­gjafa vegna út­boðs á hlutum ríkisins í Ís­lands­banka

Bankasýsla ríkisins hefur ráðið STJ Advisors Group Limited sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Alls gáfu sjö aðilar kost á sér með áhugayfirlýsingum til að verða sjálfstæður fjármálaráðgjafi en að lokum var STJ valið og hefur fyrirtækið þegar hafið störf.

Óskar eftir fólki til að út­búa skemmti­­legan þjóð­hag­fræði­tölvu­leik

Svanhildur Hólm Valsdóttir kallar eftir því að frumkvöðlar útbúi sérstakan efnahagshermi svo stjórnvöld og almenningur geti betur áttað sig á áhrifum skattabreytinga. Hún hætti í fyrra sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra og tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hún telur að það hafi verið til bóta að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra og segir að starfið sé á við tvær háskólagráður.

Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí

Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni.

„Við verðum að hrista af okkur slenið“

Formaður Samtaka iðnaðarins segir að á næstu tólf mánuðum verði teknar ákvarðanir sem muni ráða miklu um efnahagslega endurreisn á Íslandi næstu árin. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag.

Bein út­sending: Iðn­þing 2021

Hlaupum hraðar – slítum fjötrana og sækjum tækifærin er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem hefst í dag klukkan 13 og stendur til klukkan 15.

Kristinn Árni í Northstack formaður stjórnar Kríu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, hefur skipað fyrstu stjórn Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs og sett reglugerð svo sjóðurinn geti hafið störf. Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi vefritsins Northstack og ráðgjafi, hefur verið skipaður formaður stjórnarinnar.

Góð og slæm reynsla, ýmsu má breyta og gott að ræða hlutina opinberlega

„Ég hef bæði haft mjög góða og ekki eins góða reynslu af þessari vinnu,“ segir einn álitsgjafi Atvinnulífsins á Vísi um störf tilnefningarnefnda á meðan annar líkir starfi þeirra við starf þjálfara í landsliði og mælir með því að umræða um störf nefndanna fari fram opinberlega. Þá eru nokkrir álitsgjafar Atvinnulífsins með hugmyndir að atriðum sem mætti endurskoða eða ætti að breyta. Sem dæmi um slík atriði má nefna hverjir sitja í tilnefningarnefndum, framboðum og/eða framboðsfrestum til stjórnarsetu og hversu lengi stjórnarmenn sitja í stjórnum skráðra fyrirtækja.

Ekki komið fleiri nýjar í­búðir á markaðinn frá árinu 2007

Mun meira var byggt af nýju húsnæði á síðasta ári en bráðabirgðatölur og spár gerðu ráð fyrir. Tæplega fjögur þúsund fullbúnar íbúðir skiluðu sér á fasteignamarkaðinn í fyrra samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands sem er mesti fjöldi á stöku ári síðan 2007.

Varar við nets­vindli

Pósturinn hefur aftur varað við að óprúttnir aðilar séu að senda tölvupósta í nafni Póstsins í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar.

Inn­kalla SFC Boneless Bucket vegna salmonellu

Aðföng og SFC Wholesale Ltd í Bretlandi hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla SFC Boneless Bucket í 650g pakkningu. Er það gert eftir að salmonella fannst í einni framleiðslulotu af vörunni.

Fram­tíð ferða­þjónustunnar: Sigurður Ingi ræðir stöðu og horfur

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er næsti gestur í þættinum „Samtal við stjórnmálin“ sem Samtök ferðaþjónustunnar standa að. Á næstu vikum munu SAF bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu.

„Skiptar skoðanir eru á ágæti tilnefningarnefnda“

„Tilnefningarnefndir hafa í auknum mæli verið stofnaðar hjá skráðum félögum en með tilkomu nefndanna verður ferlið við myndun stjórna bæði faglegra og gagnsærra. Það er jákvætt að áhugi hluthafa á nefndunum virðist vera að aukast. Alltaf eru það hluthafarnir sem taka ákvörðun um það hvort tilnefningarnefndir eru stofnaðar eða ekki. Það er þó mikilvægt að starfsemi nefndanna þróist þannig að þær skapi traust meðal hluthafa“ segir Hildur Magnúsdóttir, M.Sc í viðskiptafræði um niðurstöður rannsóknar sem gerð var á tilnefningarnefndum á Íslandi árið 2020.

Takmarka fjárfestingarstarfsemi viðskiptabanka

Viðskiptabönkum og sparisjóðum sem taldir eru kerfislega mikilvægir eru settar þrengri skorður í viðskiptum með fjármálagerninga og hrávörur með nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi í dag.

Til­kynnt um tvær hóp­upp­sagnir í febrúar

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp störfum í verslun og flutningum. Þar af var 259 sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og 28 á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en uppsagnirnar taka flestar gildi í júní.

Costco ekki orðið við kröfu MAST um innköllun á hundanammi

Matvælastofnun (MAST) varar við tiltekinni lotu af hundanamminu Super foods for dogs: Chicken treats with sweet potato, carrot & pumpkin frá Irish Dog Food vegna málmflísa sem kaupandi fann í vörunni. Costco flytur vöruna inn og selur í verslun sinni í Kauptúni.

Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga

Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi.

Af­gangur á við­skipta­jöfnuði stórjókst milli fjórðunga

Á fjórða ársfjórðungi 2020 var 22,1 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 2,9 milljarða króna ársfjórðunginn á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 15,5 milljarðar króna en afgangur á þjónustujöfnuði var 26,4 milljarðar króna.

Nærri 90 prósent sölu tón­listar í gegnum Spoti­fy

Söluandvirði hljóðrita frá útgefendum og dreifendum jókst um 18 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Er það fjórða árið í röð sem söluandvirðið hækkar að raunvirði eftir nær samfelldan samdrátt frá því um aldamót. Nærri níutíu prósent allrar tónlistarsölu á árinu 2019 fór í gegnum tónlistarveituna Spotify.

Wise og Net­heimur í eina sæng

Hugbúnaðarfyrirtækið Wise og upplýsingatæknifyrirtækið Netheimur hafa sameinast um að klára samruna fyrirtækjanna undir merkjum Wise.

Undirbýr framleiðslu á íslenskri haframjólk

Eitt stærsta nautgripabú landsins er að byggjast upp í Meðallandi, á jörð sem áður var í eyði. Þar eru bændur jafnframt óhræddir við að þróa nýjar og framandi afurðir, eins og bygg fyrir viskí og íslenska haframjólk.

Hefur á­hyggjur af Bitcoin-kaupum Ís­lendinga og líkir raf­myntinni við píramída­svindl

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við kaupum á rafmyntum á borð við Bitcoin og líkir kapphlaupinu við þátttöku í píramídasvindli. Íslendingar versluðu með Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í janúar samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Virði Bitcoin fór yfir 50 þúsund Bandaríkjadali um miðjan febrúar og kostar nú hver mynt rúmlega 6,2 milljónir króna.

Valgeir frá VÍS yfir til Terra

Valgeir M. Baldursson hefur verið ráðinn forstjóri Terra. Valgeir hefur undanfarin ár starfað sem fjármálastjóri og framkvæmdastjóri hjá VÍS. Þar áður var Valgeir forstjóri Skeljungs en hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa hjá ýmsum fyrirtækjum og félögum.

Sam­keppnis­eftir­litið heimilar sam­runa Kviku, TM og Lykils

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á samruna Kviku banka, tryggingafélagsins TM og Lykils fjármögnunar. Er það mat eftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni, leiði til myndunar á markaðsráðandi stöðu eða raski samkeppni með umtalsverðum hætti. 

Telma og Unnur til Sendiráðsins

Tveir sérfræðingar hafa bæst í hópinn hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Sendiráðinu, á sviði notendaupplifunar annars vegar en verkefnastýringar hins vegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sendiráðinu.

Hrefna Sigur­jóns­dóttir nýr verk­efna­stjóri for­varna

Hrefna Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Hrefna hefur starfað sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landsamtaka foreldra síðustu tíu árin, þar til hún hóf störf hjá Sjóvá nú um miðjan febrúar. Áður var hún verkefnastjóri hjá samtökunum og SAFT-verkefninu.

Guð­björg Sæunn ný for­stöðu­kona fram­tíðar­sýnar

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum. Guðbjörg Sæunn var ráðin forstöðumaður fráveitu Veitna árið 2019 en tekur nú við nýju sviði í breyttu skipulagi fyrirtækisins.

Sjá næstu 50 fréttir