Sekta Google um meira en allan pening heimsins Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 16:15 Upprunaleg sekt Google tvöfaldast á degi hverjum sem hún er ekki greidd. Getty/Jakub Porzycki Yfirvöld í Rússlandi hafa sektað bandaríska fyrirtækið Google um tvær sextilljónir rúbla, fyrir að meina ríkisreknum fjölmiðlum landsins aðgang að myndbandaveitunni Youtube, sem Google á. Það er mun meira af peningum en magn allra peninga sem til eru í heiminum. Um er ræða töluna 2 og á eftir henni koma 36 núll, sem gerir tvær sextilljónir rúbla. Gengi rúblunnar er ekki skráð á vef Seðlabanka Íslands en í dölum talið er um að ræða tuttugu kvintilljarða en lauslega reiknað samsvarar það um tæplega þremur sextilljörðum króna. (2,8x1039) (2.800.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 krónur) Í nýlegri grein rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, segir að sektin sé orðin svona há sökum þess að þegar Google var upprunalega beitt sektum hafi verið ákvæði í úrskurðinum um að ef sektin yrði ekki greidd innan níu mánaða myndi upphæðin tvöfaldast á degi hverjum. Upphæðin sem nefnd er í þessari frétt Tass er því tveggja daga gömul. Í dag ætti hún því að vera tólf sextilljarðar króna. Í grein Tass segir einnig að Google megi ekki hefja starfsemi aftur í Rússlandi fyrr en sektin hefur verið greidd. Fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, er metið á um tvær billjónir dala, eða um 270 billjónir króna. Í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC) segir að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áætli að verg heimsframleiðsla sé um hundrað og tíu billjónir dala, sem samsvarar um fimmtán billjörðum króna (15x1015) Þá segir í frétt CNN að í nýlegu ársfjórðungsuppgjöri Google hafi komið fram að forsvarsmenn fyrirtækisins telji ekki að sektin muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins. Rússland Google Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Sjá meira
Um er ræða töluna 2 og á eftir henni koma 36 núll, sem gerir tvær sextilljónir rúbla. Gengi rúblunnar er ekki skráð á vef Seðlabanka Íslands en í dölum talið er um að ræða tuttugu kvintilljarða en lauslega reiknað samsvarar það um tæplega þremur sextilljörðum króna. (2,8x1039) (2.800.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 krónur) Í nýlegri grein rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, segir að sektin sé orðin svona há sökum þess að þegar Google var upprunalega beitt sektum hafi verið ákvæði í úrskurðinum um að ef sektin yrði ekki greidd innan níu mánaða myndi upphæðin tvöfaldast á degi hverjum. Upphæðin sem nefnd er í þessari frétt Tass er því tveggja daga gömul. Í dag ætti hún því að vera tólf sextilljarðar króna. Í grein Tass segir einnig að Google megi ekki hefja starfsemi aftur í Rússlandi fyrr en sektin hefur verið greidd. Fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, er metið á um tvær billjónir dala, eða um 270 billjónir króna. Í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC) segir að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áætli að verg heimsframleiðsla sé um hundrað og tíu billjónir dala, sem samsvarar um fimmtán billjörðum króna (15x1015) Þá segir í frétt CNN að í nýlegu ársfjórðungsuppgjöri Google hafi komið fram að forsvarsmenn fyrirtækisins telji ekki að sektin muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins.
Rússland Google Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Sjá meira