Sekta Google um meira en allan pening heimsins Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 16:15 Upprunaleg sekt Google tvöfaldast á degi hverjum sem hún er ekki greidd. Getty/Jakub Porzycki Yfirvöld í Rússlandi hafa sektað bandaríska fyrirtækið Google um tvær sextilljónir rúbla, fyrir að meina ríkisreknum fjölmiðlum landsins aðgang að myndbandaveitunni Youtube, sem Google á. Það er mun meira af peningum en magn allra peninga sem til eru í heiminum. Um er ræða töluna 2 og á eftir henni koma 36 núll, sem gerir tvær sextilljónir rúbla. Gengi rúblunnar er ekki skráð á vef Seðlabanka Íslands en í dölum talið er um að ræða tuttugu kvintilljarða en lauslega reiknað samsvarar það um tæplega þremur sextilljörðum króna. (2,8x1039) (2.800.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 krónur) Í nýlegri grein rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, segir að sektin sé orðin svona há sökum þess að þegar Google var upprunalega beitt sektum hafi verið ákvæði í úrskurðinum um að ef sektin yrði ekki greidd innan níu mánaða myndi upphæðin tvöfaldast á degi hverjum. Upphæðin sem nefnd er í þessari frétt Tass er því tveggja daga gömul. Í dag ætti hún því að vera tólf sextilljarðar króna. Í grein Tass segir einnig að Google megi ekki hefja starfsemi aftur í Rússlandi fyrr en sektin hefur verið greidd. Fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, er metið á um tvær billjónir dala, eða um 270 billjónir króna. Í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC) segir að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áætli að verg heimsframleiðsla sé um hundrað og tíu billjónir dala, sem samsvarar um fimmtán billjörðum króna (15x1015) Þá segir í frétt CNN að í nýlegu ársfjórðungsuppgjöri Google hafi komið fram að forsvarsmenn fyrirtækisins telji ekki að sektin muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins. Rússland Google Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Um er ræða töluna 2 og á eftir henni koma 36 núll, sem gerir tvær sextilljónir rúbla. Gengi rúblunnar er ekki skráð á vef Seðlabanka Íslands en í dölum talið er um að ræða tuttugu kvintilljarða en lauslega reiknað samsvarar það um tæplega þremur sextilljörðum króna. (2,8x1039) (2.800.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 krónur) Í nýlegri grein rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, segir að sektin sé orðin svona há sökum þess að þegar Google var upprunalega beitt sektum hafi verið ákvæði í úrskurðinum um að ef sektin yrði ekki greidd innan níu mánaða myndi upphæðin tvöfaldast á degi hverjum. Upphæðin sem nefnd er í þessari frétt Tass er því tveggja daga gömul. Í dag ætti hún því að vera tólf sextilljarðar króna. Í grein Tass segir einnig að Google megi ekki hefja starfsemi aftur í Rússlandi fyrr en sektin hefur verið greidd. Fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, er metið á um tvær billjónir dala, eða um 270 billjónir króna. Í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC) segir að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áætli að verg heimsframleiðsla sé um hundrað og tíu billjónir dala, sem samsvarar um fimmtán billjörðum króna (15x1015) Þá segir í frétt CNN að í nýlegu ársfjórðungsuppgjöri Google hafi komið fram að forsvarsmenn fyrirtækisins telji ekki að sektin muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins.
Rússland Google Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira