Fleiri fréttir Gamma lækkaði lítillega Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 6,9 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 5,5 ma. viðskiptum. 11.8.2010 16:39 SMS skeytasendingar í Eyjum sexfölduðust Síminn hefur tekið saman fjölda SMS skeyta sem fóru um GSM og 3G senda Símans í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Í tilkynningu frá félaginu segir að SMS sendingar hafi sexfaldast samanborið við venjulega helgi en ef sunnudagurinn er skoðaður sérstaklega má sjá að fjöldi sendra SMS skeyta nífaldaðist miðað við venjulegan sunnudag. 11.8.2010 14:15 Gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda ákvað á fundi á mánudag að nýta heimild sína til að gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti. Verðið gildir fyrir komandi sláturtíð. Verðskráin hækkar um 5% frá fyrra ári sem er nánast það sama og hækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum. Verðlagning á kindakjöti er frjáls en Landssamtök sauðfjárbænda hefur heimild í búvörulögum til að gefa út viðmiðunarverð til bænda. 11.8.2010 13:57 Virðulegur en á sér villta hlið Leiti maður að notuðum forstjórabíl er vandfundinn vænlegri kandídat en Lexus GS430 Luxury. Bíllinn er af 2005 árgerð, en í raun eins og nýr, enda ekki ekinn nema tæpa 36 þúsund kílómetra. 11.8.2010 13:00 Microsoft heiðrar Maritech Maritech hefur hlotið verðlaunin „Samstarfsaðili ársins 2010" hjá Microsoft á alþjóðlegri ráðstefnu Microsoft, WPC 2010, Microsoft Worldwide Partner Conference, sem haldin var í Washington D.C. um miðjan júlí. 11.8.2010 10:23 Hlutir í N1 eru ekki til sölu Fjöldi fjárfesta hefur sýnt áhuga á að gerast hluthafi í olíuversluninni N1 en orðið lítið ágengt. Þar á meðal er erlendur fjárfestir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hermann Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, segir hlut í félaginu ekki til sölu og hafi engin breyting orðið á eignarhaldi þess síðastliðin fjögur ár. 11.8.2010 09:36 Útlán ÍLS hafa dregist saman um 5 milljarða í ár Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu tæpum 2,8 milljörðum króna í júlí en þar af voru um 1,8 milljarðar króna vegna almennra lána. Samtals námu útlán á fyrstu sjö mánuðum ársins 2010 tæpum 14,8 milljörðum króna samanborið við tæplega 19,9 milljarða yfir sama tímabil ársins 2009. 11.8.2010 09:36 Heildarvelta kreditkorta jókst um 7,3% milli ára í júlí Heildarvelta kreditkorta í júlímánuði var 25,4 milljarðar kr. og er þetta 7,3% aukning miðað við júlí 2009 en 3,7% samdráttur miðað við júní 2010. 11.8.2010 09:09 Gjaldeyrisforði Seðlabankans heldur áfram að vaxa Gjaldeyrisforði Seðlabankans heldur áfram að vaxa en hann nam 576,9 milljarða kr. í lok júlí og hækkaði um 3,8 milljarða kr. milli mánaða. Erlendur gjaldeyrir hækkaði um 5,5 milljarða kr. en aðrar eignir lækkuðu samtals um 1,7 milljarð kr. í mánuðinum. 11.8.2010 09:06 Greining segir tilefni til meir en 0,5 prósentstiga vaxtalækkunnar Greining Arion banka spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig. Ástæður séu til enn meiri lækkunnar vaxtanna en greiningin telur að óvissan vegna gengisdóms Hæstaréttar komi í veg fyrir slíkt. 11.8.2010 08:40 Jóhanna: „Erum líklega að ná samkomulagi við AGS“ Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé að ná samkomulagi við Alþjóðgjaldeyrissjóðinn um þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. 10.8.2010 19:00 Segjast ekki hafa heimilað samþjöppun á matvörumarkaði Samkeppniseftirlitið segist alls ekki hafa heimilað samþjöppun á matvörumarkaði eins og haldið hafi verið fram í opinberri umræðu. 10.8.2010 18:13 Tæplega 7 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,4% í dag í 6,6 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,4% í 3 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,4% í 3,6 ma. viðskiptum. 10.8.2010 18:10 Nýr framkvæmdastjóri Dohop Kristján Guðni Bjarnason, verkfræðingur, tók við starfi framkvæmdastjóra íslensku ferðaleitarvélarinnar Dohop.com þann 1. ágúst síðastliðinn. Frosti Sigurjónsson sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá stofnun var á sama tíma skipaður stjórnarformaður. 10.8.2010 16:11 Heldur dregur úr ásókn í leiguhúsnæði Í júlí síðastliðnum var samtals 840 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst. Þetta er nokkur fjölgun frá því sem sést hefur undanfarna mánuði en það sem af er ári hefur að meðaltali 760 leigusamningum um íbúðarhúsnæði verið þinglýst í mánuði hverjum. Þetta er hinsvegar fækkun um 40 samninga frá því í sama mánuði fyrir ári síðan þegar 880 samningum var þinglýst. 10.8.2010 11:14 Eignalaus skúffufyrirtæki skulda Byggðastofnun milljarð Tvö af helstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. á Ísafirði og Vísir hf. í Grindavík, skulda Byggðastofnun um einn miljarð íslenskra króna í gegnum dótturfélög sín sem eru eignalaus skúffufyrirtæki. 10.8.2010 11:03 FME gerir athugasemdir við starfsemi Lífeyrissjóðs Vestfirðinga Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert margvíslegar athugasemdir við starfsemi Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Þar á meðal eru tvær alvarlegar athugsemdir. 10.8.2010 10:12 Veruleg aukning á nauðungarsölum fasteigna Veruleg aukning hefur orðið á nauðungarsölum fasteigna í Reykjavík í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Raunar hefur fjöldinn fimmfaldast ef miðað er við mánuðina júní og júlí. 10.8.2010 09:44 Viðsnúningur í rekstri Eik Banka á árinu Samkvæmt uppgjöri Eik Banka fyrir fyrstu sex mánuði ársins hefur orðið viðsnúningur í rekstri bankans. Hagnaður varð af rekstrinum á fyrri hluta ársins upp á 3 milljónir danskra kr. eða ríflega 60 milljónir kr. Til samanburðar var tap upp á 87 milljónir danskra kr. á sama tímabili í fyrra. 10.8.2010 09:17 Hrein eign lífeyrissjóða rýrnaði um 1,4 milljarða í júní Hrein eign lífeyrissjóða í lok júní sl. var 1.822,6 milljarðar kr. og lækkaði hún um 1,4 milljarða kr. í mánuðinum. 10.8.2010 08:23 Íslenskt sprotafyrirtæki opnar fyrsta umhverfisvæna tölvuskýið Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki, Greenqloud, mun opna fyrsta umhverfisvæna tölvuský heimsins síðar á þessu ári. 10.8.2010 07:11 Aðalpersóna úr rannsóknarskýrslunni ráðin til Arion Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka. Í 9.8.2010 20:00 1,7 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI stóð í stað í dag í 1,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 0,2 ma. viðskiptum. 9.8.2010 17:19 Hefja áætlunarflug til Glasgow og Stokkhólms á næsta ári Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Glasgow og Stokkhólms næsta sumar. Fyrirhugað er að fljúga þaðan og frá fleiri borgum í Evrópu og á Norðurlöndunum til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi á leiðinni vestur um haf. 9.8.2010 16:27 Upplýsti Ríkisendurskoðun um veð í rækju Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segir að Byggðastofnun hafi upplýst Ríkisendurskoðun um að einu tryggingar fyrir lánum Byggðastofnunar til fyrirtækja á sviði rækjuvinnslu sé verðlaus rækjukvóti. Sveinn segir ekkert hafa komið fram um eitthvað óeðlilegt í bókhaldi Byggðastofnunar, en fjárhagur stofnunarinnar er bágborinn. 9.8.2010 12:14 Ferðamannastraumurinn styrkir gengi krónunnar Gengi krónunnar styrktist um 0,3% á föstudaginn síðastliðinn og er það í framhaldi af allnokkurri styrkingu hennar á skömmum tíma. Hefur gengi krónunnar nú hækkað um 2,4% á síðustu tveim vikum. Tengist hækkunin m.a. auknu gjaldeyrisinnflæði af ferðamannaþjónustu en það flæði er í árstíðarbundnu hámarki um þessar mundir. 9.8.2010 10:53 Íbúðalánasjóður heldur óbreyttum vöxtum Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum og í samræmi við breytingu á vaxtaálagi ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir og verði því sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,50% og 5,00% á íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis. 9.8.2010 10:10 Ágúst og Lýður missa tökin á Existu Stjórn Existu ætlar að freista þess að rifta tilteknum gjörningum sem fyrrverandi eigendur og stjórnendur félagsins framkvæmdu. Ágúst og Lýður Guðmundssynir, fyrrverandi aðaleigendur Existu, munu ekki eiga neitt í félaginu í framtíðinni. 8.8.2010 12:04 Sigmundur Davíð vel lofaður Sambýliskona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á 1,3 milljarða króna í hreina eign, ef marka má auðlegðarskattinn sem hún greiddi. 7.8.2010 18:45 Kennitöluflakk á öllum stigum atvinnulífsins, líka í kjötvinnslu Eigendur Kjötbankans, sem nú er gjaldþrota, skiptu um nafn á félaginu og fluttu vörumerki, heimasíðu og nafn félagsins í nýja kennitölu fyrir gjaldþrot. Fimmtán starfsmenn hins gjaldþrota félags hafa ekki fengið greidd laun fyrir júlí og óvíst hvort þeir fái launakröfur sínar greiddar. 6.8.2010 18:45 Íslandsbanki ræður nýjan framkvæmdastjóra Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka og mun hún bera ábyrgð á upplýsingatækni, rekstri, bakvinnslu og gæðamálum. 6.8.2010 16:15 Litlar breytingar á GAMMA Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,4% í dag í 6,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,5% í 3,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 2,7 ma. viðskiptum. 6.8.2010 16:06 Endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar lokið Samningur um fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar við Seðlabanka Íslands hefur verið undirritaður og öll skilyrði hans uppfyllt. 6.8.2010 13:59 Samkeppniseftirlitið gagnrýnir landbúnaðarráðuneytið harðlega Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp um breytingar á búvörulögum þar sem fyrirhugað er að lögfesta 6.8.2010 13:40 Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 1200 Um 1200 fleiri ferðamenn fóru um Leifsstöð í júlí en í sama mánuði í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð í júlímánuði síðastliðnum voru 83.500. Aukningin nemur 1,5% á milli ára. Mun fleiri Íslendingar eða 23% fóru utan í júlímánuði í ár en í fyrra, voru 28.500 í júlí síðastliðnum en 23.100 á síðasta ári. 6.8.2010 12:06 SP-Fjármögnun braut gegn lögum um ólögmæta viðskiptahætti Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að SP-Fjármögnun hafi brotið gegn lögum um óréttmæta viðskiptahætti. Niðurstaðan kemur í framhaldi kvörtunnar yfir skilmálum bílasamnings við SP-Fjármögnun. 6.8.2010 11:04 Greining spáir 0,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun Greining Íslandsbanka reiknar með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti bankans um 0,50 prósentustig á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 18. ágúst næstkomandi. 6.8.2010 10:41 Óska eftir tilnefningum í stjórnir sparisjóða Bankasýsla ríkisins óskar eftir tilnefningum í stjórnir sparisjóða sem fyrirséð er að verði á forræði Bankasýslunnar. Nú er sérstaklega óskað eftir tilnefningum í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar. Í tilkynningu frá Bankasýslunni kemur fram að þriggja manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn Bankasýslu ríkisins, undirbúi tilnefningar aðila fyrir hönd ríkisins í stjórnir fyrirtækja sem séu á forræði stofnunarinnar. 6.8.2010 10:36 Leita að fólki til að stofna sprotafyrirtæki Klak-Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins bíður fólki ókeypis námskeiðsgjöld í Viðskiptasmiðjunni í haust gegn því að leiða stofnun og uppbyggingu nýrra sprotafyrirtækja. 6.8.2010 09:08 Kreditkortaveltan jókst um 8,3% á fyrri helming ársins Kreditkortavelta heimila jókst um 8,3% í janúar-júní í ár miðað við janúar-júní í fyrra. Debetkortavelta jókst um 4,4% á sama tíma. 6.8.2010 09:04 Um 4,5 milljarða afgangur af vöruskiptum Vöruskiptin í júlí voru hagstæð um 4,5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni. Útflutningur nam 43,9 milljötðum króna og innflutningur 39,4 milljörðum króna. Þetta er umtalsvert meiri afgangur af vöruskiptum en í júlí í fyrra en þá nam hann hálfum milljarði króna. 6.8.2010 09:00 Segja að ESB hafi sett löndunarbann á makríl frá Íslandi Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Evrópusambandið (ESB) hafi sett löndunarbann á makríl frá Íslandi og Færeyjum. 6.8.2010 07:37 Salan fyrir luktum dyrum og kaupverð ekki gefið upp Stjórnarformaður Heklu og fyrrverandi forstjóri félagsins keypti Vélasvið Heklu út úr fyrirtækinu í byrjun sumars. Arion banki á Heklu en salan fór fram fyrir luktum dyrum og kaupverð er ekki gefið upp. 5.8.2010 18:45 Kaupþingsfólkið með stærstu skuldirnar með minnstan greiðsluvilja Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. 5.8.2010 18:30 Jón Ásbergsson verður framkvæmdastjóri Íslandsstofu Stjórn Íslandsstofu ákvað á fundi sínum í dag að ráða Jón Ásbergsson sem framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Jón er viðskiptafræðingur að mennt og hefur m.a. verið framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki, Hagkaupa og síðast Útflutningsráðs Íslands. 5.8.2010 16:30 Sjá næstu 50 fréttir
Gamma lækkaði lítillega Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 6,9 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 5,5 ma. viðskiptum. 11.8.2010 16:39
SMS skeytasendingar í Eyjum sexfölduðust Síminn hefur tekið saman fjölda SMS skeyta sem fóru um GSM og 3G senda Símans í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Í tilkynningu frá félaginu segir að SMS sendingar hafi sexfaldast samanborið við venjulega helgi en ef sunnudagurinn er skoðaður sérstaklega má sjá að fjöldi sendra SMS skeyta nífaldaðist miðað við venjulegan sunnudag. 11.8.2010 14:15
Gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda ákvað á fundi á mánudag að nýta heimild sína til að gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti. Verðið gildir fyrir komandi sláturtíð. Verðskráin hækkar um 5% frá fyrra ári sem er nánast það sama og hækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum. Verðlagning á kindakjöti er frjáls en Landssamtök sauðfjárbænda hefur heimild í búvörulögum til að gefa út viðmiðunarverð til bænda. 11.8.2010 13:57
Virðulegur en á sér villta hlið Leiti maður að notuðum forstjórabíl er vandfundinn vænlegri kandídat en Lexus GS430 Luxury. Bíllinn er af 2005 árgerð, en í raun eins og nýr, enda ekki ekinn nema tæpa 36 þúsund kílómetra. 11.8.2010 13:00
Microsoft heiðrar Maritech Maritech hefur hlotið verðlaunin „Samstarfsaðili ársins 2010" hjá Microsoft á alþjóðlegri ráðstefnu Microsoft, WPC 2010, Microsoft Worldwide Partner Conference, sem haldin var í Washington D.C. um miðjan júlí. 11.8.2010 10:23
Hlutir í N1 eru ekki til sölu Fjöldi fjárfesta hefur sýnt áhuga á að gerast hluthafi í olíuversluninni N1 en orðið lítið ágengt. Þar á meðal er erlendur fjárfestir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hermann Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, segir hlut í félaginu ekki til sölu og hafi engin breyting orðið á eignarhaldi þess síðastliðin fjögur ár. 11.8.2010 09:36
Útlán ÍLS hafa dregist saman um 5 milljarða í ár Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu tæpum 2,8 milljörðum króna í júlí en þar af voru um 1,8 milljarðar króna vegna almennra lána. Samtals námu útlán á fyrstu sjö mánuðum ársins 2010 tæpum 14,8 milljörðum króna samanborið við tæplega 19,9 milljarða yfir sama tímabil ársins 2009. 11.8.2010 09:36
Heildarvelta kreditkorta jókst um 7,3% milli ára í júlí Heildarvelta kreditkorta í júlímánuði var 25,4 milljarðar kr. og er þetta 7,3% aukning miðað við júlí 2009 en 3,7% samdráttur miðað við júní 2010. 11.8.2010 09:09
Gjaldeyrisforði Seðlabankans heldur áfram að vaxa Gjaldeyrisforði Seðlabankans heldur áfram að vaxa en hann nam 576,9 milljarða kr. í lok júlí og hækkaði um 3,8 milljarða kr. milli mánaða. Erlendur gjaldeyrir hækkaði um 5,5 milljarða kr. en aðrar eignir lækkuðu samtals um 1,7 milljarð kr. í mánuðinum. 11.8.2010 09:06
Greining segir tilefni til meir en 0,5 prósentstiga vaxtalækkunnar Greining Arion banka spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig. Ástæður séu til enn meiri lækkunnar vaxtanna en greiningin telur að óvissan vegna gengisdóms Hæstaréttar komi í veg fyrir slíkt. 11.8.2010 08:40
Jóhanna: „Erum líklega að ná samkomulagi við AGS“ Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé að ná samkomulagi við Alþjóðgjaldeyrissjóðinn um þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. 10.8.2010 19:00
Segjast ekki hafa heimilað samþjöppun á matvörumarkaði Samkeppniseftirlitið segist alls ekki hafa heimilað samþjöppun á matvörumarkaði eins og haldið hafi verið fram í opinberri umræðu. 10.8.2010 18:13
Tæplega 7 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,4% í dag í 6,6 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,4% í 3 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,4% í 3,6 ma. viðskiptum. 10.8.2010 18:10
Nýr framkvæmdastjóri Dohop Kristján Guðni Bjarnason, verkfræðingur, tók við starfi framkvæmdastjóra íslensku ferðaleitarvélarinnar Dohop.com þann 1. ágúst síðastliðinn. Frosti Sigurjónsson sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá stofnun var á sama tíma skipaður stjórnarformaður. 10.8.2010 16:11
Heldur dregur úr ásókn í leiguhúsnæði Í júlí síðastliðnum var samtals 840 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst. Þetta er nokkur fjölgun frá því sem sést hefur undanfarna mánuði en það sem af er ári hefur að meðaltali 760 leigusamningum um íbúðarhúsnæði verið þinglýst í mánuði hverjum. Þetta er hinsvegar fækkun um 40 samninga frá því í sama mánuði fyrir ári síðan þegar 880 samningum var þinglýst. 10.8.2010 11:14
Eignalaus skúffufyrirtæki skulda Byggðastofnun milljarð Tvö af helstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. á Ísafirði og Vísir hf. í Grindavík, skulda Byggðastofnun um einn miljarð íslenskra króna í gegnum dótturfélög sín sem eru eignalaus skúffufyrirtæki. 10.8.2010 11:03
FME gerir athugasemdir við starfsemi Lífeyrissjóðs Vestfirðinga Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert margvíslegar athugasemdir við starfsemi Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Þar á meðal eru tvær alvarlegar athugsemdir. 10.8.2010 10:12
Veruleg aukning á nauðungarsölum fasteigna Veruleg aukning hefur orðið á nauðungarsölum fasteigna í Reykjavík í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Raunar hefur fjöldinn fimmfaldast ef miðað er við mánuðina júní og júlí. 10.8.2010 09:44
Viðsnúningur í rekstri Eik Banka á árinu Samkvæmt uppgjöri Eik Banka fyrir fyrstu sex mánuði ársins hefur orðið viðsnúningur í rekstri bankans. Hagnaður varð af rekstrinum á fyrri hluta ársins upp á 3 milljónir danskra kr. eða ríflega 60 milljónir kr. Til samanburðar var tap upp á 87 milljónir danskra kr. á sama tímabili í fyrra. 10.8.2010 09:17
Hrein eign lífeyrissjóða rýrnaði um 1,4 milljarða í júní Hrein eign lífeyrissjóða í lok júní sl. var 1.822,6 milljarðar kr. og lækkaði hún um 1,4 milljarða kr. í mánuðinum. 10.8.2010 08:23
Íslenskt sprotafyrirtæki opnar fyrsta umhverfisvæna tölvuskýið Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki, Greenqloud, mun opna fyrsta umhverfisvæna tölvuský heimsins síðar á þessu ári. 10.8.2010 07:11
Aðalpersóna úr rannsóknarskýrslunni ráðin til Arion Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka. Í 9.8.2010 20:00
1,7 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI stóð í stað í dag í 1,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 0,2 ma. viðskiptum. 9.8.2010 17:19
Hefja áætlunarflug til Glasgow og Stokkhólms á næsta ári Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Glasgow og Stokkhólms næsta sumar. Fyrirhugað er að fljúga þaðan og frá fleiri borgum í Evrópu og á Norðurlöndunum til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi á leiðinni vestur um haf. 9.8.2010 16:27
Upplýsti Ríkisendurskoðun um veð í rækju Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segir að Byggðastofnun hafi upplýst Ríkisendurskoðun um að einu tryggingar fyrir lánum Byggðastofnunar til fyrirtækja á sviði rækjuvinnslu sé verðlaus rækjukvóti. Sveinn segir ekkert hafa komið fram um eitthvað óeðlilegt í bókhaldi Byggðastofnunar, en fjárhagur stofnunarinnar er bágborinn. 9.8.2010 12:14
Ferðamannastraumurinn styrkir gengi krónunnar Gengi krónunnar styrktist um 0,3% á föstudaginn síðastliðinn og er það í framhaldi af allnokkurri styrkingu hennar á skömmum tíma. Hefur gengi krónunnar nú hækkað um 2,4% á síðustu tveim vikum. Tengist hækkunin m.a. auknu gjaldeyrisinnflæði af ferðamannaþjónustu en það flæði er í árstíðarbundnu hámarki um þessar mundir. 9.8.2010 10:53
Íbúðalánasjóður heldur óbreyttum vöxtum Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum og í samræmi við breytingu á vaxtaálagi ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir og verði því sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,50% og 5,00% á íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis. 9.8.2010 10:10
Ágúst og Lýður missa tökin á Existu Stjórn Existu ætlar að freista þess að rifta tilteknum gjörningum sem fyrrverandi eigendur og stjórnendur félagsins framkvæmdu. Ágúst og Lýður Guðmundssynir, fyrrverandi aðaleigendur Existu, munu ekki eiga neitt í félaginu í framtíðinni. 8.8.2010 12:04
Sigmundur Davíð vel lofaður Sambýliskona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á 1,3 milljarða króna í hreina eign, ef marka má auðlegðarskattinn sem hún greiddi. 7.8.2010 18:45
Kennitöluflakk á öllum stigum atvinnulífsins, líka í kjötvinnslu Eigendur Kjötbankans, sem nú er gjaldþrota, skiptu um nafn á félaginu og fluttu vörumerki, heimasíðu og nafn félagsins í nýja kennitölu fyrir gjaldþrot. Fimmtán starfsmenn hins gjaldþrota félags hafa ekki fengið greidd laun fyrir júlí og óvíst hvort þeir fái launakröfur sínar greiddar. 6.8.2010 18:45
Íslandsbanki ræður nýjan framkvæmdastjóra Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka og mun hún bera ábyrgð á upplýsingatækni, rekstri, bakvinnslu og gæðamálum. 6.8.2010 16:15
Litlar breytingar á GAMMA Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,4% í dag í 6,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,5% í 3,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 2,7 ma. viðskiptum. 6.8.2010 16:06
Endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar lokið Samningur um fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar við Seðlabanka Íslands hefur verið undirritaður og öll skilyrði hans uppfyllt. 6.8.2010 13:59
Samkeppniseftirlitið gagnrýnir landbúnaðarráðuneytið harðlega Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp um breytingar á búvörulögum þar sem fyrirhugað er að lögfesta 6.8.2010 13:40
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 1200 Um 1200 fleiri ferðamenn fóru um Leifsstöð í júlí en í sama mánuði í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð í júlímánuði síðastliðnum voru 83.500. Aukningin nemur 1,5% á milli ára. Mun fleiri Íslendingar eða 23% fóru utan í júlímánuði í ár en í fyrra, voru 28.500 í júlí síðastliðnum en 23.100 á síðasta ári. 6.8.2010 12:06
SP-Fjármögnun braut gegn lögum um ólögmæta viðskiptahætti Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að SP-Fjármögnun hafi brotið gegn lögum um óréttmæta viðskiptahætti. Niðurstaðan kemur í framhaldi kvörtunnar yfir skilmálum bílasamnings við SP-Fjármögnun. 6.8.2010 11:04
Greining spáir 0,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun Greining Íslandsbanka reiknar með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti bankans um 0,50 prósentustig á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 18. ágúst næstkomandi. 6.8.2010 10:41
Óska eftir tilnefningum í stjórnir sparisjóða Bankasýsla ríkisins óskar eftir tilnefningum í stjórnir sparisjóða sem fyrirséð er að verði á forræði Bankasýslunnar. Nú er sérstaklega óskað eftir tilnefningum í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar. Í tilkynningu frá Bankasýslunni kemur fram að þriggja manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn Bankasýslu ríkisins, undirbúi tilnefningar aðila fyrir hönd ríkisins í stjórnir fyrirtækja sem séu á forræði stofnunarinnar. 6.8.2010 10:36
Leita að fólki til að stofna sprotafyrirtæki Klak-Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins bíður fólki ókeypis námskeiðsgjöld í Viðskiptasmiðjunni í haust gegn því að leiða stofnun og uppbyggingu nýrra sprotafyrirtækja. 6.8.2010 09:08
Kreditkortaveltan jókst um 8,3% á fyrri helming ársins Kreditkortavelta heimila jókst um 8,3% í janúar-júní í ár miðað við janúar-júní í fyrra. Debetkortavelta jókst um 4,4% á sama tíma. 6.8.2010 09:04
Um 4,5 milljarða afgangur af vöruskiptum Vöruskiptin í júlí voru hagstæð um 4,5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni. Útflutningur nam 43,9 milljötðum króna og innflutningur 39,4 milljörðum króna. Þetta er umtalsvert meiri afgangur af vöruskiptum en í júlí í fyrra en þá nam hann hálfum milljarði króna. 6.8.2010 09:00
Segja að ESB hafi sett löndunarbann á makríl frá Íslandi Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Evrópusambandið (ESB) hafi sett löndunarbann á makríl frá Íslandi og Færeyjum. 6.8.2010 07:37
Salan fyrir luktum dyrum og kaupverð ekki gefið upp Stjórnarformaður Heklu og fyrrverandi forstjóri félagsins keypti Vélasvið Heklu út úr fyrirtækinu í byrjun sumars. Arion banki á Heklu en salan fór fram fyrir luktum dyrum og kaupverð er ekki gefið upp. 5.8.2010 18:45
Kaupþingsfólkið með stærstu skuldirnar með minnstan greiðsluvilja Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. 5.8.2010 18:30
Jón Ásbergsson verður framkvæmdastjóri Íslandsstofu Stjórn Íslandsstofu ákvað á fundi sínum í dag að ráða Jón Ásbergsson sem framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Jón er viðskiptafræðingur að mennt og hefur m.a. verið framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki, Hagkaupa og síðast Útflutningsráðs Íslands. 5.8.2010 16:30