Ísland í dag - Balti opnar dyrnar!
Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er nú að taka þátt í uppbyggingu nýrra fjölbýlishúsa í Gufunesinu með fasteignaþróunarfélaginu Spildu þar sem Anna Sigríður Arnardóttir sér um val á arkitektum og hönnun og hefur yfirumsjón með verkefninu. Og þar er vandað til verka. Húsin eru einstaklega falleg og hönnun öll nútímaleg og innréttingar flottar. Og í Gufunesi er Balti að stækka kvikmyndaver Reykjavík Studios. Og skrifstofuhúsnæðið hjá honum er eitt það flottasta sem sést hefur hér á landi og þó víðar væri leitað. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í Gufunesið og hitti Balta og einnig Önnu Sigríði hjá Spildu sem sér um uppbyggingu hverfisins og skoðaði þessi glæsilegu nýju hús.