Fæðingarlæknir segir sorglegt ef frumvarp um þungungarrof verður að lögum
Kvensjúkdóma – og fæðingarlæknir á Landspítalanum segir mjög sorglegt ef frumvarp heilbrigðisráðherra um þungungarrof verði að lögum í dag en þá verður konum heimilt að undirgangast þungunarrof fram á 22 viku meðgöngu. Lagabreytingin sé ekki kærkomin gjöf frá Alþingi, á 100 ára afmæli ljósmæðra sem séu menntaðar í að taka á móti nýju lífi en ekki eyða því. Kvennréttindakonur sem hafa lengi barist fyrir nýjum lögum ætla að fjölmenna á þingpallana á dag.