Vilji eyða óvissunni
Spjótin beinast nú að KSÍ vegna ákvörðunar um að halda Alberti Guðmundssyni í landsliðshóp í knattspyrnu fyrir komandi leik gegn Ísrael, þrátt fyrir meinta aðkomu að kynferðisbrotamáli. Þá er landsliðsþjálfarinn krafinn um afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna um málið. Skömmu fyrir fréttir sendi KSI frá sér yfirlýsingu þar sem Hareide baðst afsökunar á óskýrum ummælum og sagðist ekki hafa ætlað að móðga eða særa neinn. Nánar um málið á Vísi.