Lög brotin í braggamálinu
Sveitarstjórnarlög og lög um opinber skjalasöfn voru brotin í ferlinu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Koma hefði mátt í veg fyrir framúrkeyrsluna ef gerðar hefðu verið úrbætur í samræmi við ábendingar frá árinu 2015 en það hefur ekki verið gert. Borgarfulltrúi minnihluta segir málið áfellisdóm yfir borgarstjóra.