Ísland í dag - Fimleikadrottningar í þjálfun hjá mömmu
Systurnar Nanna og Sóley Guðmundsdætur úr Gróttu hafa verið afar sigursælar í fimleikaíþróttinni og sú fyrrnefnda bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum fyrir skemmstu. Þjálfari systranna, Sesselja Järvelä, var valin þjálfari ársins á liðnu ári, en þannig vill til að hún er einnig mamma þeirra. Í þætti kvöldsins hittum við Sesselju og dætur hennar sem segja það venjast nokkuð vel að hafa mömmu sem þjálfara.