Sylvi Listhaug skipuð olíumálaráðherra Noregs
Sylvi Listhaug, einn umdeildasti stjórnmálamaður Noregs, er óvænt orðin olíu- og orkumálaráðherra. Skipan hennar þykir senda skilaboð um að norska ríkisstjórninn hyggist ekkert gefa eftir í leit að nýjum olíulindum.