Ísland í dag - Svo mikilvægt að fá viðurkenningu á því að barnið okkar hafi verið til
Silja Rut Thorlacius og Hrafn Einarsson biðu spennt eftir sínu öðru barni árið 2016, meðgangan hafði gengið eins og í sögu og grínaðist Silja oft með það að hún væri fædd til þess að ganga með börn. Í mæðraskoðun þann 4.mars kom í ljós að enginn hjartsláttur heyrðist hjá dóttur þeirra og við nánari skoðun var staðfest að dóttir þeirra væri látin. Frigg kom í heiminn 5.mars, sem var settur dagur og segir Silja sögur annarra kvenna hafa hjálpað mikið í sorgarferlinu, það hafi skipt þau miklu máli að tala upphátt um dóttir þeirra og fá viðurkenningu á því að hún hafi verið til. Við hittum Silju nú á dögunum og fengum að heyra hennar sögu.