Fóðrar 40 til 60 smáfugla í garðinum sínum í Reykjavík

Fuglavinurinn Andrea Sif Jónsdóttir fóðrar 40 til 60 smáfugla í garðinum sínum í Reykjavík daglega. Hún segir að skógarþrestir og starrar komi aðallega í mat, stundum svartþrestir þó þeir séu svolítið feimnir. Andrea býr sjálf til fóðrið sem samanstendur af bleikjufóðri, tólg, óssöltuðu smjöri, höfrum og sólblómafræjum.

3186
00:51

Vinsælt í flokknum Fréttir