Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra
Stjórn Sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum.