Ísland í dag - Segir Alþingi blekkt við val jarðganga til Seyðisfjarðar

Fyrirhugað er að grafa lengstu veggöng Íslands undir Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir Alþingi hafa verið blekkt til að setja þau í forgang og segir enga sátt ríkja fyrir austan um göngin. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. Fulltrúi Mjófirðinga segir sorglegt hvernig málið hefur æxlast.

11750
13:33

Vinsælt í flokknum Ísland í dag