Stórasta land í heimi: Ísland-Egyptaland 32-32 / Bjarni Fritzson

Bjarni Fritzson er fimmti gestur í nýrri hlaðvarpsseríu þar sem farið er yfir sögu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Farið verður yfir alla leikina á mótinu. Fimmti og síðasti leikurinn í riðlinum var gegn Egyptum og endaði hann með jafntefli 32-32 og átti stigið eftir að reynast mikilvægt, en segja má að Íslendingar hafi sloppið við Frakka í 8-liða úrslitunum með þessu eina stigi. Bjarni Fritzson var alltaf utan hóps á leikunum en dvöl hans í Peking var heldur skrautleg.

810

Vinsælt í flokknum Handkastið