Hljóp 168 kílómetra á 31 klukkustund
Davíð Rúnar Bjarnason var eini keppandinn sem lauk 163 kílómetra hlaupi í Hengill Ultra hlaupinu sem fram fór í Hveragerði um helgina. Davíð hljóp í þrjátíu og eina klukkustund og sautján mínútur. Þrátt fyrir átök helgarinnar líður honum vel í líkamanum í dag og segir að það hafi verið draumi líkast að hlaupa í mark.