Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. í raun ótímabundið

Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast árlega og er því að óbreyttu í raun ótímabundið. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Í leyfinu segir að það framlengist árlega um eitt ár frá útgáfu þess, hinn 4. desember síðastliðinn. Fimm ára leyfi tekur því gildi á ný í desember á næsta ári og svo koll af kolli, líkt og segir í svari ráðuneytisins til fréttastofu.

774
03:29

Vinsælt í flokknum Fréttir